Hæstiréttur Íslands segir kynmisræmi sjúkdóm Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 1. júlí 2023 08:30 Kynmisræmi er sjúkdómur samkvæmt dómi Hæstaréttar Íslands frá 28. júní 2023, sem sneri við dómi Landsréttar frá 4. nóvember 2022. Þar komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur, meðal annars á grundvelli laga um kynrænt sjálfræði, og fjarvistir frá vinnu vegna tengdra læknisaðgerða því ekki greiðsluskyldar af hálfu atvinnurekanda. Niðurstaða Hæstaréttar byggir á gamaldags viðhorfum og er í hrópandi mótsögn við baráttu transfólks sem hefur um árabil leitast eftir að viðurkennt sé að þau séu ekki haldin sjúkdómi og þurfi ekki atbeina heilbrigðisstarfsfólks til viðurkenningar á kynvitund sinni. Niðurstaðan gengur einnig þvert á uppfært greiningarkerfi Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem hefur fellt kynmisræmi af lista yfir sjúkdóma. Nágrannaþjóðir okkar hafa einnig flestar stigið það skref að skilgreina kynmisræmi ekki sem sjúkdóm. Í málinu, sem rekið var af VR fyrir hönd félagsmanns, var deilt um rétt til launa í skipulögðu leyfi transmanns vegna brjóstnámsaðgerðar sem hann fór í. Skilyrði veikindaréttar samkvæmt lögum og kjarasamningum og forsenda réttar til greiðslu veikindalauna af hálfu atvinnurekanda er að starfsmaður teljist hafa verið orðinn óvinnufær vegna sjúkdóms eða slyss. Hæstiréttur á villigötum Í dómi Hæstaréttar er vísað til þess að tilgangur laga um kynrænt sjálfræði hafi ekki verið sá að skerða réttindi transfólks og er niðurstöðu Landsréttar um að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur hafnað. Ekki er hægt að taka undir það sjónarmið, enda byggir sú ályktun á þeirri röngu forsendu að kynmisræmi hafi áður verið greiðsluskyldur sjúkdómur. Kynmisræmi var fyrst skilgreint sem geðsjúkdómur árið 1992. Nú er hins vegar samdóma álit að kynmisræmi hafi aldrei verið sjúkdómur, líkt og samkynhneigð sem eitt sinn var flokkuð sem sjúkdómur en í dag myndi enginn halda slíku fram. Það er óforsvaranlegt að Hæstiréttur Íslands gangi út frá því að öll sem upplifað hafa kynmisræmi í áranna rás hafi verið haldin geðsjúkdómi. Lögin um kynrænt sjálfræði byggja á þeirri þróun sem átt hefur sér stað í átt að viðurkenningu þeirrar staðreyndar að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur en lögin tryggja hins vegar aðgengi þessa hóps að heilbrigðiskerfinu. Hæstiréttur nefnir að kynmisræmi geti valdið kynama sem kunni að hafa í för með sér vanlíðan sem leitt geti til þunglyndis, kvíða og félagslegrar einangrunar. Því er ekki mótmælt en í þessu máli var ekki um slíkt að ræða. Enn fremur nefnir Hæstiréttur að slík vanlíðan geti orsakað sjálfsvíg. Af niðurstöðu réttarins má ætla að þó starfsmaðurinn hafi ekki glímt við andleg veikindi hafi aðgerðin verið til að koma í veg fyrir hugsanlegt sjálfsvíg starfsmannsins í framtíðinni. Það er forvitnilegt að vita meira um þessa vegferð sem Hæstiréttur Íslands er á. Einstaklingar sem upplifa kynmisræmi eiga hins vegar ekki að þurfa að vera tekjulausir í fjarvistum sínum kjósi þeir að gangast undir aðgerðir til að breyta líkama sínum svo hann falli betur að kynvitund þeirra. Þrátt fyrir að kjarasamningar og lög takmarki vissulega greiðslu veikindalauna frá atvinnurekendum við sjúkdóma og slys er hægt að sækja um greiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga sem hafa það hlutverk að styðja við sjóðsfélaga í fjarvistum sem atvinnurekendur greiða ekki. Sú leið sem Hæstiréttur kýs að feta, að byggja greiðslu veikindalauna á því að um sjúkdóm sé að ræða, bætir ekki stöðu transfólks á vinnumarkaði. Þvert á móti getur slík nálgun haft í för með sér frekari jaðarsetningu og skert atvinnuréttindi transfólks. Alþjóðastofnanir sem Ísland á aðild að, sem og nágrannaþjóðir okkar, hafa síðastliðin ár tekið af skarið í að skilgreina kynmisræmi ekki sem sjúkdóm. Sameinuðu þjóðirnar hafa fagnað því og telja það mikilvægt skref í átt að viðurkenningu mannréttinda tengdum kynvitund og kynjafjölbreytileika. Ástæðan er meðal annars hættan á frekari jaðarsetningu hópsins og aukinni mismunun í hans garð, sem getur fylgt slíkum sjúkdóms-stimpli. Hæstiréttur Íslands virðir þetta að vettugi í dómi sínum. Aftur á móti liggur fyrir að uppfært greiningakerfi WHO, þar sem kynmisræmi hefur verið fellt út af lista yfir sjúkdóma, verði innleitt hér á landi árið 2025. Samkvæmt umræddum dómi telur Hæstiréttur Íslands kynmisræmi vera sjúkdóm, en eftir eitt og hálft ár verði staðan önnur. Það ætti ef til vill betur við að segja "öldin önnur". Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA og með LLM-gráðu í alþjóðlegum mannréttindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Vinnumarkaður Hinsegin Maj-Britt Hjördís Briem Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Kynmisræmi er sjúkdómur samkvæmt dómi Hæstaréttar Íslands frá 28. júní 2023, sem sneri við dómi Landsréttar frá 4. nóvember 2022. Þar komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur, meðal annars á grundvelli laga um kynrænt sjálfræði, og fjarvistir frá vinnu vegna tengdra læknisaðgerða því ekki greiðsluskyldar af hálfu atvinnurekanda. Niðurstaða Hæstaréttar byggir á gamaldags viðhorfum og er í hrópandi mótsögn við baráttu transfólks sem hefur um árabil leitast eftir að viðurkennt sé að þau séu ekki haldin sjúkdómi og þurfi ekki atbeina heilbrigðisstarfsfólks til viðurkenningar á kynvitund sinni. Niðurstaðan gengur einnig þvert á uppfært greiningarkerfi Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem hefur fellt kynmisræmi af lista yfir sjúkdóma. Nágrannaþjóðir okkar hafa einnig flestar stigið það skref að skilgreina kynmisræmi ekki sem sjúkdóm. Í málinu, sem rekið var af VR fyrir hönd félagsmanns, var deilt um rétt til launa í skipulögðu leyfi transmanns vegna brjóstnámsaðgerðar sem hann fór í. Skilyrði veikindaréttar samkvæmt lögum og kjarasamningum og forsenda réttar til greiðslu veikindalauna af hálfu atvinnurekanda er að starfsmaður teljist hafa verið orðinn óvinnufær vegna sjúkdóms eða slyss. Hæstiréttur á villigötum Í dómi Hæstaréttar er vísað til þess að tilgangur laga um kynrænt sjálfræði hafi ekki verið sá að skerða réttindi transfólks og er niðurstöðu Landsréttar um að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur hafnað. Ekki er hægt að taka undir það sjónarmið, enda byggir sú ályktun á þeirri röngu forsendu að kynmisræmi hafi áður verið greiðsluskyldur sjúkdómur. Kynmisræmi var fyrst skilgreint sem geðsjúkdómur árið 1992. Nú er hins vegar samdóma álit að kynmisræmi hafi aldrei verið sjúkdómur, líkt og samkynhneigð sem eitt sinn var flokkuð sem sjúkdómur en í dag myndi enginn halda slíku fram. Það er óforsvaranlegt að Hæstiréttur Íslands gangi út frá því að öll sem upplifað hafa kynmisræmi í áranna rás hafi verið haldin geðsjúkdómi. Lögin um kynrænt sjálfræði byggja á þeirri þróun sem átt hefur sér stað í átt að viðurkenningu þeirrar staðreyndar að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur en lögin tryggja hins vegar aðgengi þessa hóps að heilbrigðiskerfinu. Hæstiréttur nefnir að kynmisræmi geti valdið kynama sem kunni að hafa í för með sér vanlíðan sem leitt geti til þunglyndis, kvíða og félagslegrar einangrunar. Því er ekki mótmælt en í þessu máli var ekki um slíkt að ræða. Enn fremur nefnir Hæstiréttur að slík vanlíðan geti orsakað sjálfsvíg. Af niðurstöðu réttarins má ætla að þó starfsmaðurinn hafi ekki glímt við andleg veikindi hafi aðgerðin verið til að koma í veg fyrir hugsanlegt sjálfsvíg starfsmannsins í framtíðinni. Það er forvitnilegt að vita meira um þessa vegferð sem Hæstiréttur Íslands er á. Einstaklingar sem upplifa kynmisræmi eiga hins vegar ekki að þurfa að vera tekjulausir í fjarvistum sínum kjósi þeir að gangast undir aðgerðir til að breyta líkama sínum svo hann falli betur að kynvitund þeirra. Þrátt fyrir að kjarasamningar og lög takmarki vissulega greiðslu veikindalauna frá atvinnurekendum við sjúkdóma og slys er hægt að sækja um greiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga sem hafa það hlutverk að styðja við sjóðsfélaga í fjarvistum sem atvinnurekendur greiða ekki. Sú leið sem Hæstiréttur kýs að feta, að byggja greiðslu veikindalauna á því að um sjúkdóm sé að ræða, bætir ekki stöðu transfólks á vinnumarkaði. Þvert á móti getur slík nálgun haft í för með sér frekari jaðarsetningu og skert atvinnuréttindi transfólks. Alþjóðastofnanir sem Ísland á aðild að, sem og nágrannaþjóðir okkar, hafa síðastliðin ár tekið af skarið í að skilgreina kynmisræmi ekki sem sjúkdóm. Sameinuðu þjóðirnar hafa fagnað því og telja það mikilvægt skref í átt að viðurkenningu mannréttinda tengdum kynvitund og kynjafjölbreytileika. Ástæðan er meðal annars hættan á frekari jaðarsetningu hópsins og aukinni mismunun í hans garð, sem getur fylgt slíkum sjúkdóms-stimpli. Hæstiréttur Íslands virðir þetta að vettugi í dómi sínum. Aftur á móti liggur fyrir að uppfært greiningakerfi WHO, þar sem kynmisræmi hefur verið fellt út af lista yfir sjúkdóma, verði innleitt hér á landi árið 2025. Samkvæmt umræddum dómi telur Hæstiréttur Íslands kynmisræmi vera sjúkdóm, en eftir eitt og hálft ár verði staðan önnur. Það ætti ef til vill betur við að segja "öldin önnur". Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA og með LLM-gráðu í alþjóðlegum mannréttindum.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun