Samskipti sín við forstjóra HSS ávallt á formlegu nótunum Bjarki Sigurðsson skrifar 28. júní 2023 12:41 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Einar Heilbrigðisráðherra segir samskipti sín við forstjóra HSS ávallt hafa verið á formlegu nótunum og getur ráðherra ekki tjáð sig um ásakanir hans. Segist hann einungis hafa verið að sinna eftirlitsskyldum sínum. Fyrir helgi greindi Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, frá því að hann hafi orðið óviðunandi framkomu af hálfu Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra og vildi meina að ráðherrann hafi beitt hann óeðlilegum þrýstingi. Óskaði hann eftir áliti Umboðsmanns Alþingis vegna þessa og sagði ráðherrann hafa farið verulega út fyrir sín mörk gagnvart honum. Heilbrigðisráðherra segir samskipti þeirra tveggja einna helst hafa verið formlegs eðlis í gegnum bréfaskrif. Hann geti ekki tjáð sig sérstaklega um ásakanir forstjórans en hann hafi einungis verið að fara eftir eftirlitsskyldum sínum í samræmi við lög um opinber fjármál. Þá hafi boðaður fundur þeirra sem var aflýst á síðustu stundu ekki snúist um framhald forstjórans í starfinu. „Ég er bara að sinna minni skyldu, ef hann metur það svo að kröfur okkar um að útlista hvað felst í frávikum, ef honum finnst það vera einhver þrýstingur af okkur í ráðuneytinu eða mín. Það er bara mín skylda að kalla eftir þessum upplýsingum og er í samræmi við lög um opinber fjármál,“ segir Willum. Skipunartími forstjórans rennur út eftir átta mánuði en samkvæmt lögum þarf ráðherra að tilkynna honum með sex mánaða fyrirvara hvort hann hyggist auglýsa stöðuna. Willum segist ekki hafa tekið neina ákvörðun hvað varðar framtíð forstjórans. „Við erum bara að ræða þessi mál. Greina stöðuna. Það er sú skylda sem hvílir á okkur og það hefur komið upp einhver ágreiningur innan framkvæmdastjórnar hvernig eigi að fara í þær úrbótatillögur. Það er þá þeirra að leysa en ekki mín eða ráðuneytisins. Við förum fram á upplýsingar um stöðuna,“ segir Willum. Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fyrir helgi greindi Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, frá því að hann hafi orðið óviðunandi framkomu af hálfu Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra og vildi meina að ráðherrann hafi beitt hann óeðlilegum þrýstingi. Óskaði hann eftir áliti Umboðsmanns Alþingis vegna þessa og sagði ráðherrann hafa farið verulega út fyrir sín mörk gagnvart honum. Heilbrigðisráðherra segir samskipti þeirra tveggja einna helst hafa verið formlegs eðlis í gegnum bréfaskrif. Hann geti ekki tjáð sig sérstaklega um ásakanir forstjórans en hann hafi einungis verið að fara eftir eftirlitsskyldum sínum í samræmi við lög um opinber fjármál. Þá hafi boðaður fundur þeirra sem var aflýst á síðustu stundu ekki snúist um framhald forstjórans í starfinu. „Ég er bara að sinna minni skyldu, ef hann metur það svo að kröfur okkar um að útlista hvað felst í frávikum, ef honum finnst það vera einhver þrýstingur af okkur í ráðuneytinu eða mín. Það er bara mín skylda að kalla eftir þessum upplýsingum og er í samræmi við lög um opinber fjármál,“ segir Willum. Skipunartími forstjórans rennur út eftir átta mánuði en samkvæmt lögum þarf ráðherra að tilkynna honum með sex mánaða fyrirvara hvort hann hyggist auglýsa stöðuna. Willum segist ekki hafa tekið neina ákvörðun hvað varðar framtíð forstjórans. „Við erum bara að ræða þessi mál. Greina stöðuna. Það er sú skylda sem hvílir á okkur og það hefur komið upp einhver ágreiningur innan framkvæmdastjórnar hvernig eigi að fara í þær úrbótatillögur. Það er þá þeirra að leysa en ekki mín eða ráðuneytisins. Við förum fram á upplýsingar um stöðuna,“ segir Willum.
Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira