Fiskveiðiráðgjöf og strandveiðar Magnús Jónsson skrifar 7. júlí 2023 08:01 Aflareglan Árið 1995 var innleidd hér 25% aflaregla í fiskveiðiráðgjöf og var hún við líði í 10 ár. Á þessum árum var veiði á þorski umfram ráðgjöf samtals um 149 þús tonn eða að jafnaði tæp 15 þús. tonn á ári. Við upphaf tímabilsins, þ.e. veiðiárið 1995-1996 var ráðgjöfin 155 þús tonn en við lok tímabilsins 2004-05 var hún 205 þús tonn eða um þriðjungi meiri en í upphafi. Umframveiðin virðist því ekki hafa haft neikvæð áhrif á veiðistofnstærðina, nema síður sé. Engu að síður var ákveðið að lækka aflaregluna niður í 20% sem fyrst tók gildi 2007-08. Á næstu 14 árum eða til ársins 2021-22 var veiði umfram ráðgjöf alls um 181 þús tonn, eða að jafnaði um 13 þús tonn á ári. Í upphafi þessa tímabils var ráðgjöfin 130 þús tonn en á síðasta ári var hún rúmlega 222 þús tonn eða um 92 þús tonnum hærri en í upphafi, Fór ráðgjöfin hæst 2019-2020 í um 272 þúsund tonn. Það ár varð heildarveiðin nákvæmlega sú sem ráðlögð var og eru árin 2016-17, 2018-19 og 2019-20 einu árin sem landaður afli var ekki umfram ráðgjöf. En á næstu tveimur árum lækkaði samt ráðgjöfin um samtals 50 þús tonn! Og það þrátt fyrir að ástand stofnsins væri sagt afar gott og hrygningarstofn sá stærsti í 60 ár. Af þessum tölum má m.a. draga nokkrar ályktanir: Nokkur veiði umfram ráðgjöf virðist ekki hafa áhrif á stofnstærð þorsks eins og hún mælist/reiknast ári síðar. Samhljómur ráðgjafar og landaðs afla virðist ekki tryggja jafnstöðu í veiðistofnstærð. Enginn sýnilegur munur er á hlutfallslegri þróun stofnstærðar þorsks né nýliðun á fyrstu 10 árum aflareglu upp á 25% og síðustu 14 árum með 20% aflareglu. Raunar væri eðlilegt og í takti við náttúruna að ráðgjöfin væri breytileg (innan þessara marka) eftir ástandi stofns og lífríkis t.d. ætis, vaxtarhraða, holdafars, aldursdreifingar, áætlaðs sjálfsáts o.fl. Tækniskýrsla og töluleg ofurnákvæmni Við skoðun á tækniskýrslu Hafrannsóknarstofnunar 2023 fyrir þorsk kemur ýmislegt í ljós sem vert væri að skoða sérstaklega og leita svara við. Eða gera tilraunir sem gætu leitt til nýrrar þekkingar og skilnings. Hér skulu nefnd fáein dæmi: Í 40 ár hefur ekki komið fram einn einasti „stórárgangur“ í þorski, þrátt fyrir að hrygningarstofninn hafi farið úr ca 150 þús tonnum í rúmlega 600 þúsund tonn. Framan af tímabilinu hamraði Hafró stöðugt á því að samband væri milli stærðar hrygningarstofns og nýliðunar. Sú rödd hefur að mestu þagnað og nú er sagt: Við vitum ekki skýringar né skiljum ástæður þess að enginn stórstofn hefur komið fram síðan 1983. Það er mikil framför að viðurkenna vanþekkingu og skort á skilningi. Í flestum árgöngum þorsks frá 1984 eða í 40 ár hefur meðalþyngd fallið umtalsvert (ca 20%), mest annars vegar í 3 og 4 ára fiski og þó enn frekar í fiski eldri en 10 ára. T.d. var þyngd 3 ára þorsks fyrstu 20 árin að jafnaði ca 1.4 kg. en frá 2002 til 2019 var hún ca 1.1. kg. Hefur aðeins rétt úr kútnum síðan. Þá var frá 1984 til aldamóta 11 ára fiskur að jafnaði um 11 kg. en hefur síðan verið um 9 kg. Fór lægst í rúm 7 kg. Engar skýringar eru á því af hverju. Fæðuskortur er auðvitað nærtæk skýring en af hverju stafar hann? Frá 1984 fram yfir aldamót var uppistaða í afla 7 ára fiskur eða yngri. Síðustu 15 árin eða svo hefur aldurssamsetningin verið þannig að sífellt stærri hluti aflans hefur verið 7 ára fiskur eða eldri og er hann nú meira en helmingur landaðs afla. Þetta er m.a. afleiðing friðunar á smærri fiski. En hefur þessi breyting haft áhrif á afrakstursgetu stofnsins, fjölda nýliða, náttúrulegan dauða, sjálfsát o.fl.? Mér vitandi hafa engin svör komið frá Hafró né tilraunir gerðar til þess að skoða afleiðingar þessarar þróunar. Í tækniskýrslunni er sagt að upplýsingar vanti um náttúrulega dánartölu. Samt telur Hafró sig getað reiknað út að veiðistofn þorsks sé um þessar mundir 1.068.860 tonn. Tala sem er með nákvæmni upp á +/-10 tonn eða 1/1000 úr prósenti. Undirritaður þekkir engin dæmi úr vísindum og alls ekki náttúruvísindum með slíka ofurnákvæmni!!! Strandveiðar Í 8. mgr. gr. 6a í lögum nr. 116/2006 segir orðrétt um strandveiðar: “Heimilt er hverju skipi að stunda strandveiðar í 12 veiðidaga innan hvers mánaðar mánuðina maí, júní, júlí og ágúst.”Í 1. mgr. sömu lagagreinar segir orðrétt: “Á hverju fiskveiðiári er ráðherra heimilt að ráðstafa aflamagni í óslægðum botnfiski skv. 5. mgr. 8. gr. sem nýtt skal til veiða með handfærum á tímabilinu frá 1. maí til 31. ágúst samkvæmt sérstökum leyfum Fiskistofu.” Í fyrrnefndu greininni er enginn fyrirvari um stöðvun veiða eða styttingu tímabilsins. Í síðarnefndu greininni er hins vegar sagt að ráðherra hafi heimild til að ráðstafa aflamagni (hvorki tilteknu né fyrirfram ákveðnu) til veiða með handfærum. Það ætti því að vera nokkuð ljóst að til þess að stytta veiðitímabilið þarf að breyta 8. mgr. þessarar lagagreinar. Í áliti Mannréttindanefndar SÞ frá 2008 var útfærsla stjórnkerfis fiskveiða talin fara gegn jafnræði og mannréttindum. Það er því í meira lagi langsótt að strandveiðikerfið, sem er í eðli sínu í sóknarmarki og sem sett var á til að bregðast við þessum úrskurði, skuli hafa verið spyrt við kvótakerfið. Að lokum má vekja athygli á, að miðað við að 700 strandveiðibátar séu á sjó samtímis og hver bátur sé með fjögur færi er heildarfjöldi öngla í sjó hjá þessum flota á þeim dögum sem róið er um 10.000!! Það er álíka krókafjöldi og einn línubátur með 100 lóðir (25 bjóð) leggur í hverri lögn Það þarf alveg ótrúlega rökfærslutil að telja að þorskstofninum stafi hætta af slíkum önglafjölda með plastbeitum á öllu hafsvæðinu umhverfis Ísland. Höfundur er veðurfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Þorskur Sjávarútvegur Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Aflareglan Árið 1995 var innleidd hér 25% aflaregla í fiskveiðiráðgjöf og var hún við líði í 10 ár. Á þessum árum var veiði á þorski umfram ráðgjöf samtals um 149 þús tonn eða að jafnaði tæp 15 þús. tonn á ári. Við upphaf tímabilsins, þ.e. veiðiárið 1995-1996 var ráðgjöfin 155 þús tonn en við lok tímabilsins 2004-05 var hún 205 þús tonn eða um þriðjungi meiri en í upphafi. Umframveiðin virðist því ekki hafa haft neikvæð áhrif á veiðistofnstærðina, nema síður sé. Engu að síður var ákveðið að lækka aflaregluna niður í 20% sem fyrst tók gildi 2007-08. Á næstu 14 árum eða til ársins 2021-22 var veiði umfram ráðgjöf alls um 181 þús tonn, eða að jafnaði um 13 þús tonn á ári. Í upphafi þessa tímabils var ráðgjöfin 130 þús tonn en á síðasta ári var hún rúmlega 222 þús tonn eða um 92 þús tonnum hærri en í upphafi, Fór ráðgjöfin hæst 2019-2020 í um 272 þúsund tonn. Það ár varð heildarveiðin nákvæmlega sú sem ráðlögð var og eru árin 2016-17, 2018-19 og 2019-20 einu árin sem landaður afli var ekki umfram ráðgjöf. En á næstu tveimur árum lækkaði samt ráðgjöfin um samtals 50 þús tonn! Og það þrátt fyrir að ástand stofnsins væri sagt afar gott og hrygningarstofn sá stærsti í 60 ár. Af þessum tölum má m.a. draga nokkrar ályktanir: Nokkur veiði umfram ráðgjöf virðist ekki hafa áhrif á stofnstærð þorsks eins og hún mælist/reiknast ári síðar. Samhljómur ráðgjafar og landaðs afla virðist ekki tryggja jafnstöðu í veiðistofnstærð. Enginn sýnilegur munur er á hlutfallslegri þróun stofnstærðar þorsks né nýliðun á fyrstu 10 árum aflareglu upp á 25% og síðustu 14 árum með 20% aflareglu. Raunar væri eðlilegt og í takti við náttúruna að ráðgjöfin væri breytileg (innan þessara marka) eftir ástandi stofns og lífríkis t.d. ætis, vaxtarhraða, holdafars, aldursdreifingar, áætlaðs sjálfsáts o.fl. Tækniskýrsla og töluleg ofurnákvæmni Við skoðun á tækniskýrslu Hafrannsóknarstofnunar 2023 fyrir þorsk kemur ýmislegt í ljós sem vert væri að skoða sérstaklega og leita svara við. Eða gera tilraunir sem gætu leitt til nýrrar þekkingar og skilnings. Hér skulu nefnd fáein dæmi: Í 40 ár hefur ekki komið fram einn einasti „stórárgangur“ í þorski, þrátt fyrir að hrygningarstofninn hafi farið úr ca 150 þús tonnum í rúmlega 600 þúsund tonn. Framan af tímabilinu hamraði Hafró stöðugt á því að samband væri milli stærðar hrygningarstofns og nýliðunar. Sú rödd hefur að mestu þagnað og nú er sagt: Við vitum ekki skýringar né skiljum ástæður þess að enginn stórstofn hefur komið fram síðan 1983. Það er mikil framför að viðurkenna vanþekkingu og skort á skilningi. Í flestum árgöngum þorsks frá 1984 eða í 40 ár hefur meðalþyngd fallið umtalsvert (ca 20%), mest annars vegar í 3 og 4 ára fiski og þó enn frekar í fiski eldri en 10 ára. T.d. var þyngd 3 ára þorsks fyrstu 20 árin að jafnaði ca 1.4 kg. en frá 2002 til 2019 var hún ca 1.1. kg. Hefur aðeins rétt úr kútnum síðan. Þá var frá 1984 til aldamóta 11 ára fiskur að jafnaði um 11 kg. en hefur síðan verið um 9 kg. Fór lægst í rúm 7 kg. Engar skýringar eru á því af hverju. Fæðuskortur er auðvitað nærtæk skýring en af hverju stafar hann? Frá 1984 fram yfir aldamót var uppistaða í afla 7 ára fiskur eða yngri. Síðustu 15 árin eða svo hefur aldurssamsetningin verið þannig að sífellt stærri hluti aflans hefur verið 7 ára fiskur eða eldri og er hann nú meira en helmingur landaðs afla. Þetta er m.a. afleiðing friðunar á smærri fiski. En hefur þessi breyting haft áhrif á afrakstursgetu stofnsins, fjölda nýliða, náttúrulegan dauða, sjálfsát o.fl.? Mér vitandi hafa engin svör komið frá Hafró né tilraunir gerðar til þess að skoða afleiðingar þessarar þróunar. Í tækniskýrslunni er sagt að upplýsingar vanti um náttúrulega dánartölu. Samt telur Hafró sig getað reiknað út að veiðistofn þorsks sé um þessar mundir 1.068.860 tonn. Tala sem er með nákvæmni upp á +/-10 tonn eða 1/1000 úr prósenti. Undirritaður þekkir engin dæmi úr vísindum og alls ekki náttúruvísindum með slíka ofurnákvæmni!!! Strandveiðar Í 8. mgr. gr. 6a í lögum nr. 116/2006 segir orðrétt um strandveiðar: “Heimilt er hverju skipi að stunda strandveiðar í 12 veiðidaga innan hvers mánaðar mánuðina maí, júní, júlí og ágúst.”Í 1. mgr. sömu lagagreinar segir orðrétt: “Á hverju fiskveiðiári er ráðherra heimilt að ráðstafa aflamagni í óslægðum botnfiski skv. 5. mgr. 8. gr. sem nýtt skal til veiða með handfærum á tímabilinu frá 1. maí til 31. ágúst samkvæmt sérstökum leyfum Fiskistofu.” Í fyrrnefndu greininni er enginn fyrirvari um stöðvun veiða eða styttingu tímabilsins. Í síðarnefndu greininni er hins vegar sagt að ráðherra hafi heimild til að ráðstafa aflamagni (hvorki tilteknu né fyrirfram ákveðnu) til veiða með handfærum. Það ætti því að vera nokkuð ljóst að til þess að stytta veiðitímabilið þarf að breyta 8. mgr. þessarar lagagreinar. Í áliti Mannréttindanefndar SÞ frá 2008 var útfærsla stjórnkerfis fiskveiða talin fara gegn jafnræði og mannréttindum. Það er því í meira lagi langsótt að strandveiðikerfið, sem er í eðli sínu í sóknarmarki og sem sett var á til að bregðast við þessum úrskurði, skuli hafa verið spyrt við kvótakerfið. Að lokum má vekja athygli á, að miðað við að 700 strandveiðibátar séu á sjó samtímis og hver bátur sé með fjögur færi er heildarfjöldi öngla í sjó hjá þessum flota á þeim dögum sem róið er um 10.000!! Það er álíka krókafjöldi og einn línubátur með 100 lóðir (25 bjóð) leggur í hverri lögn Það þarf alveg ótrúlega rökfærslutil að telja að þorskstofninum stafi hætta af slíkum önglafjölda með plastbeitum á öllu hafsvæðinu umhverfis Ísland. Höfundur er veðurfræðingur.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun