Fals on í fals á fals ofan? Tómas Ellert Tómasson skrifar 9. júlí 2023 10:01 Undanfarnar vikur hefur opinberast smátt og smátt með hvaða hætti stöðugleikaeignir sem ríkissjóður eignaðist við uppgjör föllnu bankanna voru og hafa verið meðhöndlaðar í meðförum fjármálaráðuneytisins, Lindarhvols ehf, framkvæmdaaðilum sölu eignanna og þeirra sem sjá áttu um eftirlit með framkvæmd sölu eignanna. Um þó nokkuð marga aðila er að ræða. Sú mynd sem er að teiknast upp af meðferð og söluferli eignanna er ekki falleg að sjá. Leyndarhyggja; lögbrot; sektargreiðslur; pólitísk tengsl; óútskýrðir afslættir; vinum, vandamönnum og sjálfum sér hyglað; grautfúin stjórnsýsla og siðferðileg gjaldþrot svo fátt eitt sé upptalið. Rammi myndarinnar er klár, hann var settur saman í kjölfar bankahrunsins fyrir fimmtán árum síðan með Rannsóknarskýrslu Alþingis. Af fyrstu dráttum myndarinnar af meðhöndlun stöðugleikaeignanna má sjá að það stefnir í mikil líkindi með henni og myndarinnar sem dregin var upp af aðdraganda bankahrunsins. Sama listformið þó einhver blæbrigðamunur muni verða á myndunum tveim þ.e. annarsvegar aðdraganda bankahrunsins og hinsvegar einum af eftirmálum þess, framkvæmd á sölu stöðugleikaeignanna. Varnartengiliðir söluframkvæmdarinnar segja gagnrýni á störf sín óréttláta. Meint fals þeirra sé á misskilningi byggt og til þess eins fallið að sverta þau miklu afrek sem þeir hafi unnið við söluna. Að mati þeirra er hér um að ræða bestu sölu ríkiseigna í sögu Íslands og jafnvel sú besta í Evrópu. Fáir útvaldir taka undir þá málsvörn þeirra. Þrátt fyrir málsvörn varnartengiliðanna og fárra útvaldra að þá hefur myndin af framkvæmd á sölu stöðugleikaeignanna, þó ókláruð sé, ratað inn á borð ríkissaksóknara vegna meintra falsana. Ekki þó vegna þess að myndin sjálf sé fölsuð heldur vegna þess að fyrstu drættir myndarinnar gefa til kynna að fals on í fals á fals ofan hafi viðgengist við meðhöndlun og meðferð stöðuleikaeignanna, þeirra rúmu 400 milljarða króna sem þær innihéldu í upphafi. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Starfsemi Lindarhvols Miðflokkurinn Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur opinberast smátt og smátt með hvaða hætti stöðugleikaeignir sem ríkissjóður eignaðist við uppgjör föllnu bankanna voru og hafa verið meðhöndlaðar í meðförum fjármálaráðuneytisins, Lindarhvols ehf, framkvæmdaaðilum sölu eignanna og þeirra sem sjá áttu um eftirlit með framkvæmd sölu eignanna. Um þó nokkuð marga aðila er að ræða. Sú mynd sem er að teiknast upp af meðferð og söluferli eignanna er ekki falleg að sjá. Leyndarhyggja; lögbrot; sektargreiðslur; pólitísk tengsl; óútskýrðir afslættir; vinum, vandamönnum og sjálfum sér hyglað; grautfúin stjórnsýsla og siðferðileg gjaldþrot svo fátt eitt sé upptalið. Rammi myndarinnar er klár, hann var settur saman í kjölfar bankahrunsins fyrir fimmtán árum síðan með Rannsóknarskýrslu Alþingis. Af fyrstu dráttum myndarinnar af meðhöndlun stöðugleikaeignanna má sjá að það stefnir í mikil líkindi með henni og myndarinnar sem dregin var upp af aðdraganda bankahrunsins. Sama listformið þó einhver blæbrigðamunur muni verða á myndunum tveim þ.e. annarsvegar aðdraganda bankahrunsins og hinsvegar einum af eftirmálum þess, framkvæmd á sölu stöðugleikaeignanna. Varnartengiliðir söluframkvæmdarinnar segja gagnrýni á störf sín óréttláta. Meint fals þeirra sé á misskilningi byggt og til þess eins fallið að sverta þau miklu afrek sem þeir hafi unnið við söluna. Að mati þeirra er hér um að ræða bestu sölu ríkiseigna í sögu Íslands og jafnvel sú besta í Evrópu. Fáir útvaldir taka undir þá málsvörn þeirra. Þrátt fyrir málsvörn varnartengiliðanna og fárra útvaldra að þá hefur myndin af framkvæmd á sölu stöðugleikaeignanna, þó ókláruð sé, ratað inn á borð ríkissaksóknara vegna meintra falsana. Ekki þó vegna þess að myndin sjálf sé fölsuð heldur vegna þess að fyrstu drættir myndarinnar gefa til kynna að fals on í fals á fals ofan hafi viðgengist við meðhöndlun og meðferð stöðuleikaeignanna, þeirra rúmu 400 milljarða króna sem þær innihéldu í upphafi. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun