Hringdi 237 sinnum á Neyðarlínu og hafnað um miskabætur Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. júlí 2023 10:57 Frá höfuðstöðvum Neyðarlínunnar. vísir/vilhelm Íslenska ríkið hefur verið sýknað af miskabótakröfu manns sem var handtekinn eftir að hafa hringt 237 sinnum að ástæðulausu í neyðarlínu. Hann var sjálfur talinn hafa valdið aðgerðum lögreglu. Að kvöldi 23. desember 2020 hringdi maðurinn, sem er erlendur ríkisborgari, 237 sinnum á sólarhring í símanúmer Neyðarlínunnar 112, án þess að um neyðartilvik eða erindi við viðbragðsaðila væri að ræða. Lögregla hringdi í manninn í þeim tilgangi að fá hann til að láta af hringingunum, en án árangurs. Svo fór að maðurinn var handtekinn aðfararnótt aðfangadags og fluttur á lögreglustöð. Maðurinn kaus að tjá sig ekki í skýrslutöku um erindi sitt við Neyðarlínuna og í maí 2021 var rannsókn lögreglustjóra á málinu hætt. Í ágúst sama ár krafðist maðurinn miskabóta úr hendi ríkisins vegna aðgerða lögreglu í málinu. Ríkislögreglustjóri hafnaði greiðslu miskabóta og taldi að maðurinn hafi sjálfur orðið valdur að aðgerðum lögreglu gegn honum. Fyrirsjáanleg afleiðing Í miskabótamálinu byggði maðurinn á því að hann hafi verið borinn sökum í sakamáli vegna máls sem var fellt niður. Hann ætti því rétt til óskertra bóta úr hendi ríkisins og krafðist einnar milljónar króna. Hann hafi hvorki brotið gegn fjarskiptalögum né öðrum lögum. Ríkið byggði á því að maðurinn hafi valdið þeim aðgerðum sem lögregla réðist í umrætt kvöld með því að hringja 237 sinnum að óþörfu í Neyðarlínu. Hann hafi valdið verulegri truflun á starfsemi Neyðarlínu og ekki upplýst hvert erindi hans væri. Handtakan hafi verið nauðsynleg í þágu allsherjarreglu. Grunur væri uppi um að maðurinn hafi gerst brotlegur gegn fjarskipta- og hegningarlögum með háttsemi sinni. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var talið að háttsemi mannins hafi gefið fullt tilefni til að handtaka manninn, til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot. Maðurinn hafi sjálfur valdið þeim aðgerðum sem hann reisti bótakröfu sína á og væri háttsemi hans orsök og fyrirsjáanleg afleiðing af háttsemi hans. Ríkið var því sýknað af kröfum mannsins. Dómsmál Lögreglan Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira
Að kvöldi 23. desember 2020 hringdi maðurinn, sem er erlendur ríkisborgari, 237 sinnum á sólarhring í símanúmer Neyðarlínunnar 112, án þess að um neyðartilvik eða erindi við viðbragðsaðila væri að ræða. Lögregla hringdi í manninn í þeim tilgangi að fá hann til að láta af hringingunum, en án árangurs. Svo fór að maðurinn var handtekinn aðfararnótt aðfangadags og fluttur á lögreglustöð. Maðurinn kaus að tjá sig ekki í skýrslutöku um erindi sitt við Neyðarlínuna og í maí 2021 var rannsókn lögreglustjóra á málinu hætt. Í ágúst sama ár krafðist maðurinn miskabóta úr hendi ríkisins vegna aðgerða lögreglu í málinu. Ríkislögreglustjóri hafnaði greiðslu miskabóta og taldi að maðurinn hafi sjálfur orðið valdur að aðgerðum lögreglu gegn honum. Fyrirsjáanleg afleiðing Í miskabótamálinu byggði maðurinn á því að hann hafi verið borinn sökum í sakamáli vegna máls sem var fellt niður. Hann ætti því rétt til óskertra bóta úr hendi ríkisins og krafðist einnar milljónar króna. Hann hafi hvorki brotið gegn fjarskiptalögum né öðrum lögum. Ríkið byggði á því að maðurinn hafi valdið þeim aðgerðum sem lögregla réðist í umrætt kvöld með því að hringja 237 sinnum að óþörfu í Neyðarlínu. Hann hafi valdið verulegri truflun á starfsemi Neyðarlínu og ekki upplýst hvert erindi hans væri. Handtakan hafi verið nauðsynleg í þágu allsherjarreglu. Grunur væri uppi um að maðurinn hafi gerst brotlegur gegn fjarskipta- og hegningarlögum með háttsemi sinni. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var talið að háttsemi mannins hafi gefið fullt tilefni til að handtaka manninn, til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot. Maðurinn hafi sjálfur valdið þeim aðgerðum sem hann reisti bótakröfu sína á og væri háttsemi hans orsök og fyrirsjáanleg afleiðing af háttsemi hans. Ríkið var því sýknað af kröfum mannsins.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira