Eftirlitsstofnanir sýknaðar af kröfum hvalveiðiskipstjóra Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2023 12:34 Hvalur 8 við bryggju í hvalstöðinni í Hvalfirði. Skipstjórar tveggja hvalveiðiskipa stefndu Matvælastofnun og Fiskistofu vegna eftirlits með veiðum þeirra í fyrra. Egill Aðalsteinsson Héraðsdómur Suðurlands sýknaði Matvælastofnun og Fiskistofu af kröfu tveggja skipstjóra hvalveiðiskipa Hvals hf. um miskabætur vegna eftirlits með veiðum þeirra í fyrra. Skipstjórarnir töldu meðal annars brotið á friðhelgi einkalífs síns með eftirlitinu. Þeir Bergþór Ingibergsson og Einar Jóhannes Lárusson, skipstjórar á Hval 8 og 9, stefndu eftirlitsstofnunum tveimur vegna eftirliti þeirra með hvalveiðum síðsumars og haustið 2022. Eftirlitsmenn Fiskistofu tóku upp veiðar á tugum dýra en skipstjórarnir sáust á mörgum myndskeiðanna. Þeir voru þekkjanlegir á sumum upptakanna. Hluti þeirra birtist í fjölmiðlum í tengslum við umfjöllun um skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar í vor. Skipstjórarnir töldu brotið á rétti þeirra til friðhelgis einkalífs og sögðu lagastoð skorta fyrir eftirlitinu. Kröfðust þeir tveggja milljóna króna í miskabætur hvor um sig. Dómurinn féllst ekki á að lagastoð skorti fyrir eftirlitinu eða að það hafi verið umfram tilefni eða heimildir. Þvert á móti taldi dómurinn að tilefni væri til eftirlitsins þar sem veiðarnar væru lítt sýnilegar og ýmislegt benti til að veiðarnar fullnægðu ekki skilyrðum laga um dýravernd. Vísaði dómurinn til eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar sem byggði á eftirlitinu sem deilt var um. Aðeins 59 prósent langreyða sem voru skotnar hafi drepist við fyrsta skot hvalveiðimanna. Rýr rökstuðningur fyrir miska Hvað persónuverndarhluta málsins varðaði taldi dómurinn að eftirlitið félli ekki undir rafræna vöktun í skilningi persónuverndarlaga þar sem hún hefði ekki farið fram með „fjarstýrðum eða sjálfvirkum búnaði“. Ekki hafi heldur verið um að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar í skilningi laga. Skipstjórarnir hafi verið aukaatriði á upptökunum og myndatakan fyrst og fremst beinst að veiðunum sjálfum. Rökstuðningur þeirra fyrir miska hafi verið mjög rýr. Þó að þeim hafi þótt óþægilegt að vera myndaðir við vinnu þá hafi þeir sjaldnast verið þekkjanlegir og þeir ekki í persónulegum erindagjörðum þegar þeir voru teknir upp. Hins vegar taldi héraðsdómur að eftirlitsstofnanirnar tvær hefðu ekki fylgt fyrirmælum persónuverndarlaga við eftirlitið að öllu leyti. Ekki væri ljóst hvort að öryggi persónuupplýsinganna væri tryggt með því að taka upp á farsíma og hlaða myndskeiðum upp á tölvu. Það sæist ekki síst á því að hluti upptakanna hafi ratað í fjölmiðla án þess að skýringar hafi fengið um hvernig það gerðist. Frávikin frá persónuverndarlögum hafi þó ekki verið það veigamikil eða íþyngjandi að þau teljist ólögmæt. Stofnanirnar tvær voru sýknaðar af kröfum skipstjóranna en rétt var talið að láta málskostnað falla niður. Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um að stöðva hvalveiðar í síðasta mánuði hefur valdið streitu á stjórnarheimilinu. Hún byggði á áliti fagráðs um velferð dýra sem vísaði til niðurstaðna eftirlitsins sem deilt var um í máli skipstjóranna.Vísir/Vilhelm Stöðvaði hvalveiðar á grundvelli eftirlitsins Fagráð um velferð dýra komst að þeirri niðurstöðu að þær aðferðir sem væru notaðar við hvalveiðar samræmdust ekki kröfum laga um velferð dýra í síðasta mánuði. Sú ákvörðun byggði á skýrslu Matvælastofnunar sem byggði aftur á upptökum eftirlitsmannana sem deilt var um í máli skipstjóranna. Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, ákvað að stöðva hvalveiðar tímabundið daginn eftir að álit fagráðsins barst og degi áður en veiðarnar áttu að hefjast. Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., kallaði Svandísi „öfgafullan kommúnista“ vegna ákvörðunar hennar. Dómsmál Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Veiðum frestað eins lítið og unnt var Í minnisblaði matvælaráðherra um frestun veiða á langreyði segir að við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná markmiði ráðuneytisins um dýravelferð. Í niðurstöðum fagráðs segir þó að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert. Veiðum var frestað út ágúst, en venjan er að veiða hvali ekki mikið lengur en fram í miðjan september. 1. júlí 2023 11:32 „Verulega alvarleg áhrif á þetta ríkisstjórnarsamstarf“ Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist ekki vilja taka ríkisstjórnina af lífi í beinni útsendingu í morgun. Hann sagði þó að þau deilumál sem hafa komið upp að undanförnu væru að hafa verulega alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júní 2023 11:45 Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Þeir Bergþór Ingibergsson og Einar Jóhannes Lárusson, skipstjórar á Hval 8 og 9, stefndu eftirlitsstofnunum tveimur vegna eftirliti þeirra með hvalveiðum síðsumars og haustið 2022. Eftirlitsmenn Fiskistofu tóku upp veiðar á tugum dýra en skipstjórarnir sáust á mörgum myndskeiðanna. Þeir voru þekkjanlegir á sumum upptakanna. Hluti þeirra birtist í fjölmiðlum í tengslum við umfjöllun um skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar í vor. Skipstjórarnir töldu brotið á rétti þeirra til friðhelgis einkalífs og sögðu lagastoð skorta fyrir eftirlitinu. Kröfðust þeir tveggja milljóna króna í miskabætur hvor um sig. Dómurinn féllst ekki á að lagastoð skorti fyrir eftirlitinu eða að það hafi verið umfram tilefni eða heimildir. Þvert á móti taldi dómurinn að tilefni væri til eftirlitsins þar sem veiðarnar væru lítt sýnilegar og ýmislegt benti til að veiðarnar fullnægðu ekki skilyrðum laga um dýravernd. Vísaði dómurinn til eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar sem byggði á eftirlitinu sem deilt var um. Aðeins 59 prósent langreyða sem voru skotnar hafi drepist við fyrsta skot hvalveiðimanna. Rýr rökstuðningur fyrir miska Hvað persónuverndarhluta málsins varðaði taldi dómurinn að eftirlitið félli ekki undir rafræna vöktun í skilningi persónuverndarlaga þar sem hún hefði ekki farið fram með „fjarstýrðum eða sjálfvirkum búnaði“. Ekki hafi heldur verið um að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar í skilningi laga. Skipstjórarnir hafi verið aukaatriði á upptökunum og myndatakan fyrst og fremst beinst að veiðunum sjálfum. Rökstuðningur þeirra fyrir miska hafi verið mjög rýr. Þó að þeim hafi þótt óþægilegt að vera myndaðir við vinnu þá hafi þeir sjaldnast verið þekkjanlegir og þeir ekki í persónulegum erindagjörðum þegar þeir voru teknir upp. Hins vegar taldi héraðsdómur að eftirlitsstofnanirnar tvær hefðu ekki fylgt fyrirmælum persónuverndarlaga við eftirlitið að öllu leyti. Ekki væri ljóst hvort að öryggi persónuupplýsinganna væri tryggt með því að taka upp á farsíma og hlaða myndskeiðum upp á tölvu. Það sæist ekki síst á því að hluti upptakanna hafi ratað í fjölmiðla án þess að skýringar hafi fengið um hvernig það gerðist. Frávikin frá persónuverndarlögum hafi þó ekki verið það veigamikil eða íþyngjandi að þau teljist ólögmæt. Stofnanirnar tvær voru sýknaðar af kröfum skipstjóranna en rétt var talið að láta málskostnað falla niður. Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um að stöðva hvalveiðar í síðasta mánuði hefur valdið streitu á stjórnarheimilinu. Hún byggði á áliti fagráðs um velferð dýra sem vísaði til niðurstaðna eftirlitsins sem deilt var um í máli skipstjóranna.Vísir/Vilhelm Stöðvaði hvalveiðar á grundvelli eftirlitsins Fagráð um velferð dýra komst að þeirri niðurstöðu að þær aðferðir sem væru notaðar við hvalveiðar samræmdust ekki kröfum laga um velferð dýra í síðasta mánuði. Sú ákvörðun byggði á skýrslu Matvælastofnunar sem byggði aftur á upptökum eftirlitsmannana sem deilt var um í máli skipstjóranna. Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, ákvað að stöðva hvalveiðar tímabundið daginn eftir að álit fagráðsins barst og degi áður en veiðarnar áttu að hefjast. Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., kallaði Svandísi „öfgafullan kommúnista“ vegna ákvörðunar hennar.
Dómsmál Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Veiðum frestað eins lítið og unnt var Í minnisblaði matvælaráðherra um frestun veiða á langreyði segir að við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná markmiði ráðuneytisins um dýravelferð. Í niðurstöðum fagráðs segir þó að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert. Veiðum var frestað út ágúst, en venjan er að veiða hvali ekki mikið lengur en fram í miðjan september. 1. júlí 2023 11:32 „Verulega alvarleg áhrif á þetta ríkisstjórnarsamstarf“ Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist ekki vilja taka ríkisstjórnina af lífi í beinni útsendingu í morgun. Hann sagði þó að þau deilumál sem hafa komið upp að undanförnu væru að hafa verulega alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júní 2023 11:45 Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Veiðum frestað eins lítið og unnt var Í minnisblaði matvælaráðherra um frestun veiða á langreyði segir að við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná markmiði ráðuneytisins um dýravelferð. Í niðurstöðum fagráðs segir þó að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert. Veiðum var frestað út ágúst, en venjan er að veiða hvali ekki mikið lengur en fram í miðjan september. 1. júlí 2023 11:32
„Verulega alvarleg áhrif á þetta ríkisstjórnarsamstarf“ Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist ekki vilja taka ríkisstjórnina af lífi í beinni útsendingu í morgun. Hann sagði þó að þau deilumál sem hafa komið upp að undanförnu væru að hafa verulega alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júní 2023 11:45
Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent