Síðast mætti lögreglan en Viktor segir að harkan verði öll innan vallar Sindri Sverrisson skrifar 29. júní 2023 17:46 Viktor Karl Einarsson man vel eftir rimmunni við Buducnost í fyrra. Samsett/Hulda Margrét Viktor Karl Einarsson segir möguleika Breiðabliks mjög góða fyrir úrslitaleikinn við svartfellska liðið Buducnost annað kvöld, í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Liðin mættust á sama stað í fyrra í undandkeppni Sambandsdeildar Evrópu og þar sauð upp úr leikslok, en tveir leikmenn og þjálfari Buducnost fengu rautt spjald í leiknum. Blikar unnu að lokum einvígið og hafa gestirnir því harma að hefna á Kópavogsvelli á morgun, í leik sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Á leiknum í fyrra voru lögreglumenn viðstaddir sem bæði fylgdust með litríkum stuðningsmönnum Buducnost og komu svo inn á völlinn í leiksklok þegar lætin urðu sem mest. „Ég á ekki von á því að þetta verði eins og í fyrra en ég held að það sé engin spurning að harkan inni á vellinum verði sú sama. Þeir eru með hrikalega sterkt lið, mikil „physique“, og vilja spila svolítinn kraftabolta. Ég held að harkan inni á vellinum verði því mikil en ég á ekki von á sömu hörku utan vallar,“ sagði Viktor við Vísi eftir blaðamannafund í dag. Hann er bjartsýnn fyrir leikinn: „Ég met möguleikana bara mjög góða. Við erum með hörkulið, og Buducnost líka, en að mínu mati erum við með betra fótboltalið og höfum sýnt það í Evrópukeppni að við getum strítt liðum erlendis frá. Það verður mjög gaman að geta sýnt það á morgun,“ sagði Viktor en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Viðtal við Viktor fyrir Evrópuleik Liðin spiluðu í undanúrslitum forkeppninnar á þriðjudaginn og unnu bæði örugga sigra. Blikar höfðu betur gegn Tre Penne frá San Marínó, 7-1: „Ég held að við getum tekið fullt með okkur frá þeim leik, bæði eitthvað sem við getum bætt og það sem við gerðum vel. Við spiluðum góðan sóknarleik á köflum, skoruðum auðvitað sjö mörk, en gætum verið aðeins meira „solid“ varnarlega. Annars spiluðum við góðan leik og tökum mest úr sóknarleiknum, en getum þá bætt ofan á það að fara betur með stöður sem við búum okkur til framarlega á vellinum,“ sagði Viktor, ánægður með það krydd sem Evrópuleikirnir gefa leiktíðinni: „Það er alltaf mikil spenna og gaman að vera í deildarverkefni, Evrópuverkefni og bikar. Það er „refreshing“ að geta verið í mörgum verkefnum, geta kúplað sig úr deildinni núna og sett einbeitinguna á Evrópu. það er hrikalega skemmtilegt.“ Leikur Breiðabliks og Buducnost hefst klukkan 19 annað kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Liðin mættust á sama stað í fyrra í undandkeppni Sambandsdeildar Evrópu og þar sauð upp úr leikslok, en tveir leikmenn og þjálfari Buducnost fengu rautt spjald í leiknum. Blikar unnu að lokum einvígið og hafa gestirnir því harma að hefna á Kópavogsvelli á morgun, í leik sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Á leiknum í fyrra voru lögreglumenn viðstaddir sem bæði fylgdust með litríkum stuðningsmönnum Buducnost og komu svo inn á völlinn í leiksklok þegar lætin urðu sem mest. „Ég á ekki von á því að þetta verði eins og í fyrra en ég held að það sé engin spurning að harkan inni á vellinum verði sú sama. Þeir eru með hrikalega sterkt lið, mikil „physique“, og vilja spila svolítinn kraftabolta. Ég held að harkan inni á vellinum verði því mikil en ég á ekki von á sömu hörku utan vallar,“ sagði Viktor við Vísi eftir blaðamannafund í dag. Hann er bjartsýnn fyrir leikinn: „Ég met möguleikana bara mjög góða. Við erum með hörkulið, og Buducnost líka, en að mínu mati erum við með betra fótboltalið og höfum sýnt það í Evrópukeppni að við getum strítt liðum erlendis frá. Það verður mjög gaman að geta sýnt það á morgun,“ sagði Viktor en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Viðtal við Viktor fyrir Evrópuleik Liðin spiluðu í undanúrslitum forkeppninnar á þriðjudaginn og unnu bæði örugga sigra. Blikar höfðu betur gegn Tre Penne frá San Marínó, 7-1: „Ég held að við getum tekið fullt með okkur frá þeim leik, bæði eitthvað sem við getum bætt og það sem við gerðum vel. Við spiluðum góðan sóknarleik á köflum, skoruðum auðvitað sjö mörk, en gætum verið aðeins meira „solid“ varnarlega. Annars spiluðum við góðan leik og tökum mest úr sóknarleiknum, en getum þá bætt ofan á það að fara betur með stöður sem við búum okkur til framarlega á vellinum,“ sagði Viktor, ánægður með það krydd sem Evrópuleikirnir gefa leiktíðinni: „Það er alltaf mikil spenna og gaman að vera í deildarverkefni, Evrópuverkefni og bikar. Það er „refreshing“ að geta verið í mörgum verkefnum, geta kúplað sig úr deildinni núna og sett einbeitinguna á Evrópu. það er hrikalega skemmtilegt.“ Leikur Breiðabliks og Buducnost hefst klukkan 19 annað kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira