Búnir að ná besta árangri Íslands síðan Dagur og Óli Stef léku um bronsið Smári Jökull Jónsson skrifar 29. júní 2023 07:01 Íslenska liðið getur tryggt sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins með sigri á Portúgal í dag. IHF/Jozo Cabraja Ísland mætir í dag Portúgal 8-liða úrslitum heimsmeistaramóts U-21 árs liða í handknattleik. Þetta er í fyrsta sinn í 30 ár sem liðið kemst þetta langt í keppninni en síðast þegar það gerðist vann liðið bronsverðlaun. U-21 árs Landslið Íslands og Portúgals mætast í dag í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik en leikurinn fer fram í Berlín í Þýskalandi. Íslenska liðið hefur unnið alla leiki sína á mótinu til þessa og virðist vera að gera góða hluti undir stjórn þjálfaranna Einars Andra Einarssonar og Róberts Gunnarssonar. Það er orðið ansi langt síðan Ísland komst svona langt á heimsmeistaramóti U-21 árs landsliða. Það gerðist síðast árið 1993 en þá voru margir leikmenn í íslenska liðinu sem fyrir löngu eru orðnar goðsagnir í íslenskri handboltasögu. Hársbreidd frá úrslitaleik Mótið árið 1993 fór fram í Egyptalandi og komust sextán lönd í úrslitakeppnina en Ísland var í riðli með heimamönnum Egyptum, Rúmeníu og Grikklandi í riðlakeppninni. Öll liðin unnu örugga sigra á Grikkjum en Ísland lagði þar að auki Egypta en tapaði fyrir Rúmeníu í lokaleik riðlakeppninnar. Ísland fór því áfram í milliriðla þar sem liðið mætti Svíum, Argentínu og svo mótherjum liðsins í dag; Portúgal. Ísland vann alla leiki sína í riðlakeppninni en það gerðu Egyptar líka og urðu því í efsta sæti á markatölu en innbyrðisviðureignin í riðlakeppninni taldi ekkert. Fréttin eftir sigur Íslands gegn Portúgal þar sem Ísland tryggði sér sæti í bronsleiknum.Skjáskot af timarit.is Fyrirkomulag keppninnar var með þeim hætti að efsta liðið fór beint í úrslitaleik og liðið í öðru sæti fór í leik um bronsverðlaun. Þar mætti Ísland liði Rússa. Leikurinn um bronsið var æsispennandi. Í grein DV um leikinn á sínum tíma kemur fram að Aron Kristjánsson, núverandi þjálfari Barein og íþróttastjóri handknattleiksdeildar Hauka, var hetja liðsins. Hann skoraði sigurmarkið í leiknum um leið og flautan gall og tryggði Íslandi 21-20 sigur. Aron Kristjánsson var hetja Íslands á móti Rússum árið 1993.Skjáskot af timarit.is Í liði Íslands voru meðal annars Patrekur Jóhannesson, Ólafur Stefánsson, Dagur Sigurðsson og Róbert Sighvatsson. Í viðtali við Þorberg Aðalsteinsson sem birtist í tölublaði DV þann 20. september 1993 kemur fram að 25 þúsund áhorfendur hafi verið í höllinni þar sem leikurinn fór fram. „Það var stórkostlegt að vinna í svona spennu. Það voru 25 þúsund manns í höllinni sem voru allir á bandi Rússanna og því var sigurinn enn sætari. Það er svolítið erfitt að kyngja því að hafa ekki farið alla leið. Við töpuðum aðeins einum leik en Danir komust í úrslitaleikinn þrátt fyrir tvö töp,“ og í viðtalinu við Þorberg kemur einnig fram að Patrekur og Ólafur hafi átt góðan leik gegn Rússum en þeir voru markahæstir Íslendinga. Egyptar unnu sigur í úrslitaleiknum gegn Dönum 22-19. Á forsíðu íþróttablaðs DV þann 20. september 1993 má sjá mynd af liðinu þegar það kom til landsins eftir mótið í Egyptalandi. Þar kemur fram að um sé að ræða fyrstu verðlaun Íslendinga í flokkaíþrótt á heimsmeistaramóti. Forsíða íþróttablaðs DV þann 20. september 1993. Á myndinni má sjá íslenska hópinn við komuna til landsins eftir mótið í Egyptalandi og glittir í mörg kunnugleg andlitSkjáskot af timarit.is Síðan á mótinu í Egyptalandi hefur Ísland best náð 9. sætinu en það var árið 2005. Mótið í ár er fyrsta heimsmeistaramótið sem hefur verið haldið síðan 2019 en mótið árið 2021 féll niður vegna kórónuveirufaraldursins. Það verður því áhugavert að sjá hvort íslenska liðið nær að koma sér í undanúrslit á eftir með því að leggja Portúgal. Liðið hefur bætt sig með hverjum leiknum og eftir brösuga byrjun í riðlakeppninni hefur því vaxið ásmegin eftir því sem á mótið hefur liðið. Leikurinn í dag hefst klukkan 13:45 og verður hægt að fylgjast með honum í beinni útsendingu á Youtube. Ísland U21 mætir Portúgal í 8-liða úrslitum HM á fimmtudaginn.Portúgal töpuðu í úrslitum á EM gegn Spánverjum í sama aldursflokki í fyrra. Þá með Costa bræðurna sem eru ekki með þeim á þessu móti vegna álags. Ísland er því ekki að mæta sterkasta liði Portúgals. https://t.co/M0LuO5G8Ul— Arnar Daði (@arnardadi) June 27, 2023 Landslið karla í handbolta Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
U-21 árs Landslið Íslands og Portúgals mætast í dag í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik en leikurinn fer fram í Berlín í Þýskalandi. Íslenska liðið hefur unnið alla leiki sína á mótinu til þessa og virðist vera að gera góða hluti undir stjórn þjálfaranna Einars Andra Einarssonar og Róberts Gunnarssonar. Það er orðið ansi langt síðan Ísland komst svona langt á heimsmeistaramóti U-21 árs landsliða. Það gerðist síðast árið 1993 en þá voru margir leikmenn í íslenska liðinu sem fyrir löngu eru orðnar goðsagnir í íslenskri handboltasögu. Hársbreidd frá úrslitaleik Mótið árið 1993 fór fram í Egyptalandi og komust sextán lönd í úrslitakeppnina en Ísland var í riðli með heimamönnum Egyptum, Rúmeníu og Grikklandi í riðlakeppninni. Öll liðin unnu örugga sigra á Grikkjum en Ísland lagði þar að auki Egypta en tapaði fyrir Rúmeníu í lokaleik riðlakeppninnar. Ísland fór því áfram í milliriðla þar sem liðið mætti Svíum, Argentínu og svo mótherjum liðsins í dag; Portúgal. Ísland vann alla leiki sína í riðlakeppninni en það gerðu Egyptar líka og urðu því í efsta sæti á markatölu en innbyrðisviðureignin í riðlakeppninni taldi ekkert. Fréttin eftir sigur Íslands gegn Portúgal þar sem Ísland tryggði sér sæti í bronsleiknum.Skjáskot af timarit.is Fyrirkomulag keppninnar var með þeim hætti að efsta liðið fór beint í úrslitaleik og liðið í öðru sæti fór í leik um bronsverðlaun. Þar mætti Ísland liði Rússa. Leikurinn um bronsið var æsispennandi. Í grein DV um leikinn á sínum tíma kemur fram að Aron Kristjánsson, núverandi þjálfari Barein og íþróttastjóri handknattleiksdeildar Hauka, var hetja liðsins. Hann skoraði sigurmarkið í leiknum um leið og flautan gall og tryggði Íslandi 21-20 sigur. Aron Kristjánsson var hetja Íslands á móti Rússum árið 1993.Skjáskot af timarit.is Í liði Íslands voru meðal annars Patrekur Jóhannesson, Ólafur Stefánsson, Dagur Sigurðsson og Róbert Sighvatsson. Í viðtali við Þorberg Aðalsteinsson sem birtist í tölublaði DV þann 20. september 1993 kemur fram að 25 þúsund áhorfendur hafi verið í höllinni þar sem leikurinn fór fram. „Það var stórkostlegt að vinna í svona spennu. Það voru 25 þúsund manns í höllinni sem voru allir á bandi Rússanna og því var sigurinn enn sætari. Það er svolítið erfitt að kyngja því að hafa ekki farið alla leið. Við töpuðum aðeins einum leik en Danir komust í úrslitaleikinn þrátt fyrir tvö töp,“ og í viðtalinu við Þorberg kemur einnig fram að Patrekur og Ólafur hafi átt góðan leik gegn Rússum en þeir voru markahæstir Íslendinga. Egyptar unnu sigur í úrslitaleiknum gegn Dönum 22-19. Á forsíðu íþróttablaðs DV þann 20. september 1993 má sjá mynd af liðinu þegar það kom til landsins eftir mótið í Egyptalandi. Þar kemur fram að um sé að ræða fyrstu verðlaun Íslendinga í flokkaíþrótt á heimsmeistaramóti. Forsíða íþróttablaðs DV þann 20. september 1993. Á myndinni má sjá íslenska hópinn við komuna til landsins eftir mótið í Egyptalandi og glittir í mörg kunnugleg andlitSkjáskot af timarit.is Síðan á mótinu í Egyptalandi hefur Ísland best náð 9. sætinu en það var árið 2005. Mótið í ár er fyrsta heimsmeistaramótið sem hefur verið haldið síðan 2019 en mótið árið 2021 féll niður vegna kórónuveirufaraldursins. Það verður því áhugavert að sjá hvort íslenska liðið nær að koma sér í undanúrslit á eftir með því að leggja Portúgal. Liðið hefur bætt sig með hverjum leiknum og eftir brösuga byrjun í riðlakeppninni hefur því vaxið ásmegin eftir því sem á mótið hefur liðið. Leikurinn í dag hefst klukkan 13:45 og verður hægt að fylgjast með honum í beinni útsendingu á Youtube. Ísland U21 mætir Portúgal í 8-liða úrslitum HM á fimmtudaginn.Portúgal töpuðu í úrslitum á EM gegn Spánverjum í sama aldursflokki í fyrra. Þá með Costa bræðurna sem eru ekki með þeim á þessu móti vegna álags. Ísland er því ekki að mæta sterkasta liði Portúgals. https://t.co/M0LuO5G8Ul— Arnar Daði (@arnardadi) June 27, 2023
Landslið karla í handbolta Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn