Einkavædd einkavæðing Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 29. júní 2023 10:30 Fjármálaráðherra hneykslast á þeim sem vilja kalla hann til ábyrgðar vegna alvarlegra og kerfislægra lögbrota sem framin voru við sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka síðastliðið vor. Sama hneykslun birtist í viðbrögðum forstjóra og stjórnarformanns Bankasýslunnar við spurningum á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Staðreyndin er engu að síður sú að Alþingi hefur sett sérstök lög sem fela fjármálaráðherra veigamikið hlutverk, ábyrgð, ákvörðunarvald og eftirlit við sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Framkvæmdin er í höndum Bankasýslunnar, sérstakrar stofnunar á málefnasviði fjármálaráðherra sem annast sölumeðferð „fyrir hönd ríkisins í samræmi við ákvörðun ráðherra“, en það er fjármálaráðherra sem ákveður hvort og hvernig skuli selja, kynnir fyrirhugaða sölu, hefur eftirlit með söluferlinu og tekur endanlega ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað. Fyrst löggjafinn hefur sérstaklega falið fjármálaráðherra það verkefni að selja eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum – og meira að segja sett á fót heila ríkisstofnun sem er ætlað að aðstoða hann við það – mætti ætla að um opinbert stjórnarmálefni væri að ræða sem ráðherra bæri ábyrgð á, og þá einnig ef í ljós kæmi að farið hefði verið á svig við lög við framkvæmd þess. Er það endilega svo fráleitt, að fjármálaráðherra og Bankasýsla ríkisins beri ábyrgð á því að farið sé að lögum við framkvæmd þeirra verkefna sem löggjafinn hefur falið þeim? Þegar spjótin stóðu á fjármálaráðherra vegna bankasölunnar í fyrravor var helst á honum að skilja að sjálfur hefði hann vart komið nálægt sölunni; ekki mátt það vegna „armslengdarreglu“ sem þó er hvergi að finna í lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þetta rímaði illa við málflutning stjórnenda Bankasýslunnar sem sögðu að stofnunin og ráðherra hefðu haft með sér „nána samvinnu í gegnum allt söluferlið“. Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í gær léku fulltrúar Bankasýslunnar sama leik og Bjarni: dembdu allri ábyrgð á næsta hlekk fyrir neðan sig, kynntu sig sem óheppna kaupendur fjármálaþjónustu sem reynst hefði gölluð. Áttu þeir, fórnarlömbin, að bera ábyrgð á eigin óláni? Eini vandinn við þessa annars hugvitsamlegu lausn á vandræðum fjármálaráðherra og bankasýslumanna er lagabókstafurinn. Stjórnvöldum er sem betur fer ekki frjálst að fela öðrum að vinna vinnuna sína og taka ábyrgð á henni þegar illa fer. Ólögmætt valdframsal er jafnvel enn alvarlegra lögbrot en mörg þeirra sem ráðherra og bankasýslumenn hafa verið að reyna að sverja af sér með því að vísa ábyrgð sinni á aðra, ráðherra á Bankasýsluna og Bankasýslan á „söluráðgjafa“ sem nú eiga að hafa séð nær alfarið um framkvæmd útboðsins. Staðreyndin er sú að fjármálaráðherra og Bankasýslan báru og bera enn lagalega ábyrgð á sölu 22,5% eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka síðastliðið vor. Undan þessari ábyrgð gátu þessir stjórnvaldshafar ekki komið sér með því að framselja vald sitt án lagaheimildar til annars stjórnvalds, hvað þá til einkaaðila, heldur felast í því sjálfstæð lögbrot ef rétt reynist. Þær skýringar sem ráðherra og Bankasýslumenn hafa veitt eru því ekki eins snilldarlegar og þær gætu virst við fyrstu sýn. Í ákafanum við að sverja af sér klúðrið við Íslandsbankasöluna gleyma þeir því að salan er lögbundið verkefni sem þeir fóru með og bera ábyrgð á – sama hvernig þeir ákváðu sjálfir að rækja það eða vanrækja. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Samfylkingin Tengdar fréttir Kúnstugt viðtal við Katrínu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að úttekt Ríkisendurskoðunar sé ekki áfellisdómur yfir því hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. „Ég lít hvorki á hana sem áfellisdóm eða hvítþvott,“ sagði hún í Sprengisandi nú á sunnudag. Það er full ástæða til að staldra við og rýna aðeins í málflutning forsætisráðherra í viðtalinu. 21. nóvember 2022 11:01 Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra hneykslast á þeim sem vilja kalla hann til ábyrgðar vegna alvarlegra og kerfislægra lögbrota sem framin voru við sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka síðastliðið vor. Sama hneykslun birtist í viðbrögðum forstjóra og stjórnarformanns Bankasýslunnar við spurningum á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Staðreyndin er engu að síður sú að Alþingi hefur sett sérstök lög sem fela fjármálaráðherra veigamikið hlutverk, ábyrgð, ákvörðunarvald og eftirlit við sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Framkvæmdin er í höndum Bankasýslunnar, sérstakrar stofnunar á málefnasviði fjármálaráðherra sem annast sölumeðferð „fyrir hönd ríkisins í samræmi við ákvörðun ráðherra“, en það er fjármálaráðherra sem ákveður hvort og hvernig skuli selja, kynnir fyrirhugaða sölu, hefur eftirlit með söluferlinu og tekur endanlega ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað. Fyrst löggjafinn hefur sérstaklega falið fjármálaráðherra það verkefni að selja eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum – og meira að segja sett á fót heila ríkisstofnun sem er ætlað að aðstoða hann við það – mætti ætla að um opinbert stjórnarmálefni væri að ræða sem ráðherra bæri ábyrgð á, og þá einnig ef í ljós kæmi að farið hefði verið á svig við lög við framkvæmd þess. Er það endilega svo fráleitt, að fjármálaráðherra og Bankasýsla ríkisins beri ábyrgð á því að farið sé að lögum við framkvæmd þeirra verkefna sem löggjafinn hefur falið þeim? Þegar spjótin stóðu á fjármálaráðherra vegna bankasölunnar í fyrravor var helst á honum að skilja að sjálfur hefði hann vart komið nálægt sölunni; ekki mátt það vegna „armslengdarreglu“ sem þó er hvergi að finna í lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þetta rímaði illa við málflutning stjórnenda Bankasýslunnar sem sögðu að stofnunin og ráðherra hefðu haft með sér „nána samvinnu í gegnum allt söluferlið“. Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í gær léku fulltrúar Bankasýslunnar sama leik og Bjarni: dembdu allri ábyrgð á næsta hlekk fyrir neðan sig, kynntu sig sem óheppna kaupendur fjármálaþjónustu sem reynst hefði gölluð. Áttu þeir, fórnarlömbin, að bera ábyrgð á eigin óláni? Eini vandinn við þessa annars hugvitsamlegu lausn á vandræðum fjármálaráðherra og bankasýslumanna er lagabókstafurinn. Stjórnvöldum er sem betur fer ekki frjálst að fela öðrum að vinna vinnuna sína og taka ábyrgð á henni þegar illa fer. Ólögmætt valdframsal er jafnvel enn alvarlegra lögbrot en mörg þeirra sem ráðherra og bankasýslumenn hafa verið að reyna að sverja af sér með því að vísa ábyrgð sinni á aðra, ráðherra á Bankasýsluna og Bankasýslan á „söluráðgjafa“ sem nú eiga að hafa séð nær alfarið um framkvæmd útboðsins. Staðreyndin er sú að fjármálaráðherra og Bankasýslan báru og bera enn lagalega ábyrgð á sölu 22,5% eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka síðastliðið vor. Undan þessari ábyrgð gátu þessir stjórnvaldshafar ekki komið sér með því að framselja vald sitt án lagaheimildar til annars stjórnvalds, hvað þá til einkaaðila, heldur felast í því sjálfstæð lögbrot ef rétt reynist. Þær skýringar sem ráðherra og Bankasýslumenn hafa veitt eru því ekki eins snilldarlegar og þær gætu virst við fyrstu sýn. Í ákafanum við að sverja af sér klúðrið við Íslandsbankasöluna gleyma þeir því að salan er lögbundið verkefni sem þeir fóru með og bera ábyrgð á – sama hvernig þeir ákváðu sjálfir að rækja það eða vanrækja. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Kúnstugt viðtal við Katrínu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að úttekt Ríkisendurskoðunar sé ekki áfellisdómur yfir því hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. „Ég lít hvorki á hana sem áfellisdóm eða hvítþvott,“ sagði hún í Sprengisandi nú á sunnudag. Það er full ástæða til að staldra við og rýna aðeins í málflutning forsætisráðherra í viðtalinu. 21. nóvember 2022 11:01
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun