Blikar lögðu Tre Penne frá San Marínó og svartfellska liðið Budućnost Podgorica að velli í fyrstu umferðum forkeppninnar og höluðu þar inn 0,666 stigum.
Ísland er þar af leiðandi í 45. sæti á styrkleikalistanum og skýtur Lúxemborg og Georgíu ref fyrir rass.
Winning both games at the Champions League - Preliminary round tournament, Breiðablik brought Iceland 0.666 association coefficient points.
— UEFA Rankings (@UefaRankings) July 1, 2023
With these points, Iceland overtook both Luxembourg and Georgia and moved up to 45th place in the UEFA Country Ranking. Great improvement. pic.twitter.com/CEK6ayVFOM
Breiðblik mun mæta írska liðinu Shamrock Rovers heima og að heiman dagana 11. júlí og 18. eða 19. júlí næstkomandi í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar.
Sigurliðið í þeim leik mun svo mæta FC Köbenhavn í næstu umferð undankeppninnar. Með Kaupmannahafnarliðinu leika Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson, sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Blikaliðsins.