Mannréttindi eiga að vera í forgangi Eyjólfur Ármannsson skrifar 7. júlí 2023 16:00 Vandræðagangurinn á matvælaráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, virðist ómælanlegur þegar litið er til stjórn hennar á sameiginlegri fiskveiðiauðlind landsmanna. Frumvörp hennar um stjórn fiskveiða hafa annað hvort miðað að því að færa fleiri nytjategundir inn í gjafakvótakerfið á borð við grásleppuna eða hleypa togskipum með óheftu vélarafli upp í fjöru. Umrædd þingmál er hvergi að finna í stefnuskrá Vinstri Grænna. Hér virðist sem hún hafi tekið upp mál forvera síns í starfi, Kristjáns Þórs Júlíussonar, og gert að sínum. Í sömu mund virðir hún vettugi skýra stefnu flokks síns um að efla strandveiðar. Ekki hefur hún lagt neitt til um að auka og efla strandveiðar heldur snúast frumvörp hennar um að skipta niður einhverri hungurlús til strandveiðimanna. Hún réð jú fyrrverandi forstjóra Granda í það hlutverk að sverta strandveiðar í löngu máli undir slagorðinu „Auðlindin okkar.“ Ef litið er út frá sjónarhóli markmiða laga um stjórn fiskveiða um að tryggja sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar með byggðafestu og auknum fiskafla, þá er augljóst að kvótakerfið hefur brugðist. Kerfið hefur brotið í bága við réttlætiskennd þjóðarinnar og hlotið áfellisdóm hjá Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna. Íslensk stjórnvöld lofuðu að bregðast við áliti mannréttindanefndarinnar og var fyrsti liðurinn í því að koma á strandveiðikerfinu, en því samhliða var lofað að endurskoða fiskveiðikerfið með það að markmiði að auka jafnræði borgaranna til þess að nýta og njóta sameiginlegra auðlinda í efnahagslögsögunni. Það er alveg ljóst að strandveiðar falla að öllum yfirlýstu markmiðum laga um stjórn fiskveiða. Strandveiðar tryggja byggðafestu, undirstrika að auðlindin er í eigu íslensku þjóðarinnar og strandveiðiaflinn er jafnan seldur á frjálsum fiskmörkuðum, þar sem allir landsmenn geta keypt. Að lokum þá stuðla handfæraveiðar að verndun og hagkvæmri nýtingu, þar sem ekki er nokkur lifandi leið að ofveiða fiskistofna með handfærum. Þessar staðreyndir virðist vera mjög framandi fyrir ráðherra Vinstri Grænna sem setur hagsmuni aflmikilla togskipa og sjávarútvegsrisanna í algeran forgang. Mannréttindi eiga ekki að mæta afgangi Flokkur fólksins krefst þess að matvælaráðherra tryggi strandveiðibátum þegar í stað að minnsta kosti 48 veiðidaga í ár. Setjum mannréttindi og jafnræði í forgang. Þessi sjónarmið mega aldrei mæta afgangi. Ef matvælaráðherra stöðvar veiðarnar á þeim forsendum að einhver hungurlús sem hún skammtaði sjálf er uppurin, þá er það pólitískur yfirdrepsskapur og lýsir pólitísku kjarkleysi. Höfundur er alþingismaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Mannréttindi Flokkur fólksins Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Vandræðagangurinn á matvælaráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, virðist ómælanlegur þegar litið er til stjórn hennar á sameiginlegri fiskveiðiauðlind landsmanna. Frumvörp hennar um stjórn fiskveiða hafa annað hvort miðað að því að færa fleiri nytjategundir inn í gjafakvótakerfið á borð við grásleppuna eða hleypa togskipum með óheftu vélarafli upp í fjöru. Umrædd þingmál er hvergi að finna í stefnuskrá Vinstri Grænna. Hér virðist sem hún hafi tekið upp mál forvera síns í starfi, Kristjáns Þórs Júlíussonar, og gert að sínum. Í sömu mund virðir hún vettugi skýra stefnu flokks síns um að efla strandveiðar. Ekki hefur hún lagt neitt til um að auka og efla strandveiðar heldur snúast frumvörp hennar um að skipta niður einhverri hungurlús til strandveiðimanna. Hún réð jú fyrrverandi forstjóra Granda í það hlutverk að sverta strandveiðar í löngu máli undir slagorðinu „Auðlindin okkar.“ Ef litið er út frá sjónarhóli markmiða laga um stjórn fiskveiða um að tryggja sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar með byggðafestu og auknum fiskafla, þá er augljóst að kvótakerfið hefur brugðist. Kerfið hefur brotið í bága við réttlætiskennd þjóðarinnar og hlotið áfellisdóm hjá Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna. Íslensk stjórnvöld lofuðu að bregðast við áliti mannréttindanefndarinnar og var fyrsti liðurinn í því að koma á strandveiðikerfinu, en því samhliða var lofað að endurskoða fiskveiðikerfið með það að markmiði að auka jafnræði borgaranna til þess að nýta og njóta sameiginlegra auðlinda í efnahagslögsögunni. Það er alveg ljóst að strandveiðar falla að öllum yfirlýstu markmiðum laga um stjórn fiskveiða. Strandveiðar tryggja byggðafestu, undirstrika að auðlindin er í eigu íslensku þjóðarinnar og strandveiðiaflinn er jafnan seldur á frjálsum fiskmörkuðum, þar sem allir landsmenn geta keypt. Að lokum þá stuðla handfæraveiðar að verndun og hagkvæmri nýtingu, þar sem ekki er nokkur lifandi leið að ofveiða fiskistofna með handfærum. Þessar staðreyndir virðist vera mjög framandi fyrir ráðherra Vinstri Grænna sem setur hagsmuni aflmikilla togskipa og sjávarútvegsrisanna í algeran forgang. Mannréttindi eiga ekki að mæta afgangi Flokkur fólksins krefst þess að matvælaráðherra tryggi strandveiðibátum þegar í stað að minnsta kosti 48 veiðidaga í ár. Setjum mannréttindi og jafnræði í forgang. Þessi sjónarmið mega aldrei mæta afgangi. Ef matvælaráðherra stöðvar veiðarnar á þeim forsendum að einhver hungurlús sem hún skammtaði sjálf er uppurin, þá er það pólitískur yfirdrepsskapur og lýsir pólitísku kjarkleysi. Höfundur er alþingismaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun