Verulegar líkur á gosi á næstu dögum ef þróunin verður áfram sú sama Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júlí 2023 10:08 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segist síður vilja spá og spegúlera en það sé allt eins víst að gjósi eins og ekki. Vísir/Arnar Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur var viðmælandi í Bítínu á Bylgjunni í morgun og sagði atburðarásina síðustu klukkustundir áþekka hrinunni fyrir gosið í ágúst í fyrra. „Þetta lítur út eins og þarna sé kvikuinnskot farið af stað. Þetta er aðeins norðar en gaus... Skjálftarnir raða sér á línu sem liggur svona frá gosstöðvunum í Merardölum í fyrra og svo í norðaustur langleiðina að Keili. Svo verðum við bara að sjá til hvað verður,“ sagði Magnús Tumi. Hann segir ekki hægt að spá fyrir um hvort hrinan endi með gosi en að gera verði ráð fyrir því. Þá gjósi líklega aðeins norðar. Gos yrði að öllum líkindum nokkurn veginn eins og áður; það væri ekki ólíklegt að um yrði að ræða annað „túristagos“. Gosið gæti hins vegar einnig orðið ívið kraftmeira. „Þetta er bara voðalega erfitt um að segja,“ segir Magnús Tumi. „Fyrir svona tveimur mánuðum fer af stað landris og það er djúpt, sést á mörgum stöðum, og nú erum við komin af stað og þarna djúpt niðri er ennþá heitt þannig að kvikan á auðvelt með að komast af stað. Síðan þarf hún að brjóta sér leið síðasta hlutann og henni tekst það stundum og stundum ekki.“ Magnús Tumi er nú á fundi Almannavarna með vísindamönnum þar sem farið verður yfir mælingar, mögulega þróun og mismunandi sviðsmyndir. „Og síðan er náttúrulega reglan í svona að undirbúa sig undir á sem er alvarlegust eða verst og hefur einhverjar líkur á að gerast. Þannig er þetta unnið.“ Jarðfræðingurinn segir Íslendinga vana gosum og vita hvaða vöktun þurfi að vera í gangi og til hvaða viðbragða þurfi að grípa. Endurmeta þurfi stöðuna eftir því sem mál þróast. Boðað sé til funda þegar eitthvað umfram „bakgrunnsvirkni“ eigi sér stað. Þá vilji menn ræða saman og stilla saman strengi, segir Magnús Tumi. „Á skalanum 1 til 10, hversu líklegt er að gjósi?“ er hann spurður. „Ef þetta heldur áfram svona þá verðum við að telja að líkur séu verulegar á að það gjósi á næstu dögum,“ svarar sérfræðingurinn en játar að honum sé heldur illa við að gefa út spádóma. „En það er allt eins líklegt að það gjósi eins og ekki; að minnsta kosti helmingslíkur myndi ég segja.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Bítið Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
„Þetta lítur út eins og þarna sé kvikuinnskot farið af stað. Þetta er aðeins norðar en gaus... Skjálftarnir raða sér á línu sem liggur svona frá gosstöðvunum í Merardölum í fyrra og svo í norðaustur langleiðina að Keili. Svo verðum við bara að sjá til hvað verður,“ sagði Magnús Tumi. Hann segir ekki hægt að spá fyrir um hvort hrinan endi með gosi en að gera verði ráð fyrir því. Þá gjósi líklega aðeins norðar. Gos yrði að öllum líkindum nokkurn veginn eins og áður; það væri ekki ólíklegt að um yrði að ræða annað „túristagos“. Gosið gæti hins vegar einnig orðið ívið kraftmeira. „Þetta er bara voðalega erfitt um að segja,“ segir Magnús Tumi. „Fyrir svona tveimur mánuðum fer af stað landris og það er djúpt, sést á mörgum stöðum, og nú erum við komin af stað og þarna djúpt niðri er ennþá heitt þannig að kvikan á auðvelt með að komast af stað. Síðan þarf hún að brjóta sér leið síðasta hlutann og henni tekst það stundum og stundum ekki.“ Magnús Tumi er nú á fundi Almannavarna með vísindamönnum þar sem farið verður yfir mælingar, mögulega þróun og mismunandi sviðsmyndir. „Og síðan er náttúrulega reglan í svona að undirbúa sig undir á sem er alvarlegust eða verst og hefur einhverjar líkur á að gerast. Þannig er þetta unnið.“ Jarðfræðingurinn segir Íslendinga vana gosum og vita hvaða vöktun þurfi að vera í gangi og til hvaða viðbragða þurfi að grípa. Endurmeta þurfi stöðuna eftir því sem mál þróast. Boðað sé til funda þegar eitthvað umfram „bakgrunnsvirkni“ eigi sér stað. Þá vilji menn ræða saman og stilla saman strengi, segir Magnús Tumi. „Á skalanum 1 til 10, hversu líklegt er að gjósi?“ er hann spurður. „Ef þetta heldur áfram svona þá verðum við að telja að líkur séu verulegar á að það gjósi á næstu dögum,“ svarar sérfræðingurinn en játar að honum sé heldur illa við að gefa út spádóma. „En það er allt eins líklegt að það gjósi eins og ekki; að minnsta kosti helmingslíkur myndi ég segja.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Bítið Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira