Hvenær á að sækja um hjá Tryggingastofnun? Björn Berg Gunnarsson skrifar 7. júlí 2023 08:30 Hvernig myndum við lýsa vel heppnuðu opinberu kerfi? Ætli við getum ekki verið sammála um að slíkt kerfi þurfi að styðja við þau sem þurfa á stuðningi að halda? Það þarf væntanlega að vera sanngjarnt, þó svo endalaust verði eflaust deilt um hvað telst nógu sanngjarnt. En hversu aðgengilegt þarf gott kerfi að vera? Þurfa notendur þess að skilja það? Ef sérstökum heimildum innan kerfisins er ætlað að koma til móts við fólk í tilteknum aðstæðum, verða viðkomandi látin vita af þeim möguleikum eða má ætlast til þess að þau kveiki sjálf á perunni? Flækjustigið Þótt margar jákvæðar og gagnlegar breytingar hafi verið gerðar á greiðslum ellilífeyris Tryggingastofnunar (TR) undanfarin ár er kerfið því miður enn of flókið og ekki sanngjarnt að gera ráð fyrir því að öll þau sem nálgist lífeyrisaldur geti hjálparlaust tekið upplýstar ákvarðanir um það sem hentar þeim og kemur til með að hafa áhrif á fjárhag þeirra ævilangt. Vissulega var kerfið einfaldað til muna fyrir nokkrum árum en flækjustig þess einskorðast ekki aðeins við reglurnar eins og þær standa í dag. Eilífar breytingar Eðlilega sýnist sitt hverjum um hvernig haga skuli greiðslum og reglum og því breytast þær mjög oft. Breytingunum er að sjálfsögðu ætlað að bæta kerfið en þær auka þó enn við flækjustigið því almenn umræða um greiðslur og skerðingar TR byggir oft á því sem þegar er búið að breyta. Sem dæmi um slíkt má nefna breyttar fjárhæðir greiðslna um áramót og aftur 1. júlí síðastliðinn, umfangsmikla breytingu á tengslum séreignarsparnaðar og greiðslna TR og breyttar heimildir til töku hálfs lífeyris. Þessar sífelldu breytingar verða því miður til þess að kerfið verður ekki eins aðgengilegt og það ætti sennilega að vera og þegar kemur að því að taka mikilvægar ákvarðanir er skiljanlegt að margir eigi erfitt með að átta sig. Hvenær er best að sækja um? Í störfum mínum við ráðgjöf um lífeyrismál og starfslok ber mikið á spurningum um Tryggingastofnun. Meðal þeirra algengustu er hvænær heppilegast sé að sækja um greiðslur þaðan. Mikilvægt er að hafa í huga að ekki er hægt að alhæfa í þeim efnum og svarið fer eftir aðstæðum þeirra sem í hlut eiga. Nú er heimilt er að sækja um töku ellilífeyris TR frá 65 ára aldri til áttræðs, en ekki er langt síðan tímabilið var frá 67 til 72 ára. Þær fjárhæðir sem yfirleitt er rætt um í tengslum við stofnunina, svo sem á námskeiðum um lífeyrismál, miða við að sótt sé um við 67 ára aldur. Sé fólk hins vegar yngra þegar gengið er frá umsókn er gert ráð fyrir að greiða þurfi viðkomandi lengur en ella og því lækka mánaðarlegar greiðslur ævilangt. Sé umsókn frestað fram yfir 67 ára aldur aukast mánaðarlegar greiðslur. Hversu mikið greiðslurnar hækka eða lækka hefur auk þess tekið nokkrum breytingum á undanförnum árum, rétt eins og svo margt annað. Fyrir nokkru var frítekjumark atvinnutekna vegna ellilífeyris TR tvöfaldað og nemur nú 200.000 krónum á mánuði eða 2,4 milljónum króna á ári. Það er því augljóslega ekki gert ráð fyrir því að fólk í fullri vinnu sæki um greiðslur og því er oft talað um að vissara sé að geyma umsókn þar til eftir að farið sé á eftirlaun. Ákvörðun um töku hálfs lífeyris, sem ég hef áður ritað um, getur haft talsverð áhrif á tímasetningu umsóknar, en sjaldan hentar taka fulls lífeyris hjá TR samtímis fullri atvinnu. Ekki sækja um of snemma Sem dæmi um hvaða áhrif það getur haft að fresta töku lífeyris má nefna að eftir hækkun greiðslna TR nú um síðustu mánaðamót falla þær niður þegar tekjur einstaklings sem sótti um 67 ára eru komnar yfir um 725.000 kr. á mánuði umfram 200.000 kr. frítekjumark atvinnutekna. Aðili með tekjur yfir þeim mörkum, sem ætlar að vinna til sjötugs, fær því engar greiðslur frá TR sæki hann um 67 ára. Þegar hann loks hættir störfum þremur árum síðar fær hann sömu greiðslur og aðrir sem sóttu um 67 ára. Hafi hann hins vegar frestað umsókninni þar til hann hættir sjötugur verða greiðslurnar 20% hærri en ella. Það borgar sig því ekki að sækja um of snemma. Flókið kerfi en mikilvægt að vanda til verka Umtalsverðir fjármunir eru í húfi og því er mikilvægt að nálgast lífeyrismálin faglega og gefa sér tíma í undirbúninginn. Þetta á ekki síst við þegar ákveða á hvenær sækja skuli um greiðslur frá TR. Þar að auki bendir ekkert til annars en að áfram verði gerðar tíðar breytingar á reglum og greiðslum stofnunarinnar og því er nauðsynlegt að tryggja að réttar upplýsingar liggi fyrir svo taka megi ákvörðun sem skilar sem bestri útkomu. Höfundur er fjármálaráðgjafi og fyrirlesari og veitir ráðgjöf um lífeyrismál og starfslok. Nánar á bjornberg.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Tryggingar Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvernig myndum við lýsa vel heppnuðu opinberu kerfi? Ætli við getum ekki verið sammála um að slíkt kerfi þurfi að styðja við þau sem þurfa á stuðningi að halda? Það þarf væntanlega að vera sanngjarnt, þó svo endalaust verði eflaust deilt um hvað telst nógu sanngjarnt. En hversu aðgengilegt þarf gott kerfi að vera? Þurfa notendur þess að skilja það? Ef sérstökum heimildum innan kerfisins er ætlað að koma til móts við fólk í tilteknum aðstæðum, verða viðkomandi látin vita af þeim möguleikum eða má ætlast til þess að þau kveiki sjálf á perunni? Flækjustigið Þótt margar jákvæðar og gagnlegar breytingar hafi verið gerðar á greiðslum ellilífeyris Tryggingastofnunar (TR) undanfarin ár er kerfið því miður enn of flókið og ekki sanngjarnt að gera ráð fyrir því að öll þau sem nálgist lífeyrisaldur geti hjálparlaust tekið upplýstar ákvarðanir um það sem hentar þeim og kemur til með að hafa áhrif á fjárhag þeirra ævilangt. Vissulega var kerfið einfaldað til muna fyrir nokkrum árum en flækjustig þess einskorðast ekki aðeins við reglurnar eins og þær standa í dag. Eilífar breytingar Eðlilega sýnist sitt hverjum um hvernig haga skuli greiðslum og reglum og því breytast þær mjög oft. Breytingunum er að sjálfsögðu ætlað að bæta kerfið en þær auka þó enn við flækjustigið því almenn umræða um greiðslur og skerðingar TR byggir oft á því sem þegar er búið að breyta. Sem dæmi um slíkt má nefna breyttar fjárhæðir greiðslna um áramót og aftur 1. júlí síðastliðinn, umfangsmikla breytingu á tengslum séreignarsparnaðar og greiðslna TR og breyttar heimildir til töku hálfs lífeyris. Þessar sífelldu breytingar verða því miður til þess að kerfið verður ekki eins aðgengilegt og það ætti sennilega að vera og þegar kemur að því að taka mikilvægar ákvarðanir er skiljanlegt að margir eigi erfitt með að átta sig. Hvenær er best að sækja um? Í störfum mínum við ráðgjöf um lífeyrismál og starfslok ber mikið á spurningum um Tryggingastofnun. Meðal þeirra algengustu er hvænær heppilegast sé að sækja um greiðslur þaðan. Mikilvægt er að hafa í huga að ekki er hægt að alhæfa í þeim efnum og svarið fer eftir aðstæðum þeirra sem í hlut eiga. Nú er heimilt er að sækja um töku ellilífeyris TR frá 65 ára aldri til áttræðs, en ekki er langt síðan tímabilið var frá 67 til 72 ára. Þær fjárhæðir sem yfirleitt er rætt um í tengslum við stofnunina, svo sem á námskeiðum um lífeyrismál, miða við að sótt sé um við 67 ára aldur. Sé fólk hins vegar yngra þegar gengið er frá umsókn er gert ráð fyrir að greiða þurfi viðkomandi lengur en ella og því lækka mánaðarlegar greiðslur ævilangt. Sé umsókn frestað fram yfir 67 ára aldur aukast mánaðarlegar greiðslur. Hversu mikið greiðslurnar hækka eða lækka hefur auk þess tekið nokkrum breytingum á undanförnum árum, rétt eins og svo margt annað. Fyrir nokkru var frítekjumark atvinnutekna vegna ellilífeyris TR tvöfaldað og nemur nú 200.000 krónum á mánuði eða 2,4 milljónum króna á ári. Það er því augljóslega ekki gert ráð fyrir því að fólk í fullri vinnu sæki um greiðslur og því er oft talað um að vissara sé að geyma umsókn þar til eftir að farið sé á eftirlaun. Ákvörðun um töku hálfs lífeyris, sem ég hef áður ritað um, getur haft talsverð áhrif á tímasetningu umsóknar, en sjaldan hentar taka fulls lífeyris hjá TR samtímis fullri atvinnu. Ekki sækja um of snemma Sem dæmi um hvaða áhrif það getur haft að fresta töku lífeyris má nefna að eftir hækkun greiðslna TR nú um síðustu mánaðamót falla þær niður þegar tekjur einstaklings sem sótti um 67 ára eru komnar yfir um 725.000 kr. á mánuði umfram 200.000 kr. frítekjumark atvinnutekna. Aðili með tekjur yfir þeim mörkum, sem ætlar að vinna til sjötugs, fær því engar greiðslur frá TR sæki hann um 67 ára. Þegar hann loks hættir störfum þremur árum síðar fær hann sömu greiðslur og aðrir sem sóttu um 67 ára. Hafi hann hins vegar frestað umsókninni þar til hann hættir sjötugur verða greiðslurnar 20% hærri en ella. Það borgar sig því ekki að sækja um of snemma. Flókið kerfi en mikilvægt að vanda til verka Umtalsverðir fjármunir eru í húfi og því er mikilvægt að nálgast lífeyrismálin faglega og gefa sér tíma í undirbúninginn. Þetta á ekki síst við þegar ákveða á hvenær sækja skuli um greiðslur frá TR. Þar að auki bendir ekkert til annars en að áfram verði gerðar tíðar breytingar á reglum og greiðslum stofnunarinnar og því er nauðsynlegt að tryggja að réttar upplýsingar liggi fyrir svo taka megi ákvörðun sem skilar sem bestri útkomu. Höfundur er fjármálaráðgjafi og fyrirlesari og veitir ráðgjöf um lífeyrismál og starfslok. Nánar á bjornberg.is.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun