Sex tímar á dag gjaldfrjálsir í leikskólum Kópavogs Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. júní 2023 08:23 Breytingarnar taka gildi 1. september næstkomandi. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt tillögur starfshóps um skipulag og starfsumhverfi leikskóla í sveitarfélaginu, sem fela meðal annars í sér að sex tímar á dag verða gjaldfrjálsir. Þá verða leikskólagjöldin tekjutengd, heimgreiðslur til foreldra teknar upp og sveigjanleiki dvalartíma aukinn, segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Breytingarnar taka gildi 1. september næstkomandi. Áfram verður greitt fyrir fæði og þá munu dvalargjöld umfram sex tíma fara stigvaxandi með auknum dvalartíma. Tekinn verður upp tekjutengdur afsláttur. Opnunartími leikskólanna verður óbreyttur frá hálf átta til hálf fimm en skipulagt starf einkum fara fram frá níu til þrjú. Í tilkynningunni segir að um tímamótabreytingar sé að ræða en tillögur starfshópsins hafi verið unnar í víðtæku samráði við helstu hagsmunaaðila. Þær endurspegli sameiginlega sýn þeirra sem tóku þátt í stefnumótuninni. Starfsemi leikskólanna verður takmörkuð milli jóla og nýárs, dymbilviku og í vetrarleyfum en tveir til fimm leikskólar hafðir opnir til að koma til móts við foreldra og starfsfólk starfandi þar sem þekkir börnin. Þá stendur til að koma á leikskóladeild fyrir 5 ára börn inann grunnskóla Kópavogs með það að markmiði að fjölga leikskólarýmum og styrkja samstarf og samfellu milli leik- og grunnskóla. „Breytingarnar eru í senn róttækar og spennandi. Með þeim erum við að auka sveigjanleika í leikskólakerfinu og efla leikskólastarfið með hag barnanna í fyrsta sæti, enda er Kópavogur barnvænt sveitarfélag. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og það er mjög mikilvægt að hlúa vel að því, bæði með hag barna sem og starfsfólks að leiðarljósi,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóri Kópavogs. Kópavogur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira
Þá verða leikskólagjöldin tekjutengd, heimgreiðslur til foreldra teknar upp og sveigjanleiki dvalartíma aukinn, segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Breytingarnar taka gildi 1. september næstkomandi. Áfram verður greitt fyrir fæði og þá munu dvalargjöld umfram sex tíma fara stigvaxandi með auknum dvalartíma. Tekinn verður upp tekjutengdur afsláttur. Opnunartími leikskólanna verður óbreyttur frá hálf átta til hálf fimm en skipulagt starf einkum fara fram frá níu til þrjú. Í tilkynningunni segir að um tímamótabreytingar sé að ræða en tillögur starfshópsins hafi verið unnar í víðtæku samráði við helstu hagsmunaaðila. Þær endurspegli sameiginlega sýn þeirra sem tóku þátt í stefnumótuninni. Starfsemi leikskólanna verður takmörkuð milli jóla og nýárs, dymbilviku og í vetrarleyfum en tveir til fimm leikskólar hafðir opnir til að koma til móts við foreldra og starfsfólk starfandi þar sem þekkir börnin. Þá stendur til að koma á leikskóladeild fyrir 5 ára börn inann grunnskóla Kópavogs með það að markmiði að fjölga leikskólarýmum og styrkja samstarf og samfellu milli leik- og grunnskóla. „Breytingarnar eru í senn róttækar og spennandi. Með þeim erum við að auka sveigjanleika í leikskólakerfinu og efla leikskólastarfið með hag barnanna í fyrsta sæti, enda er Kópavogur barnvænt sveitarfélag. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og það er mjög mikilvægt að hlúa vel að því, bæði með hag barna sem og starfsfólks að leiðarljósi,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóri Kópavogs.
Kópavogur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira