Furunes leikur í stöðu hægri skyttu og semur við Hauka til tveggja ára. Undanfarin tvö ár hefur hún leikið með Fredrikstad í Noregi. Þar áður lék hún með Volda í tvö ár en er alin upp hjá Bodo.
„Það er ánægjulegt að Ingeborg sem er 24 ára gömul skuli velja að koma til Hauka og takast á við nýjar áskoranir á sínum handboltaferli. Við bjóðum hana velkomna en það verður spennandi að fylgjast með henni í Haukabúningnum á næsta keppnistímabili,“ segir í tilkynningu Hauka.