Suðurnesjalína 1 í jörð með langþráðu samkomulagi Eiður Þór Árnason skrifar 30. júní 2023 12:30 Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, og Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga, undirrituðu samkomulagið. Vísir Landsnet og Sveitarfélagið Vogar undirrituðu í dag samkomulag um lagningu Suðurnesjalínu 2 og breytingar á Suðurnesjalínu 1. Deilt hefur verið um Suðurnesjalínu 2 í hátt í tvo áratugi en henni er ætlað að tryggja afhendingaröryggi rafmagns á Suðurnesjum. Með samkomulaginu er loks útlit fyrir að framkvæmdir við línuna geti hafist en það felur í sér að hin eldri Suðurnesjalína 1 verði lögð í jörðu innan sveitarfélagamarka Voga. Vonast er til að framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 geti hafist á næsta ári og þeim verði lokið um næstu áramót. „Þetta er býsna stór dagur, hér liggur nú fyrir samkomulag sem tryggir að framkvæmd við Suðurnesjalínu 2 getur hafðist vonandi innan skamms. Samkomulagið er afrakstur góðrar samvinnu og samtals sem hefur átt sér stað milli bæjaryfirvalda í Vogum og starfsmanna Landsnets á undanförnum vikum þar sem leitast var við að finna lausn á þessu stóra máli,“ sagði Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga við undirritunina. Með samkomulaginu verður Suðurnesjalína 1 að hluta til lögð í jörðu strax eftir að framkvæmdum á Suðurnesjalínu 2 er lokið. Til framtíðar litið er svo stefnt að því að línan verði lögð sem jarðstrengur innan sveitarfélagamarka Voga. Klippa: Blaðamannafundur vegna Suðurnesjalínu 2 Framkvæmdir hefjist á næsta ári Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets sagði þetta stóran dag fyrir fyrirtækið og stórt mál að hafa gengið frá þessu máli. Jafnhliða framkvæmdum á Suðurnesjalínu 2 verður hafist handa við að taka niður Suðurnesjalínu 1 að hluta til og leggja jarðstreng innan Voga á fimm kílómetra kafla sem verður fyrsti áfanginn í því að tengja sveitarfélagið betur við meginraforkukerfið. „Það er afskaplega mikilvægt fyrir okkur í þessu vandasama máli að hafa haldið góðu samtali allan tímann og við erum sérstaklega ánægð með að hafa fundið lausn sem allir geta vel við unað. Auðvitað er þetta stór dagur fyrir svæðið hérna að tryggja öryggið og komast í þessar mikilvægu framkvæmdir. Hvað okkur varðar er ekki síður mikilvægt að við sáum þarna leið sem hjálpar Sveitarfélaginu Vogum að byggja upp atvinnustarfsemi ef áhugi verður til, þannig að þetta er góður dagur,“ sagði Guðmundur við undirritunina í dag. Suðurnesjalína 1 er eina raforkutengingin á Suðurnes.vísir/egill Löng bið eftir Suðurnesjalínu 2 Um er að ræða langþráða sátt um lagningu Suðurnesjalínu 2, annarrar flutningsleiðar raforku á Suðurnes, en viðræður um verkefnið hafa staðið yfir í hátt í tvo áratugi. Hefur það einkum strandað á afstöðu Voga sem hefur farið fram á að nýjar háspennulínur sem lagðar verði í gegnum sveitarfélagið fari í jörðu og mætt andstöðu Landsnets. Önnur sveitarfélög sem koma að málinu, þar er Reykjanesbær, Grindavík og Hafnarfjörður hafa áður veitt Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Línunni er ætlað að tryggja betur afhendingaröryggi raforku á Reykjanesi en Suðurnesjalína 1 er í dag eina raforkutengingin inn á Suðurnes. Hefur þetta leitt af sér víðtækt rafmagnsleysi þegar bilun kemur upp í línunni eða tengivirkjum. Skipulagsnefnd og bæjarstjórn Voga hafa samþykkt að veita framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 á þeim forsendum sem fram koma í samkomulaginu. Fréttin hefur verið uppfærð. Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Tengdar fréttir „Það er ekkert hlustað“ Bæjarstjóri Voga er ekki bjartsýnn á að hlustað verði á sjónarmið sveitarfélagsins varðandi lagningu Suðurnesjalínu tvö. Hann átti fund með innviðarráðherra í dag um málið. 8. mars 2023 20:19 „Fáránlegt árið 2023 að við séum ekki með einhverja varaleið“ Alvarleg staða kom upp þegar bilun í Suðurnesjalínu leiddi til rafmagnsleysis á öllum Suðurnesjum í gær. Rof á símasambandi er áhyggjuefni og kalla íbúar eftir betri tengingum með Suðurnesjalínu tvö. Bæjarstjóri Voga segir Landsnet bera ábyrgð meðal annars en að skömminni hafi verið skellt á sveitarfélagið. Þó þau vilji jarðtengingu hafi þau aldrei staðið í vegi fyrir að línan yrði lögð. 17. janúar 2023 20:30 Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16 Landsnet kærir úrskurð Landsnet hefur kært til Hæstaréttar úrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem hafnaði aðfararbeiðnum fyrirtækisins um eignarnám á landhluta úr fjórum jörðum á Reykjanesi vegna lagningar Suðurnesjalínu 2. 12. mars 2016 07:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Með samkomulaginu er loks útlit fyrir að framkvæmdir við línuna geti hafist en það felur í sér að hin eldri Suðurnesjalína 1 verði lögð í jörðu innan sveitarfélagamarka Voga. Vonast er til að framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 geti hafist á næsta ári og þeim verði lokið um næstu áramót. „Þetta er býsna stór dagur, hér liggur nú fyrir samkomulag sem tryggir að framkvæmd við Suðurnesjalínu 2 getur hafðist vonandi innan skamms. Samkomulagið er afrakstur góðrar samvinnu og samtals sem hefur átt sér stað milli bæjaryfirvalda í Vogum og starfsmanna Landsnets á undanförnum vikum þar sem leitast var við að finna lausn á þessu stóra máli,“ sagði Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga við undirritunina. Með samkomulaginu verður Suðurnesjalína 1 að hluta til lögð í jörðu strax eftir að framkvæmdum á Suðurnesjalínu 2 er lokið. Til framtíðar litið er svo stefnt að því að línan verði lögð sem jarðstrengur innan sveitarfélagamarka Voga. Klippa: Blaðamannafundur vegna Suðurnesjalínu 2 Framkvæmdir hefjist á næsta ári Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets sagði þetta stóran dag fyrir fyrirtækið og stórt mál að hafa gengið frá þessu máli. Jafnhliða framkvæmdum á Suðurnesjalínu 2 verður hafist handa við að taka niður Suðurnesjalínu 1 að hluta til og leggja jarðstreng innan Voga á fimm kílómetra kafla sem verður fyrsti áfanginn í því að tengja sveitarfélagið betur við meginraforkukerfið. „Það er afskaplega mikilvægt fyrir okkur í þessu vandasama máli að hafa haldið góðu samtali allan tímann og við erum sérstaklega ánægð með að hafa fundið lausn sem allir geta vel við unað. Auðvitað er þetta stór dagur fyrir svæðið hérna að tryggja öryggið og komast í þessar mikilvægu framkvæmdir. Hvað okkur varðar er ekki síður mikilvægt að við sáum þarna leið sem hjálpar Sveitarfélaginu Vogum að byggja upp atvinnustarfsemi ef áhugi verður til, þannig að þetta er góður dagur,“ sagði Guðmundur við undirritunina í dag. Suðurnesjalína 1 er eina raforkutengingin á Suðurnes.vísir/egill Löng bið eftir Suðurnesjalínu 2 Um er að ræða langþráða sátt um lagningu Suðurnesjalínu 2, annarrar flutningsleiðar raforku á Suðurnes, en viðræður um verkefnið hafa staðið yfir í hátt í tvo áratugi. Hefur það einkum strandað á afstöðu Voga sem hefur farið fram á að nýjar háspennulínur sem lagðar verði í gegnum sveitarfélagið fari í jörðu og mætt andstöðu Landsnets. Önnur sveitarfélög sem koma að málinu, þar er Reykjanesbær, Grindavík og Hafnarfjörður hafa áður veitt Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Línunni er ætlað að tryggja betur afhendingaröryggi raforku á Reykjanesi en Suðurnesjalína 1 er í dag eina raforkutengingin inn á Suðurnes. Hefur þetta leitt af sér víðtækt rafmagnsleysi þegar bilun kemur upp í línunni eða tengivirkjum. Skipulagsnefnd og bæjarstjórn Voga hafa samþykkt að veita framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 á þeim forsendum sem fram koma í samkomulaginu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Tengdar fréttir „Það er ekkert hlustað“ Bæjarstjóri Voga er ekki bjartsýnn á að hlustað verði á sjónarmið sveitarfélagsins varðandi lagningu Suðurnesjalínu tvö. Hann átti fund með innviðarráðherra í dag um málið. 8. mars 2023 20:19 „Fáránlegt árið 2023 að við séum ekki með einhverja varaleið“ Alvarleg staða kom upp þegar bilun í Suðurnesjalínu leiddi til rafmagnsleysis á öllum Suðurnesjum í gær. Rof á símasambandi er áhyggjuefni og kalla íbúar eftir betri tengingum með Suðurnesjalínu tvö. Bæjarstjóri Voga segir Landsnet bera ábyrgð meðal annars en að skömminni hafi verið skellt á sveitarfélagið. Þó þau vilji jarðtengingu hafi þau aldrei staðið í vegi fyrir að línan yrði lögð. 17. janúar 2023 20:30 Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16 Landsnet kærir úrskurð Landsnet hefur kært til Hæstaréttar úrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem hafnaði aðfararbeiðnum fyrirtækisins um eignarnám á landhluta úr fjórum jörðum á Reykjanesi vegna lagningar Suðurnesjalínu 2. 12. mars 2016 07:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
„Það er ekkert hlustað“ Bæjarstjóri Voga er ekki bjartsýnn á að hlustað verði á sjónarmið sveitarfélagsins varðandi lagningu Suðurnesjalínu tvö. Hann átti fund með innviðarráðherra í dag um málið. 8. mars 2023 20:19
„Fáránlegt árið 2023 að við séum ekki með einhverja varaleið“ Alvarleg staða kom upp þegar bilun í Suðurnesjalínu leiddi til rafmagnsleysis á öllum Suðurnesjum í gær. Rof á símasambandi er áhyggjuefni og kalla íbúar eftir betri tengingum með Suðurnesjalínu tvö. Bæjarstjóri Voga segir Landsnet bera ábyrgð meðal annars en að skömminni hafi verið skellt á sveitarfélagið. Þó þau vilji jarðtengingu hafi þau aldrei staðið í vegi fyrir að línan yrði lögð. 17. janúar 2023 20:30
Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16
Landsnet kærir úrskurð Landsnet hefur kært til Hæstaréttar úrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem hafnaði aðfararbeiðnum fyrirtækisins um eignarnám á landhluta úr fjórum jörðum á Reykjanesi vegna lagningar Suðurnesjalínu 2. 12. mars 2016 07:00