Akureyri og Egilsstaðir vænlegri landnámskostir moskítóflugna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. júlí 2023 07:46 Enn sem komið er moskító ekki mætt í Laugardalinn heldur eru þar allskonar aðrar flugur líkt og forarmýið sem hér er á mynd. „Moskítófluga“ sem fannst í Laugardal í Reykjavík reyndist ekki vera moskítófluga heldur forarmý. Skordýrafræðingur segir tegundina algenga um allt land. Moskító þurfi menn til að komast til landsins og þar eru Akureyri og Egilsstaðir vænlegri landnámskostir en Keflavík. „Ekki er um moskító að ræða heldur tegund af forarmýsætt (Anisopodidae) sem ber heitið forarmý (Sylvicola fenestralis). Þetta er algengt um allt land og við verðum því að bíða aðeins lengur eftir moskítóflugum!“ skrifar Matthías Svavar Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands í svari við fyrirspurn Vísis. Íbúi í Reykjavík bað Matthías um álit á því hvort um væri að ræða moskítóflugu. Íbúinn var þess fullviss um að hér væri á ferðinni moskítóflugur en líkt og flestir vita hefur flugnategundin aldrei lagt land undir fót hér á landi en er til staðar í nágrannalandinu Grænlandi. Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, sagði í Bítinu á Bylgjunni í fyrra að það væri einungis tímaspursmál hvenær tegundin myndi berast til Íslands. Ýmsar kenningar eru uppi um það hvers vegna moskítóflugan hefur enn ekki borist hingað til lands og er ein sú að alþjóðaflugvöllurinn sé á Reykjanesi, á eina stóra landsvæði Íslands þar sem lítið sem ekkert sé um votlendi, sem er kjörlendi moskítóflugunnar. Muni líklega ekki berast hingað með vindum Matthías segir kjörlendi moskítóflugunnar vera votlendi í mjög víðum skilningi. Allar tegundir moskítóflugna þurfi vatn svo eggin klekist út, þar þroskast lirfur og púpa sig en þær þurfi ekki endilega mikið vatn. „Uppeldisstöðvar geta allt eins verið ílát eða dekk sem safna rigningarvatni. Sumar tegundir verpa eggjum í hola trjáboli sem safna vatni og sumar kjósa ísalt vatn svo dæmi séu tekin. Hvar þær verpa eggjum sínum fer eftir tegundum,“ skrifar Matthías. Matthías Svavar að störfum fyrir Náttúrufræðistofnun Íslands.Erling Ólafsson Hann segir moskítóflugur ekki fljúga hátt upp frá jörðu og því sé ólíklegt að þær geti borist til landsins með vindum. Væri það möguleiki væru þær líklega þegar búnar að nema land. Þær þurfi því að stóla á manninn til að komast hingað. „Þær geta borist með flugvélum til landsins. Það hjálpar vissulega til að alþjóðaflugvöllurinn okkar er á stað þar sem aðstæður eru ekki góðar fyrir moskótóflugur. Spurning hvort að millilandaflug til Akureyrar og Egilsstaða sé ekki vænlegri kostur. Þær gætu líka borist til landsins með skipum til dæmis í gámum eða fylgt farartækjum ferðamanna.“ Skordýr Akureyri Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
„Ekki er um moskító að ræða heldur tegund af forarmýsætt (Anisopodidae) sem ber heitið forarmý (Sylvicola fenestralis). Þetta er algengt um allt land og við verðum því að bíða aðeins lengur eftir moskítóflugum!“ skrifar Matthías Svavar Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands í svari við fyrirspurn Vísis. Íbúi í Reykjavík bað Matthías um álit á því hvort um væri að ræða moskítóflugu. Íbúinn var þess fullviss um að hér væri á ferðinni moskítóflugur en líkt og flestir vita hefur flugnategundin aldrei lagt land undir fót hér á landi en er til staðar í nágrannalandinu Grænlandi. Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, sagði í Bítinu á Bylgjunni í fyrra að það væri einungis tímaspursmál hvenær tegundin myndi berast til Íslands. Ýmsar kenningar eru uppi um það hvers vegna moskítóflugan hefur enn ekki borist hingað til lands og er ein sú að alþjóðaflugvöllurinn sé á Reykjanesi, á eina stóra landsvæði Íslands þar sem lítið sem ekkert sé um votlendi, sem er kjörlendi moskítóflugunnar. Muni líklega ekki berast hingað með vindum Matthías segir kjörlendi moskítóflugunnar vera votlendi í mjög víðum skilningi. Allar tegundir moskítóflugna þurfi vatn svo eggin klekist út, þar þroskast lirfur og púpa sig en þær þurfi ekki endilega mikið vatn. „Uppeldisstöðvar geta allt eins verið ílát eða dekk sem safna rigningarvatni. Sumar tegundir verpa eggjum í hola trjáboli sem safna vatni og sumar kjósa ísalt vatn svo dæmi séu tekin. Hvar þær verpa eggjum sínum fer eftir tegundum,“ skrifar Matthías. Matthías Svavar að störfum fyrir Náttúrufræðistofnun Íslands.Erling Ólafsson Hann segir moskítóflugur ekki fljúga hátt upp frá jörðu og því sé ólíklegt að þær geti borist til landsins með vindum. Væri það möguleiki væru þær líklega þegar búnar að nema land. Þær þurfi því að stóla á manninn til að komast hingað. „Þær geta borist með flugvélum til landsins. Það hjálpar vissulega til að alþjóðaflugvöllurinn okkar er á stað þar sem aðstæður eru ekki góðar fyrir moskótóflugur. Spurning hvort að millilandaflug til Akureyrar og Egilsstaða sé ekki vænlegri kostur. Þær gætu líka borist til landsins með skipum til dæmis í gámum eða fylgt farartækjum ferðamanna.“
Skordýr Akureyri Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira