Frumsýning á Vísi: Spennuþrungin stikla úr Kulda Boði Logason skrifar 30. júní 2023 11:02 Myndin er byggð á samnefndri bók Yrsu Sigurðardóttur Íslenska bíómyndin Kuldi verður frumsýnd 1. september næstkomandi en myndin er byggð á samnefndri metsölubók Yrsu Sigurðardóttur. Þegar Óðinn byrjar að rannsaka áratuga gömul dauðsföll á unglingaheimili, fer hann að gruna að óhugnalegir atburðir þaðan tengist dularfullu sjálfsvígi eiginkonu hans. Klippa: Stikla úr Kulda Með aðalhlutverk fara Jóhannes Haukur Jóhannesson, Elín Hall, Selma Björnsdóttir, Mikael Kaaber, Sara Dögg Ásgeirsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir. Þá fer Ólöf Halla Jóhannesdóttir einnig með stórt hlutverk í myndinni, en hún er dóttir Jóhannesar Hauks og leikur sömuleiðis dóttur hans í myndinni. Eins og áður segir er myndin byggð á samnefndri bók Yrsu Sigurðardóttur, en síðasta kvikmynd sem byggð var á verkum Yrsu var hrollvekjan Ég man þig og var henni vel tekið í íslenskum kvikmyndahúsum. Leikstjóri og handritshöfundur er Erlingur Óttar Thoroddsen. Þetta er ekki fyrsta mynd Erlings í fullri lengd en hann hefur meðal annars gert myndirnar Rökkur og Child Eater, sem fór sigurför um hrollvekjuheiminn og var meðal annars valin til að taka þátt í Horror Night á Stockholm International Film Festival. Framleiðendur Kulda eru Sigurjón Sighvatsson og Heather Millard. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Þegar Óðinn byrjar að rannsaka áratuga gömul dauðsföll á unglingaheimili, fer hann að gruna að óhugnalegir atburðir þaðan tengist dularfullu sjálfsvígi eiginkonu hans. Klippa: Stikla úr Kulda Með aðalhlutverk fara Jóhannes Haukur Jóhannesson, Elín Hall, Selma Björnsdóttir, Mikael Kaaber, Sara Dögg Ásgeirsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir. Þá fer Ólöf Halla Jóhannesdóttir einnig með stórt hlutverk í myndinni, en hún er dóttir Jóhannesar Hauks og leikur sömuleiðis dóttur hans í myndinni. Eins og áður segir er myndin byggð á samnefndri bók Yrsu Sigurðardóttur, en síðasta kvikmynd sem byggð var á verkum Yrsu var hrollvekjan Ég man þig og var henni vel tekið í íslenskum kvikmyndahúsum. Leikstjóri og handritshöfundur er Erlingur Óttar Thoroddsen. Þetta er ekki fyrsta mynd Erlings í fullri lengd en hann hefur meðal annars gert myndirnar Rökkur og Child Eater, sem fór sigurför um hrollvekjuheiminn og var meðal annars valin til að taka þátt í Horror Night á Stockholm International Film Festival. Framleiðendur Kulda eru Sigurjón Sighvatsson og Heather Millard.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira