„Þar hefðum við getað verið heppnari“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2023 15:19 Arnar Pétursson er á leið með íslenska landsliðið á stórmót í lok árs, á HM. Leikir Íslands verða spilaðir í Noregi. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Við vissum fyrir fram að þetta yrði alvöru verkefni og það hefur ekkert breyst,“ segir Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í handbolta, eftir að dregið var í riðla fyrir HM í dag. Ísland lenti í afar sterkum riðli með ólympíumeisturum Frakklands, Slóveníu og margföldum Afríkumeisturum Angóla. Aðspurður hvort að hann hefði farið að hlæja eða gráta þegar hann sá niðurstöðuna svaraði Arnar léttur: „Ég er nú svo sem bara búinn að brosa síðan að við fengum sætið á HM. Þetta fékk mig því ekkert til að gráta en þetta er sterkur riðill, ég skal alveg viðurkenna það.“ Ísland var í fjórða og neðsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn í dag. „Við vissum fyrir fram að sama hvaða lið við fengjum úr A- og B-flokki þá yrðu það alltaf klassaandstæðingar. Sú er raunin. Við fengum Frakkana og Slóvenana en hin liðin í þessum flokkum voru ekkert mikið síðri. Úr C-riðlinum fengum við Angóla sem er hörkulið. Þar hefðum við getað verið heppnari en þar liggur möguleiki okkar á að fara upp úr riðlinum, og auðvitað gerum við alvöru atlögu að því,“ segir Arnar. Mætt Frökkum og Slóvenum í erfiðum leikjum Hann segir ljóst að mótið veiti dýrmæta reynslu fyrir íslenska liðið sem ætlar sér einnig í lokakeppni EM á næsta ári. Leikirnir á HM gætu hins vegar einnig orðið erfið reynsla, að minnsta kosti gegn Frakklandi og Slóveníu: „Við höfum spilað við Frakkana á síðustu árum og vitum að þær eru feikna sterkar. Við höfum líka bara séð það á stórmótum þar sem þær skila sér yfirleitt í úrslitaleikina. Slóvenarnir eru líka mjög sterkar. Við mættum þeim fyrir þremur árum, í nokkurs konar endurnýjun, og síðan þá hafa þær bætt enn frekar í og eru mjög sterkar,“ segir Arnar. Ísland tapaði fyrir Slóveníu í umspili um sæti á síðasta HM, samtals 45-35. Slóvenar unnu fyrri leikinn á heimavelli 24-14 en liðin gerðu svo 21-21 jafntefli á Íslandi. Ísland mætti Frakklandi síðast í september 2019 og tapaði 23-17, í undankeppni EM. Arnar kveðst ekkert farinn að spá í hvað bíði Íslands nái liðið að verða eitt af þremur í riðlinum sem komast áfram í milliriðil. Ísland myndi þá spila við þrjú lið úr C-riðli, þar sem Suður-Kórea, Grænland og Austurríki bíða ásamt ríkjandi heims- og Evrópumeisturum Noregs, undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Arnar segir að til hafi staðið að Ísland myndi spila við B-lið Noregs í aðdraganda HM en nú þegar ljóst sé að Ísland verði með á mótinu sé staðan breytt og verið að skipuleggja undirbúning íslenska liðsins fyrir mótið. Þetta verður annað heimsmeistaramót kvennalandsliðs Íslands en liðið varð í 12. sæti á HM í Brasilíu fyrir tólf árum. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Ísland lenti í afar sterkum riðli með ólympíumeisturum Frakklands, Slóveníu og margföldum Afríkumeisturum Angóla. Aðspurður hvort að hann hefði farið að hlæja eða gráta þegar hann sá niðurstöðuna svaraði Arnar léttur: „Ég er nú svo sem bara búinn að brosa síðan að við fengum sætið á HM. Þetta fékk mig því ekkert til að gráta en þetta er sterkur riðill, ég skal alveg viðurkenna það.“ Ísland var í fjórða og neðsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn í dag. „Við vissum fyrir fram að sama hvaða lið við fengjum úr A- og B-flokki þá yrðu það alltaf klassaandstæðingar. Sú er raunin. Við fengum Frakkana og Slóvenana en hin liðin í þessum flokkum voru ekkert mikið síðri. Úr C-riðlinum fengum við Angóla sem er hörkulið. Þar hefðum við getað verið heppnari en þar liggur möguleiki okkar á að fara upp úr riðlinum, og auðvitað gerum við alvöru atlögu að því,“ segir Arnar. Mætt Frökkum og Slóvenum í erfiðum leikjum Hann segir ljóst að mótið veiti dýrmæta reynslu fyrir íslenska liðið sem ætlar sér einnig í lokakeppni EM á næsta ári. Leikirnir á HM gætu hins vegar einnig orðið erfið reynsla, að minnsta kosti gegn Frakklandi og Slóveníu: „Við höfum spilað við Frakkana á síðustu árum og vitum að þær eru feikna sterkar. Við höfum líka bara séð það á stórmótum þar sem þær skila sér yfirleitt í úrslitaleikina. Slóvenarnir eru líka mjög sterkar. Við mættum þeim fyrir þremur árum, í nokkurs konar endurnýjun, og síðan þá hafa þær bætt enn frekar í og eru mjög sterkar,“ segir Arnar. Ísland tapaði fyrir Slóveníu í umspili um sæti á síðasta HM, samtals 45-35. Slóvenar unnu fyrri leikinn á heimavelli 24-14 en liðin gerðu svo 21-21 jafntefli á Íslandi. Ísland mætti Frakklandi síðast í september 2019 og tapaði 23-17, í undankeppni EM. Arnar kveðst ekkert farinn að spá í hvað bíði Íslands nái liðið að verða eitt af þremur í riðlinum sem komast áfram í milliriðil. Ísland myndi þá spila við þrjú lið úr C-riðli, þar sem Suður-Kórea, Grænland og Austurríki bíða ásamt ríkjandi heims- og Evrópumeisturum Noregs, undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Arnar segir að til hafi staðið að Ísland myndi spila við B-lið Noregs í aðdraganda HM en nú þegar ljóst sé að Ísland verði með á mótinu sé staðan breytt og verið að skipuleggja undirbúning íslenska liðsins fyrir mótið. Þetta verður annað heimsmeistaramót kvennalandsliðs Íslands en liðið varð í 12. sæti á HM í Brasilíu fyrir tólf árum.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira