Coloplast kaupir Kerecis fyrir 176 milljarða króna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. júlí 2023 08:20 Kerecis Danska fyrirtækið Coloplast hefur samþykkt að kaupa íslenska fyrirtækið Kerecis fyrir 1,3 milljarð Bandaríkjadala, eða 176 milljarða íslenskra króna. Samkvæmt tilkynningu frá Coloplast, sem framleiðir lækningavörur, verða kaupin fjármögnuð með útgáfu nýs hlutfjár. Hlutabréf Coloplast hafa lækkað um 4,8 prósent í morgun. Í tilkynningu frá Kerecis kemur fram að fyrirtækið verði sjálfstæð rekstrareining innan Coloplast, með óbreytt nafn, skipulag og sömu stjórnendur. Þá munu umsvif fyrirtækisins aukast og störfum fjölga á Ísafirði. Með kaupunum munu opnast markaðir fyrir Kerecis í 140 löndum, samkvæmt tilkynningunni. Vísir greindi frá því í gær að yfirtökutilboð lægi fyrir í Kerecis, sem boðaði til fundar á Ísafirði í morgun. Kerecis, sem framleiðir sáraroð til meðferðar gegn brunasárum og öðrum þrálátum sárum, var stofnað af Fertram Sigurjónssyni árið 2007 en fékk heitið Kerecis árið 2009. „Minn draumur með stofnun Kerecis var tvíþættur – að þróa aðferðir til að fækka aflimunum og græða sár, samhliða því að efla atvinnuþróun á Vestfjörðum. Hvoru tveggja hefur tekist og þessi samningur er sögulegur, þar sem vestfirskt sprotafyrirtæki er orðið eitt verðmætasta félag Íslandssögunnar. Sáraroðið hefur gert stórkostlegt gagn í Bandaríkjunum og nú munu margfalt fleiri sjúklingar fá tækifæri til að nota vöruna um heim allan, auk þess sem framleiðsluumsvif á Ísafirði aukast. Þannig hefur draumurinn ræst,“ er haft eftir Guðmundi í tilkynningunni frá Kerecis. Fyrirtækin eigi margt sameiginlegt. „Bæði félögin eru norræn í grunninn og stofnuð til að lækna fólk með erfiða sjúkdóma og auka lífsgæði þess. Við deilum bæði gildum og framtíðarsýn, en vegum hvort annað upp með ólíku vöruframboði og markaðssvæðum. Saman myndum við sterka heild. Ég er afar bjartsýnn á framhaldið.“ Í tilkynningunni frá Coloplast segir að í kaupunum á Kerecis felist spennandi tækifæri til að styrkja stöðu Coloplast á ört vaxandi markaði. Kaupin muni koma niður á tekjum fyrirtækisins til skemmri tíma en búast megi við auknum vexti frá 2026 eða 2027. Kaup og sala fyrirtækja Nýsköpun Ísafjarðarbær Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu frá Coloplast, sem framleiðir lækningavörur, verða kaupin fjármögnuð með útgáfu nýs hlutfjár. Hlutabréf Coloplast hafa lækkað um 4,8 prósent í morgun. Í tilkynningu frá Kerecis kemur fram að fyrirtækið verði sjálfstæð rekstrareining innan Coloplast, með óbreytt nafn, skipulag og sömu stjórnendur. Þá munu umsvif fyrirtækisins aukast og störfum fjölga á Ísafirði. Með kaupunum munu opnast markaðir fyrir Kerecis í 140 löndum, samkvæmt tilkynningunni. Vísir greindi frá því í gær að yfirtökutilboð lægi fyrir í Kerecis, sem boðaði til fundar á Ísafirði í morgun. Kerecis, sem framleiðir sáraroð til meðferðar gegn brunasárum og öðrum þrálátum sárum, var stofnað af Fertram Sigurjónssyni árið 2007 en fékk heitið Kerecis árið 2009. „Minn draumur með stofnun Kerecis var tvíþættur – að þróa aðferðir til að fækka aflimunum og græða sár, samhliða því að efla atvinnuþróun á Vestfjörðum. Hvoru tveggja hefur tekist og þessi samningur er sögulegur, þar sem vestfirskt sprotafyrirtæki er orðið eitt verðmætasta félag Íslandssögunnar. Sáraroðið hefur gert stórkostlegt gagn í Bandaríkjunum og nú munu margfalt fleiri sjúklingar fá tækifæri til að nota vöruna um heim allan, auk þess sem framleiðsluumsvif á Ísafirði aukast. Þannig hefur draumurinn ræst,“ er haft eftir Guðmundi í tilkynningunni frá Kerecis. Fyrirtækin eigi margt sameiginlegt. „Bæði félögin eru norræn í grunninn og stofnuð til að lækna fólk með erfiða sjúkdóma og auka lífsgæði þess. Við deilum bæði gildum og framtíðarsýn, en vegum hvort annað upp með ólíku vöruframboði og markaðssvæðum. Saman myndum við sterka heild. Ég er afar bjartsýnn á framhaldið.“ Í tilkynningunni frá Coloplast segir að í kaupunum á Kerecis felist spennandi tækifæri til að styrkja stöðu Coloplast á ört vaxandi markaði. Kaupin muni koma niður á tekjum fyrirtækisins til skemmri tíma en búast megi við auknum vexti frá 2026 eða 2027.
Kaup og sala fyrirtækja Nýsköpun Ísafjarðarbær Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun