Mikil breyting á gjaldskyldu í haust Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2023 22:04 Rakel Elíasdóttir er deildarstjóri hjá Bílastæðasjóði. Vísir/Einar Mikil breyting verður á gjaldskyldu á bílastæðum miðborgarinnar í haust þegar gjalddtaka verður tekinn upp á sunnudögum og til klukkan níu á kvöldin alla daga. Einnig er brugðist við því hversu margir leggja lengi í stæðunum með því setja hámark á tímalengdina og hækka tímagjaldið. Tillaga um breytingar á fyrirkomulagi gjaldtöku fyrir bílastæði í Reykjavík var samþykkt og staðfest fyrir helgi. Hún felur meðal annars í sér að gjald á gjaldsvæði númer 1 hækkar úr 430 krónum í 600 krónur, og gjaldtökutími lengist. Auk verðhækkunar á svæði eitt, verður gjaldtökutíminn á svæðum eitt og tvö, sem eru rauð og blá á skýringarmyndinni hér að neðan, lengdur til klukkan níu á kvöldin, bæði á virkum dögum og um helgar. Eins verður settur á hámarkstími upp á þrjár klukkustundir á gjaldsvæði eitt. Þá hefur gjaldskylda verið afnumin á gjaldsvæði þrjú, sem er grænt á myndinni. Svona skiptast gjaldsvæðin í Reykjavík. Eina verðbreytingin sem verður í haust er á gjaldsvæði 1, þegar klukkustundargjaldið hækkar um 170 krónur. Vísir/Hjalti Þótt breytingin hafi þegar verið samþykkt og staðfest mun hún ekki taka gildi fyrr en ný auglýsing um gjaldskyldu hefur verið birt í stjórnartíðindum, samkvæmt formanni skipulags- og umhverfisráðs er ekki útlit fyrir að það verði að veruleika fyrr en með haustinu. Deildarstjóri hjá bílastæðasjóði segir breytinguna aðeins byggða á gögnum sem fáist eftir reglulegar talningar. „Og ef nýting fer yfir ákveðna prósentu, 85 prósent, þá eru lagðar til breytingar. Annað hvort til hækkunar eða breytingar á gjaldsvæðum. Að sama skapi, ef nýting fer undir 60 prósent, þá eru líka skoðaðar breytingar í hina áttina,“ segir Rakel Elíasdóttir, deildarstjóri reksturs Bílastæðasjóðs. Dýrustu stæðin í Köben Gögnin sýni að bílastæði í miðbænum hafi verið mikið nýtt að undanförnu. „Þeir sem leggja til lengri tíma, við viljum hvetja þá til að leggja í bílahúsin okkar eða í öðrum svæðum þar sem er minni ásókn í stæði.“ Þegar nýja verðið á svæði eitt, svæðinu þar sem dýrast er að leggja, er borið saman við nágrannahöfuðborgir Íslands á gengi dagsins í dag kemur í ljós að bílastæði í Reykjavík eru ódýrari en í Stokkhólmi, Ósló og Kaupmannahöfn. Dýrast er að leggja á dýrasta svæðinu í Kaupmannahöfn, þar sem klukkustundin á dýrasta svæðinu kostar 819 krónur. Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að bílastæði væru ódýrari í Ósló og Stokkhólmi en í Reykjavík. Það hefur nú verið leiðrétt. Samgöngur Reykjavík Bílastæði Tengdar fréttir Lengri gjaldskylda og sunnudagar ekki lengur ókeypis Tillaga um að hækka bílastæðagjöld í Reykjavíkurborg hefur verið samþykkt og staðfest. Breytingarnar fela í sér fjörutíu prósent hækkun á dýrasta svæðinu. Þá verður gjaldskylda sums staðar lengra fram á kvöld. Engin gjaldskylda á sunnudögum mun heyra sögunni til. 29. júní 2023 15:40 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Sjá meira
Tillaga um breytingar á fyrirkomulagi gjaldtöku fyrir bílastæði í Reykjavík var samþykkt og staðfest fyrir helgi. Hún felur meðal annars í sér að gjald á gjaldsvæði númer 1 hækkar úr 430 krónum í 600 krónur, og gjaldtökutími lengist. Auk verðhækkunar á svæði eitt, verður gjaldtökutíminn á svæðum eitt og tvö, sem eru rauð og blá á skýringarmyndinni hér að neðan, lengdur til klukkan níu á kvöldin, bæði á virkum dögum og um helgar. Eins verður settur á hámarkstími upp á þrjár klukkustundir á gjaldsvæði eitt. Þá hefur gjaldskylda verið afnumin á gjaldsvæði þrjú, sem er grænt á myndinni. Svona skiptast gjaldsvæðin í Reykjavík. Eina verðbreytingin sem verður í haust er á gjaldsvæði 1, þegar klukkustundargjaldið hækkar um 170 krónur. Vísir/Hjalti Þótt breytingin hafi þegar verið samþykkt og staðfest mun hún ekki taka gildi fyrr en ný auglýsing um gjaldskyldu hefur verið birt í stjórnartíðindum, samkvæmt formanni skipulags- og umhverfisráðs er ekki útlit fyrir að það verði að veruleika fyrr en með haustinu. Deildarstjóri hjá bílastæðasjóði segir breytinguna aðeins byggða á gögnum sem fáist eftir reglulegar talningar. „Og ef nýting fer yfir ákveðna prósentu, 85 prósent, þá eru lagðar til breytingar. Annað hvort til hækkunar eða breytingar á gjaldsvæðum. Að sama skapi, ef nýting fer undir 60 prósent, þá eru líka skoðaðar breytingar í hina áttina,“ segir Rakel Elíasdóttir, deildarstjóri reksturs Bílastæðasjóðs. Dýrustu stæðin í Köben Gögnin sýni að bílastæði í miðbænum hafi verið mikið nýtt að undanförnu. „Þeir sem leggja til lengri tíma, við viljum hvetja þá til að leggja í bílahúsin okkar eða í öðrum svæðum þar sem er minni ásókn í stæði.“ Þegar nýja verðið á svæði eitt, svæðinu þar sem dýrast er að leggja, er borið saman við nágrannahöfuðborgir Íslands á gengi dagsins í dag kemur í ljós að bílastæði í Reykjavík eru ódýrari en í Stokkhólmi, Ósló og Kaupmannahöfn. Dýrast er að leggja á dýrasta svæðinu í Kaupmannahöfn, þar sem klukkustundin á dýrasta svæðinu kostar 819 krónur. Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að bílastæði væru ódýrari í Ósló og Stokkhólmi en í Reykjavík. Það hefur nú verið leiðrétt.
Samgöngur Reykjavík Bílastæði Tengdar fréttir Lengri gjaldskylda og sunnudagar ekki lengur ókeypis Tillaga um að hækka bílastæðagjöld í Reykjavíkurborg hefur verið samþykkt og staðfest. Breytingarnar fela í sér fjörutíu prósent hækkun á dýrasta svæðinu. Þá verður gjaldskylda sums staðar lengra fram á kvöld. Engin gjaldskylda á sunnudögum mun heyra sögunni til. 29. júní 2023 15:40 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Sjá meira
Lengri gjaldskylda og sunnudagar ekki lengur ókeypis Tillaga um að hækka bílastæðagjöld í Reykjavíkurborg hefur verið samþykkt og staðfest. Breytingarnar fela í sér fjörutíu prósent hækkun á dýrasta svæðinu. Þá verður gjaldskylda sums staðar lengra fram á kvöld. Engin gjaldskylda á sunnudögum mun heyra sögunni til. 29. júní 2023 15:40