Allir bestu hestar og knapar landsins eru nú á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. júlí 2023 20:31 Verðlaunagripirnir eru glæsilegir á Íslandsmótinu og eftirsóttir af knöpum mótsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrstu Íslandsmeistararnir í skeiði fyrir árið 2023 voru krýndir í dag á Íslandsmótinu í hestaíþróttum, sem fer nú fram á Selfossi en þar eru nú allir bestu hestar og knapar landsins staddir. Mótið hófst á miðvikudaginn og því líkur síðdegis á morgun. Allar aðstæður á svæðinu eru til mikillar fyrirmyndar. „Mótið er mjög sterkt og það ræðast bara á morgun hjá okkur hvernig þetta fer allt saman, það er allt opið og ofboðsleg gæði hérna. Á morgun eru sem sagt A – úrslit í öllum greinum, sem sagt hringvallargreinum,“ segir Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri mótsins. Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri mótsins, sem er kampakátur með mótið og hvernig til hefur tekist fram að þessu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslandsmeistarar í kappreiðaskeiði og gæðingaskeiði voru verðlaunaðir í dag þar sem Konráð Valur Sveinsson sópaði til sín verðlaunum á Kastor og Tangó. „Já, ég er búin að vera Íslandsmeistari í 250 metra skeiði 2018, 2019, 2020, 2021 og núna 2023. Þetta eru bara náttúrulega algjörir gæðingar, sem ég er með, hátt dæmdir fyrstu verðlauna graðhestar báðir með 10 fyrir skeið,“ segir Konráð Valur. Konráð Valur Sveinsson skeiðknapi og Íslandsmeistari með gæðingana sína, sem báðir hafa fengið 10.0 fyrir skeið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Elvar Þormarsson varð Íslandsmeistari í gæðingaskeiði þriðja árið í röð á hryssunni Fjalla Dís 9. vetra, sem er búið að selja til Danmerkur. „Þetta er frábært, algjörlega frábært. Þessi hryssa er algjörlega einstök enda hugsa ég að margir væru búnir að ná þessu ef þeir hefðu verið með hana. Þetta er allt henni að þakka, það er nú bara þannig,“ segir Elvar. Elvar Þormarsson skeiðknapi og Íslandsmeistari í gæðingaskeiði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Sigrún Högna Tómasdóttir gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í 150 metra á skeiði á 21 vetra hesti, Funa frá Hofi „Þessi hestur er alveg einstakur, þetta er algjör meistari, maður getur ekki fundið betri hest, það sést alveg á honum hvað hann er einstakur,“ segir Sigrún. Sigrún Högna Tómasdóttir skeiðknapi og ÍslandsmeistariMagnús Hlynur Hreiðarsson Sigurbjörn Bárðarson, landsliðsþjálfari fær það erfiða hlutverk að velja knapa eftir Íslandsmótið í íslenska landsliðið í hestaíþróttum, sem munu keppa á heimsleikum íslenska hestsins í Hollandi í ágúst. „Maður er þungt hugsi og liggur lon og don undir felldi en þetta er erfitt, það eru svo margir góðir,“ segir Sigurbjörn. Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari, sem velur í íslenska landsliðið í kjölfar mótsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Hestar Hestaíþróttir Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Mótið hófst á miðvikudaginn og því líkur síðdegis á morgun. Allar aðstæður á svæðinu eru til mikillar fyrirmyndar. „Mótið er mjög sterkt og það ræðast bara á morgun hjá okkur hvernig þetta fer allt saman, það er allt opið og ofboðsleg gæði hérna. Á morgun eru sem sagt A – úrslit í öllum greinum, sem sagt hringvallargreinum,“ segir Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri mótsins. Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri mótsins, sem er kampakátur með mótið og hvernig til hefur tekist fram að þessu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslandsmeistarar í kappreiðaskeiði og gæðingaskeiði voru verðlaunaðir í dag þar sem Konráð Valur Sveinsson sópaði til sín verðlaunum á Kastor og Tangó. „Já, ég er búin að vera Íslandsmeistari í 250 metra skeiði 2018, 2019, 2020, 2021 og núna 2023. Þetta eru bara náttúrulega algjörir gæðingar, sem ég er með, hátt dæmdir fyrstu verðlauna graðhestar báðir með 10 fyrir skeið,“ segir Konráð Valur. Konráð Valur Sveinsson skeiðknapi og Íslandsmeistari með gæðingana sína, sem báðir hafa fengið 10.0 fyrir skeið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Elvar Þormarsson varð Íslandsmeistari í gæðingaskeiði þriðja árið í röð á hryssunni Fjalla Dís 9. vetra, sem er búið að selja til Danmerkur. „Þetta er frábært, algjörlega frábært. Þessi hryssa er algjörlega einstök enda hugsa ég að margir væru búnir að ná þessu ef þeir hefðu verið með hana. Þetta er allt henni að þakka, það er nú bara þannig,“ segir Elvar. Elvar Þormarsson skeiðknapi og Íslandsmeistari í gæðingaskeiði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Sigrún Högna Tómasdóttir gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í 150 metra á skeiði á 21 vetra hesti, Funa frá Hofi „Þessi hestur er alveg einstakur, þetta er algjör meistari, maður getur ekki fundið betri hest, það sést alveg á honum hvað hann er einstakur,“ segir Sigrún. Sigrún Högna Tómasdóttir skeiðknapi og ÍslandsmeistariMagnús Hlynur Hreiðarsson Sigurbjörn Bárðarson, landsliðsþjálfari fær það erfiða hlutverk að velja knapa eftir Íslandsmótið í íslenska landsliðið í hestaíþróttum, sem munu keppa á heimsleikum íslenska hestsins í Hollandi í ágúst. „Maður er þungt hugsi og liggur lon og don undir felldi en þetta er erfitt, það eru svo margir góðir,“ segir Sigurbjörn. Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari, sem velur í íslenska landsliðið í kjölfar mótsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Hestar Hestaíþróttir Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira