Joe Biden Bandaríkjaforseti og fjölskylda hans voru í Camp David þegar duftið fannst.
Erlendum miðlum ber ekki saman um hvar kókaínið fannst en það hefur ýmist verið sagt hafa fundist á „vinnusvæði“, í geymslu, á bókasafni og í rými sem var aðgengilegt gestum.
Samkvæmt Guardian mun þetta ekki vera í fyrsta sinn sem fíkniefni rata í Hvíta húsið en rapparinn Snoop Dogg ku hafa greint frá því að hafa reykt marjúana á baðherbergi í byggingunni árið 2013.
Þá hefur tónlistarmaðurinn Willie Nelson einnig sagst hafa reykt jónu í Hvíta húsinu.
Breski leikarinn Erkan Mustafa er sömuleiðis sagður hafa játað að hafa reykt marjúana og notað kókaín í húsinu í forsetatíð Reagan og þá hefur Grace Slick, söngkona Jefferson Airplane, sagst hafa gert tilraun til að lauma LSD í te Nixon.
Henni hefði þótt „Tricky Dick“ þurft á því að halda.