Hæstiréttur Íslands segir kynmisræmi sjúkdóm Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 1. júlí 2023 08:30 Kynmisræmi er sjúkdómur samkvæmt dómi Hæstaréttar Íslands frá 28. júní 2023, sem sneri við dómi Landsréttar frá 4. nóvember 2022. Þar komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur, meðal annars á grundvelli laga um kynrænt sjálfræði, og fjarvistir frá vinnu vegna tengdra læknisaðgerða því ekki greiðsluskyldar af hálfu atvinnurekanda. Niðurstaða Hæstaréttar byggir á gamaldags viðhorfum og er í hrópandi mótsögn við baráttu transfólks sem hefur um árabil leitast eftir að viðurkennt sé að þau séu ekki haldin sjúkdómi og þurfi ekki atbeina heilbrigðisstarfsfólks til viðurkenningar á kynvitund sinni. Niðurstaðan gengur einnig þvert á uppfært greiningarkerfi Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem hefur fellt kynmisræmi af lista yfir sjúkdóma. Nágrannaþjóðir okkar hafa einnig flestar stigið það skref að skilgreina kynmisræmi ekki sem sjúkdóm. Í málinu, sem rekið var af VR fyrir hönd félagsmanns, var deilt um rétt til launa í skipulögðu leyfi transmanns vegna brjóstnámsaðgerðar sem hann fór í. Skilyrði veikindaréttar samkvæmt lögum og kjarasamningum og forsenda réttar til greiðslu veikindalauna af hálfu atvinnurekanda er að starfsmaður teljist hafa verið orðinn óvinnufær vegna sjúkdóms eða slyss. Hæstiréttur á villigötum Í dómi Hæstaréttar er vísað til þess að tilgangur laga um kynrænt sjálfræði hafi ekki verið sá að skerða réttindi transfólks og er niðurstöðu Landsréttar um að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur hafnað. Ekki er hægt að taka undir það sjónarmið, enda byggir sú ályktun á þeirri röngu forsendu að kynmisræmi hafi áður verið greiðsluskyldur sjúkdómur. Kynmisræmi var fyrst skilgreint sem geðsjúkdómur árið 1992. Nú er hins vegar samdóma álit að kynmisræmi hafi aldrei verið sjúkdómur, líkt og samkynhneigð sem eitt sinn var flokkuð sem sjúkdómur en í dag myndi enginn halda slíku fram. Það er óforsvaranlegt að Hæstiréttur Íslands gangi út frá því að öll sem upplifað hafa kynmisræmi í áranna rás hafi verið haldin geðsjúkdómi. Lögin um kynrænt sjálfræði byggja á þeirri þróun sem átt hefur sér stað í átt að viðurkenningu þeirrar staðreyndar að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur en lögin tryggja hins vegar aðgengi þessa hóps að heilbrigðiskerfinu. Hæstiréttur nefnir að kynmisræmi geti valdið kynama sem kunni að hafa í för með sér vanlíðan sem leitt geti til þunglyndis, kvíða og félagslegrar einangrunar. Því er ekki mótmælt en í þessu máli var ekki um slíkt að ræða. Enn fremur nefnir Hæstiréttur að slík vanlíðan geti orsakað sjálfsvíg. Af niðurstöðu réttarins má ætla að þó starfsmaðurinn hafi ekki glímt við andleg veikindi hafi aðgerðin verið til að koma í veg fyrir hugsanlegt sjálfsvíg starfsmannsins í framtíðinni. Það er forvitnilegt að vita meira um þessa vegferð sem Hæstiréttur Íslands er á. Einstaklingar sem upplifa kynmisræmi eiga hins vegar ekki að þurfa að vera tekjulausir í fjarvistum sínum kjósi þeir að gangast undir aðgerðir til að breyta líkama sínum svo hann falli betur að kynvitund þeirra. Þrátt fyrir að kjarasamningar og lög takmarki vissulega greiðslu veikindalauna frá atvinnurekendum við sjúkdóma og slys er hægt að sækja um greiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga sem hafa það hlutverk að styðja við sjóðsfélaga í fjarvistum sem atvinnurekendur greiða ekki. Sú leið sem Hæstiréttur kýs að feta, að byggja greiðslu veikindalauna á því að um sjúkdóm sé að ræða, bætir ekki stöðu transfólks á vinnumarkaði. Þvert á móti getur slík nálgun haft í för með sér frekari jaðarsetningu og skert atvinnuréttindi transfólks. Alþjóðastofnanir sem Ísland á aðild að, sem og nágrannaþjóðir okkar, hafa síðastliðin ár tekið af skarið í að skilgreina kynmisræmi ekki sem sjúkdóm. Sameinuðu þjóðirnar hafa fagnað því og telja það mikilvægt skref í átt að viðurkenningu mannréttinda tengdum kynvitund og kynjafjölbreytileika. Ástæðan er meðal annars hættan á frekari jaðarsetningu hópsins og aukinni mismunun í hans garð, sem getur fylgt slíkum sjúkdóms-stimpli. Hæstiréttur Íslands virðir þetta að vettugi í dómi sínum. Aftur á móti liggur fyrir að uppfært greiningakerfi WHO, þar sem kynmisræmi hefur verið fellt út af lista yfir sjúkdóma, verði innleitt hér á landi árið 2025. Samkvæmt umræddum dómi telur Hæstiréttur Íslands kynmisræmi vera sjúkdóm, en eftir eitt og hálft ár verði staðan önnur. Það ætti ef til vill betur við að segja "öldin önnur". Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA og með LLM-gráðu í alþjóðlegum mannréttindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Vinnumarkaður Hinsegin Maj-Britt Hjördís Briem Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Kynmisræmi er sjúkdómur samkvæmt dómi Hæstaréttar Íslands frá 28. júní 2023, sem sneri við dómi Landsréttar frá 4. nóvember 2022. Þar komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur, meðal annars á grundvelli laga um kynrænt sjálfræði, og fjarvistir frá vinnu vegna tengdra læknisaðgerða því ekki greiðsluskyldar af hálfu atvinnurekanda. Niðurstaða Hæstaréttar byggir á gamaldags viðhorfum og er í hrópandi mótsögn við baráttu transfólks sem hefur um árabil leitast eftir að viðurkennt sé að þau séu ekki haldin sjúkdómi og þurfi ekki atbeina heilbrigðisstarfsfólks til viðurkenningar á kynvitund sinni. Niðurstaðan gengur einnig þvert á uppfært greiningarkerfi Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem hefur fellt kynmisræmi af lista yfir sjúkdóma. Nágrannaþjóðir okkar hafa einnig flestar stigið það skref að skilgreina kynmisræmi ekki sem sjúkdóm. Í málinu, sem rekið var af VR fyrir hönd félagsmanns, var deilt um rétt til launa í skipulögðu leyfi transmanns vegna brjóstnámsaðgerðar sem hann fór í. Skilyrði veikindaréttar samkvæmt lögum og kjarasamningum og forsenda réttar til greiðslu veikindalauna af hálfu atvinnurekanda er að starfsmaður teljist hafa verið orðinn óvinnufær vegna sjúkdóms eða slyss. Hæstiréttur á villigötum Í dómi Hæstaréttar er vísað til þess að tilgangur laga um kynrænt sjálfræði hafi ekki verið sá að skerða réttindi transfólks og er niðurstöðu Landsréttar um að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur hafnað. Ekki er hægt að taka undir það sjónarmið, enda byggir sú ályktun á þeirri röngu forsendu að kynmisræmi hafi áður verið greiðsluskyldur sjúkdómur. Kynmisræmi var fyrst skilgreint sem geðsjúkdómur árið 1992. Nú er hins vegar samdóma álit að kynmisræmi hafi aldrei verið sjúkdómur, líkt og samkynhneigð sem eitt sinn var flokkuð sem sjúkdómur en í dag myndi enginn halda slíku fram. Það er óforsvaranlegt að Hæstiréttur Íslands gangi út frá því að öll sem upplifað hafa kynmisræmi í áranna rás hafi verið haldin geðsjúkdómi. Lögin um kynrænt sjálfræði byggja á þeirri þróun sem átt hefur sér stað í átt að viðurkenningu þeirrar staðreyndar að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur en lögin tryggja hins vegar aðgengi þessa hóps að heilbrigðiskerfinu. Hæstiréttur nefnir að kynmisræmi geti valdið kynama sem kunni að hafa í för með sér vanlíðan sem leitt geti til þunglyndis, kvíða og félagslegrar einangrunar. Því er ekki mótmælt en í þessu máli var ekki um slíkt að ræða. Enn fremur nefnir Hæstiréttur að slík vanlíðan geti orsakað sjálfsvíg. Af niðurstöðu réttarins má ætla að þó starfsmaðurinn hafi ekki glímt við andleg veikindi hafi aðgerðin verið til að koma í veg fyrir hugsanlegt sjálfsvíg starfsmannsins í framtíðinni. Það er forvitnilegt að vita meira um þessa vegferð sem Hæstiréttur Íslands er á. Einstaklingar sem upplifa kynmisræmi eiga hins vegar ekki að þurfa að vera tekjulausir í fjarvistum sínum kjósi þeir að gangast undir aðgerðir til að breyta líkama sínum svo hann falli betur að kynvitund þeirra. Þrátt fyrir að kjarasamningar og lög takmarki vissulega greiðslu veikindalauna frá atvinnurekendum við sjúkdóma og slys er hægt að sækja um greiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga sem hafa það hlutverk að styðja við sjóðsfélaga í fjarvistum sem atvinnurekendur greiða ekki. Sú leið sem Hæstiréttur kýs að feta, að byggja greiðslu veikindalauna á því að um sjúkdóm sé að ræða, bætir ekki stöðu transfólks á vinnumarkaði. Þvert á móti getur slík nálgun haft í för með sér frekari jaðarsetningu og skert atvinnuréttindi transfólks. Alþjóðastofnanir sem Ísland á aðild að, sem og nágrannaþjóðir okkar, hafa síðastliðin ár tekið af skarið í að skilgreina kynmisræmi ekki sem sjúkdóm. Sameinuðu þjóðirnar hafa fagnað því og telja það mikilvægt skref í átt að viðurkenningu mannréttinda tengdum kynvitund og kynjafjölbreytileika. Ástæðan er meðal annars hættan á frekari jaðarsetningu hópsins og aukinni mismunun í hans garð, sem getur fylgt slíkum sjúkdóms-stimpli. Hæstiréttur Íslands virðir þetta að vettugi í dómi sínum. Aftur á móti liggur fyrir að uppfært greiningakerfi WHO, þar sem kynmisræmi hefur verið fellt út af lista yfir sjúkdóma, verði innleitt hér á landi árið 2025. Samkvæmt umræddum dómi telur Hæstiréttur Íslands kynmisræmi vera sjúkdóm, en eftir eitt og hálft ár verði staðan önnur. Það ætti ef til vill betur við að segja "öldin önnur". Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA og með LLM-gráðu í alþjóðlegum mannréttindum.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun