„Ég hugsa að ég myndi vinna þig“ Smári Jökull Jónsson skrifar 27. júní 2023 23:30 Duplantis er viss um að hann geti hlaupið hraðar en Shelly Ann Fraser-Pryce. Vísir/Getty Heims- og Ólympíusmeistarinn í stangarstökki karla er viss um að hann geti hlaupið hraðar en hraðasta kona síðustu ára. Hann vill mæta Shelly Ann Fraser-Pryce á hlaupabrautinni. Sænski stangarstökkvarinn Armand Duplantis hefur verið ein skærasta stjarna frjálsíþróttaheimsins síðustu árin en hann sló meðal annars heimsmetið í greininni árið 2020 en þá hafði Sergei Bubka átt metið í tæp 30 ár. Hið sama má segja um Shelly Ann Fraser-Pryce. Hún hefur raðað inn gullverðlaunum á heimsmeistaramótum og ólympíuleikum og er handhafi bæði heimsmeistara- og ólympíutitils í 100 metra hlaupi. Duplantis virðist hins vegar vilja sanna sig á hlaupabrautinni. Hann dreymir um að mæta Fraser-Pryce í 100 metra spretti en það var hún sem hóf umræðuna á sameiginlegum blaðamannafundi fyrir mót á Demantamótaröðinni í Brussel á síðasta ári þegar hún spurði Duplantis hversu fljótur hann væri að hlaupa metrana hundrað. „Ég hugsa að ég myndi vinna þig,“ svaraði Duplantis. „Viltu veðja?“ var svar hlaupadrottningarinnar og meira varð ekki úr umræðunni í það skiptið. „Mér er 100% alvara“ Fraser-Pryce hélt umræðunni hins vegar áfram fyrir næsta mót í Zurich. „Eingi möguleikinn hans er ef hann fær að nota stöngina til að hoppa og ná 45 metra forskoti,“ sagði Fraser-Pryce þá í viðtali og Duplantis svaraði með því að segjast vera til í slaginn ef henni væri alvara. Í kvöld fór fram mót á Demantamótaröðinni í Ostrava í Tékklandi og þá dúkkaði málið skyndilega upp á ný. „Ég myndi algjörlega vilja mæta henni og mér er 100% alvara. Ég myndi vilja vita hvar ég stæði í einvígi eins og þessu og ég hef ekki hugmynd um hvaða tíma ég get náð í 100 metra hlaupi,“ sagði Duplantis á blaðamannafundi. Einvígi þeirra Duplantis og Fraser-Pryce myndi án efa vekja mikla athygli enda bæði mikið afreksfólk, hvort í sinni grein. Ólíklegt er þó að af verði á næstunni þar sem hin 36 ára gamla Fraser-Pryce glímir við meiðsli á hné og hefur ekki keppt síðan í maí. Fraser-Pryce hefur unnið þrjú ólympíugull og tíu gullverðlaun á heimsmeistaramótum. Hún hefur hlaupið best á 10,60 sekúndum í 100 metra hlaupi en það gerði hún í Lousanne árið 2021. Þeir sem eru kunnugir Duplantis segja hann geta hlaupið undir 10,50 sekúndum en slíkar vangaveltur fá ekki svar nema af einvígi þeirra verður. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Fleiri fréttir Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Sjá meira
Sænski stangarstökkvarinn Armand Duplantis hefur verið ein skærasta stjarna frjálsíþróttaheimsins síðustu árin en hann sló meðal annars heimsmetið í greininni árið 2020 en þá hafði Sergei Bubka átt metið í tæp 30 ár. Hið sama má segja um Shelly Ann Fraser-Pryce. Hún hefur raðað inn gullverðlaunum á heimsmeistaramótum og ólympíuleikum og er handhafi bæði heimsmeistara- og ólympíutitils í 100 metra hlaupi. Duplantis virðist hins vegar vilja sanna sig á hlaupabrautinni. Hann dreymir um að mæta Fraser-Pryce í 100 metra spretti en það var hún sem hóf umræðuna á sameiginlegum blaðamannafundi fyrir mót á Demantamótaröðinni í Brussel á síðasta ári þegar hún spurði Duplantis hversu fljótur hann væri að hlaupa metrana hundrað. „Ég hugsa að ég myndi vinna þig,“ svaraði Duplantis. „Viltu veðja?“ var svar hlaupadrottningarinnar og meira varð ekki úr umræðunni í það skiptið. „Mér er 100% alvara“ Fraser-Pryce hélt umræðunni hins vegar áfram fyrir næsta mót í Zurich. „Eingi möguleikinn hans er ef hann fær að nota stöngina til að hoppa og ná 45 metra forskoti,“ sagði Fraser-Pryce þá í viðtali og Duplantis svaraði með því að segjast vera til í slaginn ef henni væri alvara. Í kvöld fór fram mót á Demantamótaröðinni í Ostrava í Tékklandi og þá dúkkaði málið skyndilega upp á ný. „Ég myndi algjörlega vilja mæta henni og mér er 100% alvara. Ég myndi vilja vita hvar ég stæði í einvígi eins og þessu og ég hef ekki hugmynd um hvaða tíma ég get náð í 100 metra hlaupi,“ sagði Duplantis á blaðamannafundi. Einvígi þeirra Duplantis og Fraser-Pryce myndi án efa vekja mikla athygli enda bæði mikið afreksfólk, hvort í sinni grein. Ólíklegt er þó að af verði á næstunni þar sem hin 36 ára gamla Fraser-Pryce glímir við meiðsli á hné og hefur ekki keppt síðan í maí. Fraser-Pryce hefur unnið þrjú ólympíugull og tíu gullverðlaun á heimsmeistaramótum. Hún hefur hlaupið best á 10,60 sekúndum í 100 metra hlaupi en það gerði hún í Lousanne árið 2021. Þeir sem eru kunnugir Duplantis segja hann geta hlaupið undir 10,50 sekúndum en slíkar vangaveltur fá ekki svar nema af einvígi þeirra verður.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Fleiri fréttir Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Sjá meira