Eins og svo oft áður er frekar rólegt yfir íþróttalífinu þegar sumarið stendur hvað hæst, en íþróttaþyrstir áhorfendur fá þó eitthvað fyrir sinn snúð í kvöld.
Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti Fylki í leik sem er hluti af 17. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld og hefst bein útsending á Stöð 2 Sport klukkan 19:05.
Íslandsmeistararnir þurfa sárlega á sigri að halda ætli þeir sér að vera með í einhverskonar titilbaráttu, enda er liðið nú 13 stigum á eftir toppliði Víkings og án sigurs í seinustu fjórum deildarleikjum. Fylkismenn sitja í næst neðsta sæti deildarinnar, en geta með sigri lyft sér upp í áttunda sæti.