Mikil breyting á gjaldskyldu í haust Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2023 22:04 Rakel Elíasdóttir er deildarstjóri hjá Bílastæðasjóði. Vísir/Einar Mikil breyting verður á gjaldskyldu á bílastæðum miðborgarinnar í haust þegar gjalddtaka verður tekinn upp á sunnudögum og til klukkan níu á kvöldin alla daga. Einnig er brugðist við því hversu margir leggja lengi í stæðunum með því setja hámark á tímalengdina og hækka tímagjaldið. Tillaga um breytingar á fyrirkomulagi gjaldtöku fyrir bílastæði í Reykjavík var samþykkt og staðfest fyrir helgi. Hún felur meðal annars í sér að gjald á gjaldsvæði númer 1 hækkar úr 430 krónum í 600 krónur, og gjaldtökutími lengist. Auk verðhækkunar á svæði eitt, verður gjaldtökutíminn á svæðum eitt og tvö, sem eru rauð og blá á skýringarmyndinni hér að neðan, lengdur til klukkan níu á kvöldin, bæði á virkum dögum og um helgar. Eins verður settur á hámarkstími upp á þrjár klukkustundir á gjaldsvæði eitt. Þá hefur gjaldskylda verið afnumin á gjaldsvæði þrjú, sem er grænt á myndinni. Svona skiptast gjaldsvæðin í Reykjavík. Eina verðbreytingin sem verður í haust er á gjaldsvæði 1, þegar klukkustundargjaldið hækkar um 170 krónur. Vísir/Hjalti Þótt breytingin hafi þegar verið samþykkt og staðfest mun hún ekki taka gildi fyrr en ný auglýsing um gjaldskyldu hefur verið birt í stjórnartíðindum, samkvæmt formanni skipulags- og umhverfisráðs er ekki útlit fyrir að það verði að veruleika fyrr en með haustinu. Deildarstjóri hjá bílastæðasjóði segir breytinguna aðeins byggða á gögnum sem fáist eftir reglulegar talningar. „Og ef nýting fer yfir ákveðna prósentu, 85 prósent, þá eru lagðar til breytingar. Annað hvort til hækkunar eða breytingar á gjaldsvæðum. Að sama skapi, ef nýting fer undir 60 prósent, þá eru líka skoðaðar breytingar í hina áttina,“ segir Rakel Elíasdóttir, deildarstjóri reksturs Bílastæðasjóðs. Dýrustu stæðin í Köben Gögnin sýni að bílastæði í miðbænum hafi verið mikið nýtt að undanförnu. „Þeir sem leggja til lengri tíma, við viljum hvetja þá til að leggja í bílahúsin okkar eða í öðrum svæðum þar sem er minni ásókn í stæði.“ Þegar nýja verðið á svæði eitt, svæðinu þar sem dýrast er að leggja, er borið saman við nágrannahöfuðborgir Íslands á gengi dagsins í dag kemur í ljós að bílastæði í Reykjavík eru ódýrari en í Stokkhólmi, Ósló og Kaupmannahöfn. Dýrast er að leggja á dýrasta svæðinu í Kaupmannahöfn, þar sem klukkustundin á dýrasta svæðinu kostar 819 krónur. Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að bílastæði væru ódýrari í Ósló og Stokkhólmi en í Reykjavík. Það hefur nú verið leiðrétt. Samgöngur Reykjavík Bílastæði Tengdar fréttir Lengri gjaldskylda og sunnudagar ekki lengur ókeypis Tillaga um að hækka bílastæðagjöld í Reykjavíkurborg hefur verið samþykkt og staðfest. Breytingarnar fela í sér fjörutíu prósent hækkun á dýrasta svæðinu. Þá verður gjaldskylda sums staðar lengra fram á kvöld. Engin gjaldskylda á sunnudögum mun heyra sögunni til. 29. júní 2023 15:40 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Tillaga um breytingar á fyrirkomulagi gjaldtöku fyrir bílastæði í Reykjavík var samþykkt og staðfest fyrir helgi. Hún felur meðal annars í sér að gjald á gjaldsvæði númer 1 hækkar úr 430 krónum í 600 krónur, og gjaldtökutími lengist. Auk verðhækkunar á svæði eitt, verður gjaldtökutíminn á svæðum eitt og tvö, sem eru rauð og blá á skýringarmyndinni hér að neðan, lengdur til klukkan níu á kvöldin, bæði á virkum dögum og um helgar. Eins verður settur á hámarkstími upp á þrjár klukkustundir á gjaldsvæði eitt. Þá hefur gjaldskylda verið afnumin á gjaldsvæði þrjú, sem er grænt á myndinni. Svona skiptast gjaldsvæðin í Reykjavík. Eina verðbreytingin sem verður í haust er á gjaldsvæði 1, þegar klukkustundargjaldið hækkar um 170 krónur. Vísir/Hjalti Þótt breytingin hafi þegar verið samþykkt og staðfest mun hún ekki taka gildi fyrr en ný auglýsing um gjaldskyldu hefur verið birt í stjórnartíðindum, samkvæmt formanni skipulags- og umhverfisráðs er ekki útlit fyrir að það verði að veruleika fyrr en með haustinu. Deildarstjóri hjá bílastæðasjóði segir breytinguna aðeins byggða á gögnum sem fáist eftir reglulegar talningar. „Og ef nýting fer yfir ákveðna prósentu, 85 prósent, þá eru lagðar til breytingar. Annað hvort til hækkunar eða breytingar á gjaldsvæðum. Að sama skapi, ef nýting fer undir 60 prósent, þá eru líka skoðaðar breytingar í hina áttina,“ segir Rakel Elíasdóttir, deildarstjóri reksturs Bílastæðasjóðs. Dýrustu stæðin í Köben Gögnin sýni að bílastæði í miðbænum hafi verið mikið nýtt að undanförnu. „Þeir sem leggja til lengri tíma, við viljum hvetja þá til að leggja í bílahúsin okkar eða í öðrum svæðum þar sem er minni ásókn í stæði.“ Þegar nýja verðið á svæði eitt, svæðinu þar sem dýrast er að leggja, er borið saman við nágrannahöfuðborgir Íslands á gengi dagsins í dag kemur í ljós að bílastæði í Reykjavík eru ódýrari en í Stokkhólmi, Ósló og Kaupmannahöfn. Dýrast er að leggja á dýrasta svæðinu í Kaupmannahöfn, þar sem klukkustundin á dýrasta svæðinu kostar 819 krónur. Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að bílastæði væru ódýrari í Ósló og Stokkhólmi en í Reykjavík. Það hefur nú verið leiðrétt.
Samgöngur Reykjavík Bílastæði Tengdar fréttir Lengri gjaldskylda og sunnudagar ekki lengur ókeypis Tillaga um að hækka bílastæðagjöld í Reykjavíkurborg hefur verið samþykkt og staðfest. Breytingarnar fela í sér fjörutíu prósent hækkun á dýrasta svæðinu. Þá verður gjaldskylda sums staðar lengra fram á kvöld. Engin gjaldskylda á sunnudögum mun heyra sögunni til. 29. júní 2023 15:40 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Lengri gjaldskylda og sunnudagar ekki lengur ókeypis Tillaga um að hækka bílastæðagjöld í Reykjavíkurborg hefur verið samþykkt og staðfest. Breytingarnar fela í sér fjörutíu prósent hækkun á dýrasta svæðinu. Þá verður gjaldskylda sums staðar lengra fram á kvöld. Engin gjaldskylda á sunnudögum mun heyra sögunni til. 29. júní 2023 15:40