Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum í Laugardalnum í gærkvöldi.
Katla skoraði þriðja markið og lagði upp annað markið með frábærri stoðsendingu. Katla var mjög ágangshörð í leiknum og oft nálægt því að bæta við fleiri mörkum. Hún reyndi alls sjö skot í leiknum.
Það hafa verið fréttir af jarðskjálftum og látum í Kötlu í Mýrdalsjökli en Katla minnti líka á sig í Laugardalnum í gærkvöldi.
Katherine Amanda Cousins skoraði fyrsta markið með skutluskalla á 32. mínútu eftir fyrirgjöf frá Sæunni Björnsdóttur.
Freyja Karín Þorvarðardóttir kom Þrótti í 2-0 í uppbótatíma fyrri hálfleiks eftir snilldarstungusendingu frá Kötlu.
Katla innsiglaði síðan sjálf sigurinn í uppbótatíma leiksins eftir að hafa fengið stungusendingu frá Sierru Marie Leli.
Katla er nú komin með þrjú mörk og fjórar stoðsendingar í Bestu deildinni í sumar.
Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum í gærkvöldi.