Stoltenberg stýrir NATO áfram Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2023 10:11 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagins. AP/Olivier Matthys Jens Stoltenberg stýrir Atlantshafsbandalaginu (NATO) áfram næsta árið. Þetta er i þriðja skiptið sem framkvæmdastjóratíð Stoltenberg er framlengd hjá sambandinu en hann hefur gegnt embættinu í níu ár. Upphaflega átti Stoltenberg að láta af embætti í september en ákveðið var að bíða með breytingar í ljósi innrásar Rússa í Úkraínu. Endurnýjunin nú þýðir að hann gegnir starfinu áfram til 1. október 2024. Stoltenberg, sem er fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, sagðist upp með sér yfir ákvörðun aðildarríkjanna um að framlengja samning hans sem framkvæmdastjóra í tísti í dag. „Tengsl Evrópu og Norður-Ameríku yfir Atlantshafið hafa tryggt frelsi okkar og öryggi í nærri því 75 ár og í hættulegri heimi er bandalag okkar mikilvægara en nokkru sinni fyrr,“ tísti Stoltenberg. Honoured by #NATO Allies' decision to extend my term as Secretary General until 1 October 2024. The transatlantic bond between Europe & North America has ensured our freedom & security for nearly 75 years, and in a more dangerous world, our Alliance is more important than ever.— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) July 4, 2023 AP-fréttastofan segir að til hafi staðið að tilnefna eftirmann Stoltenberg á leiðtogafundi NATO í Litháen í næstu viku. Aðildarríkjunum hafi hins vegar ekki tekist að koma sér saman um hver það ætti að vera. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands og Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, voru nefnd sem mögulegir arftakar Stoltenberg. Stoltenberg tók við framvæmdastjórastólnum árið 2014. Hann er næstþaulsetnasti framkvæmdastjóri NATO á eftir Joseph Luns, fyrrverandi utanríkisráðherra Hollands, sem gegndi starfinu í tæp þrettán ár frá 1971. Fréttin hefur verið uppfærð. NATO Noregur Tengdar fréttir Aðildarríkin vilja Stoltenberg áfram en hann virðist tregur til Öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins eru sögð hafa verið sammála um að fara þess á leit við Jens Stoltenberg að hann verði áfram framkvæmdastjóri bandalagsins. 28. júní 2023 11:14 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira
Upphaflega átti Stoltenberg að láta af embætti í september en ákveðið var að bíða með breytingar í ljósi innrásar Rússa í Úkraínu. Endurnýjunin nú þýðir að hann gegnir starfinu áfram til 1. október 2024. Stoltenberg, sem er fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, sagðist upp með sér yfir ákvörðun aðildarríkjanna um að framlengja samning hans sem framkvæmdastjóra í tísti í dag. „Tengsl Evrópu og Norður-Ameríku yfir Atlantshafið hafa tryggt frelsi okkar og öryggi í nærri því 75 ár og í hættulegri heimi er bandalag okkar mikilvægara en nokkru sinni fyrr,“ tísti Stoltenberg. Honoured by #NATO Allies' decision to extend my term as Secretary General until 1 October 2024. The transatlantic bond between Europe & North America has ensured our freedom & security for nearly 75 years, and in a more dangerous world, our Alliance is more important than ever.— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) July 4, 2023 AP-fréttastofan segir að til hafi staðið að tilnefna eftirmann Stoltenberg á leiðtogafundi NATO í Litháen í næstu viku. Aðildarríkjunum hafi hins vegar ekki tekist að koma sér saman um hver það ætti að vera. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands og Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, voru nefnd sem mögulegir arftakar Stoltenberg. Stoltenberg tók við framvæmdastjórastólnum árið 2014. Hann er næstþaulsetnasti framkvæmdastjóri NATO á eftir Joseph Luns, fyrrverandi utanríkisráðherra Hollands, sem gegndi starfinu í tæp þrettán ár frá 1971. Fréttin hefur verið uppfærð.
NATO Noregur Tengdar fréttir Aðildarríkin vilja Stoltenberg áfram en hann virðist tregur til Öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins eru sögð hafa verið sammála um að fara þess á leit við Jens Stoltenberg að hann verði áfram framkvæmdastjóri bandalagsins. 28. júní 2023 11:14 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira
Aðildarríkin vilja Stoltenberg áfram en hann virðist tregur til Öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins eru sögð hafa verið sammála um að fara þess á leit við Jens Stoltenberg að hann verði áfram framkvæmdastjóri bandalagsins. 28. júní 2023 11:14