Bronslið Íslands í „lífshættu“ í Egyptalandi: „Var svolítill hiti í þessu“ Aron Guðmundsson skrifar 1. júlí 2023 09:02 Aron Kristjánsson var hluti af u21 árs landsliði Íslands sem vann til bronsverðlauna á HM 1993 í Egyptalandi Vísir/Samsett mynd Aron Kristjánsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta var hluti af undir 21 árs liði Íslands sem vann til bronsverðlauna á HM í Egyptalandi fyrir þrjátíu árum síðan. Liðið, varð um leið það fyrsta í Íslandssögunni til þess að vinna til verðlauna í liðakeppni á heimsmeistaramóti. Núverandi undir 21 árs landslið Íslands stendur nú í sporum sem Aron, og fleiri goðsagnir í íslenskum handbolta stóðu í áður. Fram undan er leikur í undanúrslitum HM gegn Ungverjum síðar í dag og svo annað hvort leikur um brons- eða gullverðlaun á sunnudaginn kemur. Í viðtali við Stöð 2 og Vísi fór Aron yfir HM í Egyptalandi árið 1993, lið Íslands á þeim tíma sem og núverandi undir 21 árs landslið Íslands. Mikið lagt í liðið „Við vorum með mjög gott lið og sumarið 1993 var mjög skemmtilegt fyrir okkur. Það var lagt mikið í þetta undir 21 árs landslið þá vegna þess að þetta var mjög efnilegt lið. Sumarið var eins og ég segi mjög skemmtilegt. Við fórum út í æfingabúðir fyrir HM, spiluðum einnig á meistaramóti Norðurlandanna og urðum þar Norðurlandameistarar.“ Heimsmeistaramótið þetta árið var haldið í Egyptalandi og var um að ræða mikla lífsreynslu fyrir leikmenn undir 21 árs landsliðsins að halda út á það mót. Liðið var, auk Arons, skipað nú þekktum leikmönnum á borð við Ólaf Stefánsson, Sigfús Sigurðsson, Erling Richardsson, Dag Sigurðsson og Patrek Jóhannesson og þá var þjálfari liðsins Þorbergur Aðalsteinsson. „Þarna spiluðum við mjög gott heimsmeistaramót og enduðum í þriðja sæti, svekkelsið var hins vegar til staðar yfir því að við skyldum ekki vinna mótið,“ segir Aron. Undir 21 árs landslið Íslands sem vann bronsverðlaun á HM 1993 Og er það vel skiljanlegt. Íslenska landsliðið á þessum tíma spilaði mjög gott mót í Egyptalandi og vann alla leiki nema einn í sínum riðli. Tapið kom nokkuð óvænt á móti Rúmeníu eftir sigurleiki gegn Grikkjum sem og heimamönnum frá Egyptalandi og er sigurinn á móti Egyptum eftirminnilegur í huga Arons. Leikmenn í „lífshættu“ grýttir af áhorfendum í leikslok Leikurinn var spilaður fyrir framan tuttugu þúsund stuðningsmenn Egypta og segir Aron það hafa verið stórkostlega reynslu fyrir unga landsliðsmenn Íslands á þessum tíma. „Þetta var mikil reynsla fyrir okkur og það herðir menn aðeins að spila í svona umhverfi,“ segir Aron en leikmenn Íslands fengu þó að finna fyrir reiði Egypta í leikslok eftir að hafa borið sigur úr býtum. Í Dagblaðinu Vísi þann 14. september árið 1993 er skrifað: „Íslenska liðið hefur lent í ýmsu á mótinu. Á dögunum voru leikmenn og aðstandendur liðsins í lífshættu eftir sigurleik á heimamönnum, Egyptum. Þá var vatnsbrúsum fleygt í átt að leikmönnum íslenska liðsins undir lok leiksins og það þurfti að fá lögreglufylgd á hótelið að leik loknum til að komast undan æstum skrílnum.“ „Þarna voru um tuttugu þúsund áhorfendur á móti okkur og í lok leiks vorum við grýttir með vatnsflöskum og þurftum í kjölfarið að bíða inn í búningsklefanum í tæpar tvær klukkustundir á meðan að áhorfendur voru að koma sér frá höllinni. Þá voru þeir leikmenn, sem sátu fyrir utan hóp hjá okkur í leiknum, bara í hættu þar sem að þeir sátu upp í stúku og horfðu á. Rússarnir, sem sátu þá hjá og horfðu á leikinn úr stúkunni, ásamt okkar mönnum, klæddu þá í jakka og derhúfur af sér til þess að koma þeim undan skrílnum. Þá man ég einnig að Dagur Sigurðsson fékk að líta rauða spjaldið í leiknum og var hann í kjölfarið sendur upp í stúku. Hann rétt slapp til baka inn á völlinn. Það var svolítill hiti í þessu.“ Reglurnar okkur óhagstæðar Íslenska landsliðinu gekk vel í milliriðlum, vann alla sína leiki en þrátt fyrir að hafa jafn mörg stig og Egyptaland, auk þess sem liðið hafði unnið sinn leik gegn Egyptum, endaði Ísland í 2. sæti milliriðilsins sem gaf sæti í bronsleiknum. Egyptar hirtu toppsætið í milliriðlinum og mættu Dönum sem endaði einnig í toppsæti hins milliriðilsins. „Reglurnar voru aðeins öðruvísi á þessum tíma. Það var ekkert krossspil og heildar markatala gilti ef lið voru jöfn að stigum í riðlinum, ekki innbyrðis viðureignir. Við enduðum því í öðru sæti þrátt fyrir að hafa unnið Egyptana og spiluðum því við Rússland um bronsið en þeir enduðu í 2. sæti hins milliriðilsins.“ Heimfært á reglurnar sem eru í gildi í dag hefði staða íslenska liðsins orðið til þess að það hefði spilað í undanúrslitum gegn Dönum og Egyptar hefðu mætt Rússum. „Við höfðum, fyrir HM, unnið Dani nokkuð örugglega á meistaramóti Norðurlandanna. Þriðja sætið var niðurstaðan hjá okkur á HM þetta árið eftir sigur á Rússum en við unnum bæði liðin sem enduðu fyrir ofan okkur.“ Aron reyndist hetjan í bronsleiknum gegn Rússum þegar að hann skoraði flautumark í eins marks sigri. Eitt af toppliðum heimsins Hann segir íslenska liðið hafa tekið með sér mikla og góða reynslu frá mótinu. Það sama muni gilda um núverandi landslið. „Þetta eykur þessa alþjóðlegu reynslu og gerði okkur meðvitaða um að við værum eitt af toppliðunum í heiminum. Núverandi leikmenn landsliðsins geta nú verið meðvitaðir um að þeir eru eitt af topp landsliðum í heimi núna. Þegar að þeir svo eiga að taka við í A-landsliðinu, þá eigum við að vera með lið sem stendur mjög framarlega. Umboðsmenn, félög og svo framvegis eru að fylgjast með, þetta er því góður gluggi fyrir þessa leikmenn til þess að komast í atvinnumennsku.“‘ Leikmenn íslenska landsliðsins fagna sæti í undanúrslitum eftir sigur á Portúgal Mynd: IHF Hann hefur hrifist af spilamennsku Íslands á mótinu. „Þeir hafa verið mjög vaxandi í spilamennsku sinni og hafa spilað vel í þessum erfiðu leikjum á móti góðum andstæðingum. Þetta byrjaði erfiðlega í fyrsta leik en svo hafa þeir skilað sterkum frammistöðum. Ég hef trú á því að það sé góð helgi fram undan.“ Þjóðin gladdist Geturðu borið saman einhver einkenni þessa liðs við það sem vann til verðlauna fyrir 30 árum síðan? „Handboltinn hefur auðvitað breyst mikið undanfarna áratugi, hraðinn er orðinn meiri núna en við vorum með marga öfluga leikmenn á sínum tíma og það einkennir þetta núverandi landslið líka. Mér finnst breiddin í þessu liði góð, margir leikmenn eru í góðum hlutverkum í liðum í efstu deild hér heima og það var líka raunin hjá okkur á sínum tíma.“ Leikmenn hafi áttað sig á því á sínum tíma að þeir væru að standa sig vel sem lið í hópíþrótt. „Og það er alltaf gaman að ná svona árangri. 21 árs landsliðið er náttúrulega skrefinu neðar en A-landsliðið en samt sem áður fann maður fyrir því á þessum tíma hversu gott þetta var, fyrir okkur sem þjóð, að vinna til verðlauna á heimsmeistaramóti. Þá er frábært að sjá að þetta lið sé að brjóta þennan ís aftur, að leika til verðlauna á heimsmeistaramóti. Eru með lið til að klára dæmið Ef þú gætir gefið landsliðinu eitt ráð fyrir komandi stórleiki hvaða ráð væri það? „Bara að fara í þessa leiki til þess að vinna þetta og hafa trú á því. Þeir eru með liðið í það. Nú er bara að undirbúa sig vel og klára þetta.“ Landslið karla í handbolta Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Núverandi undir 21 árs landslið Íslands stendur nú í sporum sem Aron, og fleiri goðsagnir í íslenskum handbolta stóðu í áður. Fram undan er leikur í undanúrslitum HM gegn Ungverjum síðar í dag og svo annað hvort leikur um brons- eða gullverðlaun á sunnudaginn kemur. Í viðtali við Stöð 2 og Vísi fór Aron yfir HM í Egyptalandi árið 1993, lið Íslands á þeim tíma sem og núverandi undir 21 árs landslið Íslands. Mikið lagt í liðið „Við vorum með mjög gott lið og sumarið 1993 var mjög skemmtilegt fyrir okkur. Það var lagt mikið í þetta undir 21 árs landslið þá vegna þess að þetta var mjög efnilegt lið. Sumarið var eins og ég segi mjög skemmtilegt. Við fórum út í æfingabúðir fyrir HM, spiluðum einnig á meistaramóti Norðurlandanna og urðum þar Norðurlandameistarar.“ Heimsmeistaramótið þetta árið var haldið í Egyptalandi og var um að ræða mikla lífsreynslu fyrir leikmenn undir 21 árs landsliðsins að halda út á það mót. Liðið var, auk Arons, skipað nú þekktum leikmönnum á borð við Ólaf Stefánsson, Sigfús Sigurðsson, Erling Richardsson, Dag Sigurðsson og Patrek Jóhannesson og þá var þjálfari liðsins Þorbergur Aðalsteinsson. „Þarna spiluðum við mjög gott heimsmeistaramót og enduðum í þriðja sæti, svekkelsið var hins vegar til staðar yfir því að við skyldum ekki vinna mótið,“ segir Aron. Undir 21 árs landslið Íslands sem vann bronsverðlaun á HM 1993 Og er það vel skiljanlegt. Íslenska landsliðið á þessum tíma spilaði mjög gott mót í Egyptalandi og vann alla leiki nema einn í sínum riðli. Tapið kom nokkuð óvænt á móti Rúmeníu eftir sigurleiki gegn Grikkjum sem og heimamönnum frá Egyptalandi og er sigurinn á móti Egyptum eftirminnilegur í huga Arons. Leikmenn í „lífshættu“ grýttir af áhorfendum í leikslok Leikurinn var spilaður fyrir framan tuttugu þúsund stuðningsmenn Egypta og segir Aron það hafa verið stórkostlega reynslu fyrir unga landsliðsmenn Íslands á þessum tíma. „Þetta var mikil reynsla fyrir okkur og það herðir menn aðeins að spila í svona umhverfi,“ segir Aron en leikmenn Íslands fengu þó að finna fyrir reiði Egypta í leikslok eftir að hafa borið sigur úr býtum. Í Dagblaðinu Vísi þann 14. september árið 1993 er skrifað: „Íslenska liðið hefur lent í ýmsu á mótinu. Á dögunum voru leikmenn og aðstandendur liðsins í lífshættu eftir sigurleik á heimamönnum, Egyptum. Þá var vatnsbrúsum fleygt í átt að leikmönnum íslenska liðsins undir lok leiksins og það þurfti að fá lögreglufylgd á hótelið að leik loknum til að komast undan æstum skrílnum.“ „Þarna voru um tuttugu þúsund áhorfendur á móti okkur og í lok leiks vorum við grýttir með vatnsflöskum og þurftum í kjölfarið að bíða inn í búningsklefanum í tæpar tvær klukkustundir á meðan að áhorfendur voru að koma sér frá höllinni. Þá voru þeir leikmenn, sem sátu fyrir utan hóp hjá okkur í leiknum, bara í hættu þar sem að þeir sátu upp í stúku og horfðu á. Rússarnir, sem sátu þá hjá og horfðu á leikinn úr stúkunni, ásamt okkar mönnum, klæddu þá í jakka og derhúfur af sér til þess að koma þeim undan skrílnum. Þá man ég einnig að Dagur Sigurðsson fékk að líta rauða spjaldið í leiknum og var hann í kjölfarið sendur upp í stúku. Hann rétt slapp til baka inn á völlinn. Það var svolítill hiti í þessu.“ Reglurnar okkur óhagstæðar Íslenska landsliðinu gekk vel í milliriðlum, vann alla sína leiki en þrátt fyrir að hafa jafn mörg stig og Egyptaland, auk þess sem liðið hafði unnið sinn leik gegn Egyptum, endaði Ísland í 2. sæti milliriðilsins sem gaf sæti í bronsleiknum. Egyptar hirtu toppsætið í milliriðlinum og mættu Dönum sem endaði einnig í toppsæti hins milliriðilsins. „Reglurnar voru aðeins öðruvísi á þessum tíma. Það var ekkert krossspil og heildar markatala gilti ef lið voru jöfn að stigum í riðlinum, ekki innbyrðis viðureignir. Við enduðum því í öðru sæti þrátt fyrir að hafa unnið Egyptana og spiluðum því við Rússland um bronsið en þeir enduðu í 2. sæti hins milliriðilsins.“ Heimfært á reglurnar sem eru í gildi í dag hefði staða íslenska liðsins orðið til þess að það hefði spilað í undanúrslitum gegn Dönum og Egyptar hefðu mætt Rússum. „Við höfðum, fyrir HM, unnið Dani nokkuð örugglega á meistaramóti Norðurlandanna. Þriðja sætið var niðurstaðan hjá okkur á HM þetta árið eftir sigur á Rússum en við unnum bæði liðin sem enduðu fyrir ofan okkur.“ Aron reyndist hetjan í bronsleiknum gegn Rússum þegar að hann skoraði flautumark í eins marks sigri. Eitt af toppliðum heimsins Hann segir íslenska liðið hafa tekið með sér mikla og góða reynslu frá mótinu. Það sama muni gilda um núverandi landslið. „Þetta eykur þessa alþjóðlegu reynslu og gerði okkur meðvitaða um að við værum eitt af toppliðunum í heiminum. Núverandi leikmenn landsliðsins geta nú verið meðvitaðir um að þeir eru eitt af topp landsliðum í heimi núna. Þegar að þeir svo eiga að taka við í A-landsliðinu, þá eigum við að vera með lið sem stendur mjög framarlega. Umboðsmenn, félög og svo framvegis eru að fylgjast með, þetta er því góður gluggi fyrir þessa leikmenn til þess að komast í atvinnumennsku.“‘ Leikmenn íslenska landsliðsins fagna sæti í undanúrslitum eftir sigur á Portúgal Mynd: IHF Hann hefur hrifist af spilamennsku Íslands á mótinu. „Þeir hafa verið mjög vaxandi í spilamennsku sinni og hafa spilað vel í þessum erfiðu leikjum á móti góðum andstæðingum. Þetta byrjaði erfiðlega í fyrsta leik en svo hafa þeir skilað sterkum frammistöðum. Ég hef trú á því að það sé góð helgi fram undan.“ Þjóðin gladdist Geturðu borið saman einhver einkenni þessa liðs við það sem vann til verðlauna fyrir 30 árum síðan? „Handboltinn hefur auðvitað breyst mikið undanfarna áratugi, hraðinn er orðinn meiri núna en við vorum með marga öfluga leikmenn á sínum tíma og það einkennir þetta núverandi landslið líka. Mér finnst breiddin í þessu liði góð, margir leikmenn eru í góðum hlutverkum í liðum í efstu deild hér heima og það var líka raunin hjá okkur á sínum tíma.“ Leikmenn hafi áttað sig á því á sínum tíma að þeir væru að standa sig vel sem lið í hópíþrótt. „Og það er alltaf gaman að ná svona árangri. 21 árs landsliðið er náttúrulega skrefinu neðar en A-landsliðið en samt sem áður fann maður fyrir því á þessum tíma hversu gott þetta var, fyrir okkur sem þjóð, að vinna til verðlauna á heimsmeistaramóti. Þá er frábært að sjá að þetta lið sé að brjóta þennan ís aftur, að leika til verðlauna á heimsmeistaramóti. Eru með lið til að klára dæmið Ef þú gætir gefið landsliðinu eitt ráð fyrir komandi stórleiki hvaða ráð væri það? „Bara að fara í þessa leiki til þess að vinna þetta og hafa trú á því. Þeir eru með liðið í það. Nú er bara að undirbúa sig vel og klára þetta.“
Landslið karla í handbolta Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira