Boðað til hluthafafundar í lok júlí Lovísa Arnardóttir skrifar 28. júní 2023 11:59 Finnur segist ekki óttast sína stöðu en að hann taki því sem komi. Vísir/Vilhelm Finnur Árnason, formaður stjórnar Íslandsbanka, segir að boðað verði til hluthafafundar bankans þann 28. júlí. Hann segir síðustu daga hafa verið erfiða. Nýr bankastjóri er tekinn við. Tilkynnt var um afsögn Birnu í tilkynningu til kauphallar í nótt og nýjan bankastjóra. Haldinn var starfsmannafundur með starfsfólki snemma í morgun þar sem Birna fékk að kveðja starfsfólk og nýr bankastjóri kynntur inn. „Þetta hefur verið erfitt og auðvitað í gær, þegar Birna óskaði eftir því að láta af störfum, það var þungt,“ segir Finnur. Birna Einarsdóttir fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka segist yfirgefa bankann með trega en þó sátt. Vísir/Vilhelm Birna sendi sjálf tilkynningu um afsögn sína snemma í morgun þar sem hún sagðist ætla að stíga til hliðar svo að ró geti myndast. „Með því axla ég ábyrgð á mínum þætti málsins. Umræðan hefur verið óvægin og ýmsum stjórnmálamönnum hefur verið tíðrætt um afsögn mína. Ég óska þeim velfarnaðar í þeirra störfum,“ sagði Birna í tilkynningu sinni og að hún yfirgæfi bankann með miklum trega en að hún væri sátt við sitt verk. Nánasti samstarfsmaður Birnu Jón Guðni Ómarsson tók við starfi Birnu en að sögn Finns hefur hann verið staðgengill Birnu og hennar nánasti samstarfsmaður síðustu ár og ráðningin þannig til að tryggja samfellu. Finnur segir ráðningu aðeins fyrstu viðbrögð bankans en að svo ráðist framhaldið á hluthafafundi.„Það er hluthafafundur fram undan og stjórnenda að vinna úr þeim úrbótum sem að okkur er falið,“ segir Finnur. En hvað með hans eigin stöðu á fundinum? „Ég mun taka því sem að höndum ber. Hluthafafundur þá er vald hluthafa og þeir munu tala. Nei, nei, ég óttast það ekki.“ Jón Guðni hefur starfað lengi í bankanum og verið nánasti samstarfsmaður Birnu. Vísir/Vilhelm Spurður um þögn bankans síðustu daga segir Finnur að bankinn hafi viljað umþóttunartíma miðað við þá umræðu sem fór af stað. „Það var mikill stormur og við þurftum að hugsa okkar gang,“ segir Finnur og að hann telji storminum ekki lygnt. „Við erum tilbúin í þessa umræðu en skýrslan kom út á mánudaginn. Það hefur verið fjallað um hana og við göngumst við þeim brotum,“ segir Finnur og að hann sé sannfærður um að það sé mikilvægt að sáttin hafi verið gerð. Hún rammi inn alvarleika brotanna. „Fjármálaeftirlitinu hefði ekki verið heimilt að gera við okkur sátt ef brotin væru utan þess ramma þannig að við vorum ánægð með að sáttin kláraðist og að sé að baki,“ segir Finnur. Finnur segir að innri endurskoðun bankans hafi skilað skýrslu um málið í maí í fyrra sem hafi verið send Fjármálaeftirlitinu og strax þá hafi verið farið í breytingar á verklagi innan bankans eins og hvað varðar til dæmis kaup starfsmanna og skilyrðislausar upptökur starfsmanna. En er bankanum enn treystandi fyrir sölu fyrirtækja? „Já, ég held það, en það er auðvitað bankans að byggja upp það traust sem hann hafði og þetta verkefni sneri að ákveðinni starfsemi. Fjármálaeftirlitið gerir fjölmargar úttektir á starfsemi bankans, viðamiklar úttektir, þær eru heilt yfir að koma vel út. Þetta verkefni fór illa og þessi skýrsla hún segir það,“ segir Finnur og að allt of víðtækar ályktanir séu dregnar um almenna starfsemi bankans út frá þessu verkefni. Hann segir almenna starfsemi bankans í lagi og að fólk eigi ekki að óttast það að vera í viðskiptum við bankann. Þau merki ekki brottfall frá bankanum síðustu daga. Málinu er þó langt frá því að vera lokið því eftir hádegi þar sem brot bankans verða rædd á opnum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Kauphöllin Tengdar fréttir Jón Guðni ráðinn bankastjóri af stjórn Íslandsbanka Stjórn Íslandsbanka hefur komist að samkomulagi við Birnu Einarsdóttur um starfslok hennar hjá bankanum og ráðið Jón Guðna Ómarsson í starf bankastjóra. Jón Guðni hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra fjármála bankans og mun sinna því áfram þar til ráðið hefur verið í þá stöðu. 28. júní 2023 06:26 Hlutabréfaverð ISB réttir úr kútnum við brotthvarf Birnu Gengi hlutabréfa Íslandsbanka, sem hafði fallið skarpt fyrstu tvo daga vikunnar, hefur hækkað um meira en þrjú prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun. Gengishækkunin kemur í kjölfar þess tilkynnt var um það fyrr í nótt að samið hefði verið um starfslok Birnu Einarsdóttur eftir að bankinn braut fjölmörg lög og innri reglur félagsins við sölu á hlutum í sjálfum í útboði ríkisins í fyrra. 28. júní 2023 10:44 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Tilkynnt var um afsögn Birnu í tilkynningu til kauphallar í nótt og nýjan bankastjóra. Haldinn var starfsmannafundur með starfsfólki snemma í morgun þar sem Birna fékk að kveðja starfsfólk og nýr bankastjóri kynntur inn. „Þetta hefur verið erfitt og auðvitað í gær, þegar Birna óskaði eftir því að láta af störfum, það var þungt,“ segir Finnur. Birna Einarsdóttir fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka segist yfirgefa bankann með trega en þó sátt. Vísir/Vilhelm Birna sendi sjálf tilkynningu um afsögn sína snemma í morgun þar sem hún sagðist ætla að stíga til hliðar svo að ró geti myndast. „Með því axla ég ábyrgð á mínum þætti málsins. Umræðan hefur verið óvægin og ýmsum stjórnmálamönnum hefur verið tíðrætt um afsögn mína. Ég óska þeim velfarnaðar í þeirra störfum,“ sagði Birna í tilkynningu sinni og að hún yfirgæfi bankann með miklum trega en að hún væri sátt við sitt verk. Nánasti samstarfsmaður Birnu Jón Guðni Ómarsson tók við starfi Birnu en að sögn Finns hefur hann verið staðgengill Birnu og hennar nánasti samstarfsmaður síðustu ár og ráðningin þannig til að tryggja samfellu. Finnur segir ráðningu aðeins fyrstu viðbrögð bankans en að svo ráðist framhaldið á hluthafafundi.„Það er hluthafafundur fram undan og stjórnenda að vinna úr þeim úrbótum sem að okkur er falið,“ segir Finnur. En hvað með hans eigin stöðu á fundinum? „Ég mun taka því sem að höndum ber. Hluthafafundur þá er vald hluthafa og þeir munu tala. Nei, nei, ég óttast það ekki.“ Jón Guðni hefur starfað lengi í bankanum og verið nánasti samstarfsmaður Birnu. Vísir/Vilhelm Spurður um þögn bankans síðustu daga segir Finnur að bankinn hafi viljað umþóttunartíma miðað við þá umræðu sem fór af stað. „Það var mikill stormur og við þurftum að hugsa okkar gang,“ segir Finnur og að hann telji storminum ekki lygnt. „Við erum tilbúin í þessa umræðu en skýrslan kom út á mánudaginn. Það hefur verið fjallað um hana og við göngumst við þeim brotum,“ segir Finnur og að hann sé sannfærður um að það sé mikilvægt að sáttin hafi verið gerð. Hún rammi inn alvarleika brotanna. „Fjármálaeftirlitinu hefði ekki verið heimilt að gera við okkur sátt ef brotin væru utan þess ramma þannig að við vorum ánægð með að sáttin kláraðist og að sé að baki,“ segir Finnur. Finnur segir að innri endurskoðun bankans hafi skilað skýrslu um málið í maí í fyrra sem hafi verið send Fjármálaeftirlitinu og strax þá hafi verið farið í breytingar á verklagi innan bankans eins og hvað varðar til dæmis kaup starfsmanna og skilyrðislausar upptökur starfsmanna. En er bankanum enn treystandi fyrir sölu fyrirtækja? „Já, ég held það, en það er auðvitað bankans að byggja upp það traust sem hann hafði og þetta verkefni sneri að ákveðinni starfsemi. Fjármálaeftirlitið gerir fjölmargar úttektir á starfsemi bankans, viðamiklar úttektir, þær eru heilt yfir að koma vel út. Þetta verkefni fór illa og þessi skýrsla hún segir það,“ segir Finnur og að allt of víðtækar ályktanir séu dregnar um almenna starfsemi bankans út frá þessu verkefni. Hann segir almenna starfsemi bankans í lagi og að fólk eigi ekki að óttast það að vera í viðskiptum við bankann. Þau merki ekki brottfall frá bankanum síðustu daga. Málinu er þó langt frá því að vera lokið því eftir hádegi þar sem brot bankans verða rædd á opnum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Kauphöllin Tengdar fréttir Jón Guðni ráðinn bankastjóri af stjórn Íslandsbanka Stjórn Íslandsbanka hefur komist að samkomulagi við Birnu Einarsdóttur um starfslok hennar hjá bankanum og ráðið Jón Guðna Ómarsson í starf bankastjóra. Jón Guðni hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra fjármála bankans og mun sinna því áfram þar til ráðið hefur verið í þá stöðu. 28. júní 2023 06:26 Hlutabréfaverð ISB réttir úr kútnum við brotthvarf Birnu Gengi hlutabréfa Íslandsbanka, sem hafði fallið skarpt fyrstu tvo daga vikunnar, hefur hækkað um meira en þrjú prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun. Gengishækkunin kemur í kjölfar þess tilkynnt var um það fyrr í nótt að samið hefði verið um starfslok Birnu Einarsdóttur eftir að bankinn braut fjölmörg lög og innri reglur félagsins við sölu á hlutum í sjálfum í útboði ríkisins í fyrra. 28. júní 2023 10:44 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Jón Guðni ráðinn bankastjóri af stjórn Íslandsbanka Stjórn Íslandsbanka hefur komist að samkomulagi við Birnu Einarsdóttur um starfslok hennar hjá bankanum og ráðið Jón Guðna Ómarsson í starf bankastjóra. Jón Guðni hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra fjármála bankans og mun sinna því áfram þar til ráðið hefur verið í þá stöðu. 28. júní 2023 06:26
Hlutabréfaverð ISB réttir úr kútnum við brotthvarf Birnu Gengi hlutabréfa Íslandsbanka, sem hafði fallið skarpt fyrstu tvo daga vikunnar, hefur hækkað um meira en þrjú prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun. Gengishækkunin kemur í kjölfar þess tilkynnt var um það fyrr í nótt að samið hefði verið um starfslok Birnu Einarsdóttur eftir að bankinn braut fjölmörg lög og innri reglur félagsins við sölu á hlutum í sjálfum í útboði ríkisins í fyrra. 28. júní 2023 10:44