„Þetta er það sem deildin okkar stendur fyrir“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. júní 2023 23:01 Sigursteinn Arndal er þjálfari FH í Olís-deildinni og hefur fylgst vel með framgangi U-21 árs liðsins á heimsmeistaramótinu. Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum undir tuttugu og eins árs mætir Portúgal í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins á morgun. Þjálfari FH segir möguleika á sæti í undanúrslitum klárlega vera til staðar. U-21 árs landslið Íslands er skipað leikmönnum úr Olís-deild karla, leikmönnum sem leika lykilhlutverk í sínum liðum. Þetta skiptir sköpum segir Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í Olís-deildinni. Sigursteinn hefur fylgst vel með framgöngu strákanna okkar á mótinu. Í liðinu leika meðal annars Einar Bragi Aðalsteinsson og Jóhannes Berg Andrason sem leika stór hlutverk í FH í efstu deild hér á landi. „Fyrst og síðast bara frábær árangur að vera kominn í 8-liða úrslit. Það verður að viðurkennast að byrjunin var alveg smá stirðbusaleg. Það er oft flókið verkefni að fara í leiki á móti þjóðum sem þú átt að vinna og sama skapi fyrstu leiki í móti. Mér finnst liðið og þjálfararnir hafa tekist vel á við þetta og eru búnir að sýna góða leiki gegn Serbum og Egyptum.“ Sigursteinn segir Olís-deildina standa fyrir það að gefa ungum leikmönnum tækifæri snemma. „Það er mikið af strákum sem eru búnir að vera í stórum hlutverkum í deildinni. Það er bara það sem deildin okkar stendur fyrir að gefa ungum mönnum tækifæri snemma og þeir eru klárlega að njóta góðs af því.“ Leikurinn á morgun gegn Portúgal verður erfiður en Portúgal fékk silfur á síðasta heimsmeistaramóti í þessum aldursflokki. „Möguleikarnir eru klárlega til staðar. Það er bara þetta gamla íslenska, að fara ekki algjörlega fram úr sér. Þeir eru með gott lið, búnir að vinna Spánverja svo eitthvað sé talið, og með góða leikmenn í sterkum liðum í stóru hlutverki. Vissulega möguleikar en ég held þetta sé algjörlega 50/50 og að fara í undanúrslit með okkar lið væri algjörlega magnað,“ segir Sigursteinn að lokum. Allt innslagið úr Sportpakka kvöldsins má sjá hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta Olís-deild karla Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
U-21 árs landslið Íslands er skipað leikmönnum úr Olís-deild karla, leikmönnum sem leika lykilhlutverk í sínum liðum. Þetta skiptir sköpum segir Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í Olís-deildinni. Sigursteinn hefur fylgst vel með framgöngu strákanna okkar á mótinu. Í liðinu leika meðal annars Einar Bragi Aðalsteinsson og Jóhannes Berg Andrason sem leika stór hlutverk í FH í efstu deild hér á landi. „Fyrst og síðast bara frábær árangur að vera kominn í 8-liða úrslit. Það verður að viðurkennast að byrjunin var alveg smá stirðbusaleg. Það er oft flókið verkefni að fara í leiki á móti þjóðum sem þú átt að vinna og sama skapi fyrstu leiki í móti. Mér finnst liðið og þjálfararnir hafa tekist vel á við þetta og eru búnir að sýna góða leiki gegn Serbum og Egyptum.“ Sigursteinn segir Olís-deildina standa fyrir það að gefa ungum leikmönnum tækifæri snemma. „Það er mikið af strákum sem eru búnir að vera í stórum hlutverkum í deildinni. Það er bara það sem deildin okkar stendur fyrir að gefa ungum mönnum tækifæri snemma og þeir eru klárlega að njóta góðs af því.“ Leikurinn á morgun gegn Portúgal verður erfiður en Portúgal fékk silfur á síðasta heimsmeistaramóti í þessum aldursflokki. „Möguleikarnir eru klárlega til staðar. Það er bara þetta gamla íslenska, að fara ekki algjörlega fram úr sér. Þeir eru með gott lið, búnir að vinna Spánverja svo eitthvað sé talið, og með góða leikmenn í sterkum liðum í stóru hlutverki. Vissulega möguleikar en ég held þetta sé algjörlega 50/50 og að fara í undanúrslit með okkar lið væri algjörlega magnað,“ segir Sigursteinn að lokum. Allt innslagið úr Sportpakka kvöldsins má sjá hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta Olís-deild karla Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti