Rangt gefið á Reykjanesi Markús Ingólfur Eiríksson skrifar 29. júní 2023 16:01 Ég hef í rúm fjögur ár gegnt embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS), sem ber þær lögboðnu skyldur að veita ört fjölgandi íbúum Suðurnesja eins fullkomna heilbrigðisþjónustu og völ er á, líkt og segir í lögum um heilbrigðisþjónustu. Réttindi íbúanna eru ekki einungis tryggð með lögum og reglum, heldur einnig í stjórnarskrá. Það er því skylda stjórnvalda að tryggja stofnuninni nægilegt fjármagn svo unnt sé að veita þá þjónustu sem íbúarnir eiga rétt á. Fjárframlög á hvern íbúa fara sífellt lækkandi Þrátt fyrir að ég og fleiri hafa ítrekað bent heilbrigðisráðuneytinu á þann vanda að fjárframlög á hvern íbúa Suðurnesja færu sífellt lækkandi og að í óefni stefndi, hefur ekkert verið aðhafst. Undir þau sjónarmið hefur t.d. Fagráð HSS tekið undir í ályktun sinni. Fjársvelti leiðir til óhagræðis Fjársvelti HSS hefur haft þær afleiðingar m.a. að hver íbúi fær sífellt minni þjónustu og álagið á starfsfólk HSS eykst sömuleiðis. Við það sparast engir fjármunir því íbúarnir þurfa í staðinn að leita lengra eftir heilbrigðisþjónustu. Slík ferðalög draga úr vinnuframlagi og þar af leiðandi verðmætasköpun í hagkerfinu. Þar að auki spara þau ekki útgjöld ríkissjóðs þar sem að þau úrræði sem íbúar þurfa þá að leita í eru jafnvel enn dýrari en þjónustan heima í héraði. Miklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri HSS Á mínum starfstíma hefur verið ráðist í miklar breytingar í rekstri stofnunarinnar með það að markmiði að efla þjónustuna og draga úr kostnaði, ekki síst til lengri tíma litið. Yfirlit um hluta þess má lesa um í þessari grein. Þær úrbætur hafa stuðlað að stórauknu trausti til HSS. Þrátt fyrir þennan árangur hefur HSS á undanförnum árum glímt við verulegan fjármögnunarvanda. Undanfarið ár hefur þó steininn tekið úr. Íbúum á Suðurnesjum hefur fjölgað um hátt í 10%, verðbólga var einnig 10% en aukning fjárheimilda til HSS innan við 5%. Á þessu ber heilbrigðisráðherra ábyrgð. Vafi á að stjórnarskrárvarinn réttur íbúa Suðurnesja sé virtur Það leikur verulegur vafi á því að stjórnarskrárvarinn réttur íbúa Suðurnesja til heilbrigðisþjónustu sé virtur. Leitað verður til umboðsmanns Alþingis vegna þessa eins og skýrt var frá fyrir viku síðan. Ófagleg stjórnsýsla heilbrigðisráðuneytis í kjölfar gagnrýni og upplýsinga til almennings um að þróun fjárveitinga til HSS hafi versnað enn eitt árið, átti hlut í ákvörðun um að vísa málinu til umboðsmanns. Óeðlileg stjórnsýsla ráðuneytis Það er í samræmi við þau vinnubrögð sem áður hafa birst þegar heilbrigðisráðherra hélt því fram í viðtali á visir.is í gær að samskipti hans við mig hefðu „ávallt verið á formlegu nótunum.“ Ég get ekki tekið undir þá fullyrðingu ráðherra og bendi á að í sama viðtali var reynt að draga starfsfólk HSS inn í umræðuna. Það er ekkert óeðlilegt við það að starfsfólk stofnunar sé ekki alltaf sammála ákvörðunum forstjóra. Ummælin verða umhugsunarverðari í ljósi þeirrar staðreyndar að það er forstjóri HSS sem ber ábyrgð gagnvart ráðherra, ekki starfsfólk stofnunarinnar. Þetta er dæmi um þá stjórnsýslu sem nauðsynlegt er að umboðsmaður Alþingis taki afstöðu til. Brotalamir í fjármögnun heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni Brotalamirnar í heilbrigðisráðuneytinu eru því miður ekki einungis bundnar gagnvart íbúum Suðurnesja, heldur einnig öðrum íbúum á landsbyggðinni. Í vikunni skýrði heilbrigðisráðherra frá því að samningar við sérgreinalækna séu loks í höfn eftir langt samningsleysi. Það er yfirleitt jákvætt þegar aðilar ná samningum en innihald samningana skiptir höfuðmáli. Haft var eftir forstjóra Sjúkratrygginga Íslands í frétt á RÚV í gær að engin ákvæði væru í samningnum sem tryggðu þjónustu á landsbyggðinni. Í fréttinni voru einnig rakin dæmi um að eldra fólk treysti sér ekki í læknisferðir til Reykjavíkur og fengi þar af leiðandi ekki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Nýir samningar Sjúkratrygginga Íslands tryggja ekki veitingu þjónustu sérgreinalækna á landsbyggðinni Í áraraðir hafa gögn á vegum Sjúkratrygginga Íslands staðfest að íbúar landsbyggðarinnar hafa fengið töluvert minni þjónustu af hálfu sérgreinalækna en aðrir landsmenn. Til þessa hafa þeir samningar sem verið hafa í gildi ekki geymt ákvæði um jafnræði að aðgengi þjónustu á landinu öllu. Einstaka heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni hafa af fremsta megni reynt að halda uppi þeirri þjónustu sérgreinalækna sem þeim hefur verið unnt í hverju heilbrigðisumdæmi. Fjárhagsstaða þeirra hefur þó sennilega aldrei verið jafn bágborin og nú. Því er óraunhæft með öllu að leggja ábyrgð á veitingu þjónustu sérgreinalækna á þeirra herðar, ofan á aðrar byrðar sem þær ná ekki að standa undir. Ekki má gleyma að almenn læknisþjónusta á landsbyggðinni hefur sífellt verið á undanhaldi og mun sums staðar leggjast af innan tíðar ef ekkert breytist. Því er ekki unnt að ætla heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni að veita sérhæfða þjónustu þegar þær ná ekki að veita almenna þjónustu með fullnægjandi hætti. Ráðherra varpar ábyrgð yfir á stofnanirnar Vont er ef einstaka forstöðumenn ríkisstofnana, sem sjá sig knúna til að benda á að keisarinn sé nakinn, þurfi að gjalda fyrir slíkt með starfi sínu. Verra er þó að horfa upp á fjársvelti minnar heilbrigðisstofnunar á Suðurnesjum og afleiðingar þess á starfsfólk HSS og heilbrigðisþjónustu við íbúana. Sama má segja almennt um heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Verst er þó að heilbrigðisráðherra skuli varpa eigin ábyrgð á fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar á landsbyggðinni yfir á einstakar stofnanir með vísan í lög um opinber fjármál um að forstöðumenn þeirra eigi að halda þeim innan fjárheimilda, jafnvel þótt slíkt sé með öllu ómögulegt. Nær væri að ráðherra legði áherslu á að standa undir þeirri ábyrgð að veita öllum íbúunum landsins fullnægjandi heilbrigðisþjónustu sem þeir eiga rétt á, samkvæmt lögum og stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Höfundur er forstjóri HSS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Markús Ingólfur Eiríksson Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Ég hef í rúm fjögur ár gegnt embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS), sem ber þær lögboðnu skyldur að veita ört fjölgandi íbúum Suðurnesja eins fullkomna heilbrigðisþjónustu og völ er á, líkt og segir í lögum um heilbrigðisþjónustu. Réttindi íbúanna eru ekki einungis tryggð með lögum og reglum, heldur einnig í stjórnarskrá. Það er því skylda stjórnvalda að tryggja stofnuninni nægilegt fjármagn svo unnt sé að veita þá þjónustu sem íbúarnir eiga rétt á. Fjárframlög á hvern íbúa fara sífellt lækkandi Þrátt fyrir að ég og fleiri hafa ítrekað bent heilbrigðisráðuneytinu á þann vanda að fjárframlög á hvern íbúa Suðurnesja færu sífellt lækkandi og að í óefni stefndi, hefur ekkert verið aðhafst. Undir þau sjónarmið hefur t.d. Fagráð HSS tekið undir í ályktun sinni. Fjársvelti leiðir til óhagræðis Fjársvelti HSS hefur haft þær afleiðingar m.a. að hver íbúi fær sífellt minni þjónustu og álagið á starfsfólk HSS eykst sömuleiðis. Við það sparast engir fjármunir því íbúarnir þurfa í staðinn að leita lengra eftir heilbrigðisþjónustu. Slík ferðalög draga úr vinnuframlagi og þar af leiðandi verðmætasköpun í hagkerfinu. Þar að auki spara þau ekki útgjöld ríkissjóðs þar sem að þau úrræði sem íbúar þurfa þá að leita í eru jafnvel enn dýrari en þjónustan heima í héraði. Miklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri HSS Á mínum starfstíma hefur verið ráðist í miklar breytingar í rekstri stofnunarinnar með það að markmiði að efla þjónustuna og draga úr kostnaði, ekki síst til lengri tíma litið. Yfirlit um hluta þess má lesa um í þessari grein. Þær úrbætur hafa stuðlað að stórauknu trausti til HSS. Þrátt fyrir þennan árangur hefur HSS á undanförnum árum glímt við verulegan fjármögnunarvanda. Undanfarið ár hefur þó steininn tekið úr. Íbúum á Suðurnesjum hefur fjölgað um hátt í 10%, verðbólga var einnig 10% en aukning fjárheimilda til HSS innan við 5%. Á þessu ber heilbrigðisráðherra ábyrgð. Vafi á að stjórnarskrárvarinn réttur íbúa Suðurnesja sé virtur Það leikur verulegur vafi á því að stjórnarskrárvarinn réttur íbúa Suðurnesja til heilbrigðisþjónustu sé virtur. Leitað verður til umboðsmanns Alþingis vegna þessa eins og skýrt var frá fyrir viku síðan. Ófagleg stjórnsýsla heilbrigðisráðuneytis í kjölfar gagnrýni og upplýsinga til almennings um að þróun fjárveitinga til HSS hafi versnað enn eitt árið, átti hlut í ákvörðun um að vísa málinu til umboðsmanns. Óeðlileg stjórnsýsla ráðuneytis Það er í samræmi við þau vinnubrögð sem áður hafa birst þegar heilbrigðisráðherra hélt því fram í viðtali á visir.is í gær að samskipti hans við mig hefðu „ávallt verið á formlegu nótunum.“ Ég get ekki tekið undir þá fullyrðingu ráðherra og bendi á að í sama viðtali var reynt að draga starfsfólk HSS inn í umræðuna. Það er ekkert óeðlilegt við það að starfsfólk stofnunar sé ekki alltaf sammála ákvörðunum forstjóra. Ummælin verða umhugsunarverðari í ljósi þeirrar staðreyndar að það er forstjóri HSS sem ber ábyrgð gagnvart ráðherra, ekki starfsfólk stofnunarinnar. Þetta er dæmi um þá stjórnsýslu sem nauðsynlegt er að umboðsmaður Alþingis taki afstöðu til. Brotalamir í fjármögnun heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni Brotalamirnar í heilbrigðisráðuneytinu eru því miður ekki einungis bundnar gagnvart íbúum Suðurnesja, heldur einnig öðrum íbúum á landsbyggðinni. Í vikunni skýrði heilbrigðisráðherra frá því að samningar við sérgreinalækna séu loks í höfn eftir langt samningsleysi. Það er yfirleitt jákvætt þegar aðilar ná samningum en innihald samningana skiptir höfuðmáli. Haft var eftir forstjóra Sjúkratrygginga Íslands í frétt á RÚV í gær að engin ákvæði væru í samningnum sem tryggðu þjónustu á landsbyggðinni. Í fréttinni voru einnig rakin dæmi um að eldra fólk treysti sér ekki í læknisferðir til Reykjavíkur og fengi þar af leiðandi ekki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Nýir samningar Sjúkratrygginga Íslands tryggja ekki veitingu þjónustu sérgreinalækna á landsbyggðinni Í áraraðir hafa gögn á vegum Sjúkratrygginga Íslands staðfest að íbúar landsbyggðarinnar hafa fengið töluvert minni þjónustu af hálfu sérgreinalækna en aðrir landsmenn. Til þessa hafa þeir samningar sem verið hafa í gildi ekki geymt ákvæði um jafnræði að aðgengi þjónustu á landinu öllu. Einstaka heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni hafa af fremsta megni reynt að halda uppi þeirri þjónustu sérgreinalækna sem þeim hefur verið unnt í hverju heilbrigðisumdæmi. Fjárhagsstaða þeirra hefur þó sennilega aldrei verið jafn bágborin og nú. Því er óraunhæft með öllu að leggja ábyrgð á veitingu þjónustu sérgreinalækna á þeirra herðar, ofan á aðrar byrðar sem þær ná ekki að standa undir. Ekki má gleyma að almenn læknisþjónusta á landsbyggðinni hefur sífellt verið á undanhaldi og mun sums staðar leggjast af innan tíðar ef ekkert breytist. Því er ekki unnt að ætla heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni að veita sérhæfða þjónustu þegar þær ná ekki að veita almenna þjónustu með fullnægjandi hætti. Ráðherra varpar ábyrgð yfir á stofnanirnar Vont er ef einstaka forstöðumenn ríkisstofnana, sem sjá sig knúna til að benda á að keisarinn sé nakinn, þurfi að gjalda fyrir slíkt með starfi sínu. Verra er þó að horfa upp á fjársvelti minnar heilbrigðisstofnunar á Suðurnesjum og afleiðingar þess á starfsfólk HSS og heilbrigðisþjónustu við íbúana. Sama má segja almennt um heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Verst er þó að heilbrigðisráðherra skuli varpa eigin ábyrgð á fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar á landsbyggðinni yfir á einstakar stofnanir með vísan í lög um opinber fjármál um að forstöðumenn þeirra eigi að halda þeim innan fjárheimilda, jafnvel þótt slíkt sé með öllu ómögulegt. Nær væri að ráðherra legði áherslu á að standa undir þeirri ábyrgð að veita öllum íbúunum landsins fullnægjandi heilbrigðisþjónustu sem þeir eiga rétt á, samkvæmt lögum og stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Höfundur er forstjóri HSS.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun