Marabou og Daim mun hverfa úr hillum IKEA Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. júní 2023 16:31 IKEA í Svíþjóð ætla að hætta að selja vörur frá Mondelez sem sakaðir eru um að styðja við stríðsrekstur Pútíns. Vísir/Vilhelm Sænski húsgagnaframleiðandinn IKEA hyggst taka vörur frá súkkulaðirisanum Mondelez úr sölu. Fyrirtækið er enn með umsvifamikla starfsemi í Rússlandi og greiðir skatta til rússneska ríkisins. Margir fara í húsgagnaverslunina IKEA gagngert til þess að borða og kaupa sælgæti. Þar á meðal súkkulaðið Marabou og Daim sem má segja að orðið sé samofið IKEA eftir áratuga fylgd, enda upprunalega sænskar vörur. Í dag er súkkulaðið hins vegar komið í eigu bandaríska matvörurisans Mondelez sem framleiðir einnig Oreo, Ritz, TUC, Milka, Toblerone, Cadbury og Cote d´Or fílakaramellur. Mondelez er alþjóðlegt fyrirtæki og er með starfsemi í Rússlandi. Hefur Mondelez ekki dregið seglin saman þar í landi nema að litlu leyti þrátt fyrir stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. „Fjármagna sprengjuherferðir“ Í lok maí lýstu úkraínsk stjórnvöld, það er sú ríkisstofnun sem berst gegn spillingu (NACP), að Mondelez væri einn af styrktaraðilum innrásar Rússa í Úkraínu. En Mondelez greiddi 61 milljónir dollara, eða rúma 8 milljarða króna, í skatt til Rússlands árið 2022 vegna starfsemi þriggja verksmiðja. „Allir skattar sem dótturfyrirtækið Mondelez í Rússlandi greiðir fara beint í stríðsrekstur Pútíns. Þetta fjármagnar sprengjuherferðir gagnvart okkur,“ sagði Agía Sagrebelska, yfirmaður hjá NACP við sænska dagblaðið Aftonbladet. IKEA súkkulaði í staðinn Í yfirlýsingu IKEA segir að fyrirtækið hyggist „fasa út“ vörur frá Mondelez. Í staðinn verður súkkulaði sem IKEA framleiðir sjálft sett í hillurnar. IKEA hefur ekki sagt beinum orðum að Mondelez vörur verði teknar úr sölu vegna starfseminnar í Rússlandi. Margir fara í IKEA gagngert til þess að borða eða kaupa súkkulaði. Vísir/Vilhelm Fleiri fyrirtæki hafa tekið Mondelez vörur úr sölu, þar á meðal flugfélagið SAS og SJ, stærsta járnbrautarfyrirtæki Svíþjóðar. ATH UPPFÆRT Í upphaflegri frétt stóð að IKEA á Íslandi hefði ekki fengið tilmæli frá Svíþjóð um að taka Mondelez vörur úr hillum. Hið rétta er að það sama gildir hér á landi og annars staðar. Samkvæmt Stefáni Dagssyni framkvæmdastjóra verða Mondelez vörur smám saman fasaðar út en IKEA sælgæti kemur í staðinn. Matur Innrás Rússa í Úkraínu IKEA Sælgæti Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Margir fara í húsgagnaverslunina IKEA gagngert til þess að borða og kaupa sælgæti. Þar á meðal súkkulaðið Marabou og Daim sem má segja að orðið sé samofið IKEA eftir áratuga fylgd, enda upprunalega sænskar vörur. Í dag er súkkulaðið hins vegar komið í eigu bandaríska matvörurisans Mondelez sem framleiðir einnig Oreo, Ritz, TUC, Milka, Toblerone, Cadbury og Cote d´Or fílakaramellur. Mondelez er alþjóðlegt fyrirtæki og er með starfsemi í Rússlandi. Hefur Mondelez ekki dregið seglin saman þar í landi nema að litlu leyti þrátt fyrir stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. „Fjármagna sprengjuherferðir“ Í lok maí lýstu úkraínsk stjórnvöld, það er sú ríkisstofnun sem berst gegn spillingu (NACP), að Mondelez væri einn af styrktaraðilum innrásar Rússa í Úkraínu. En Mondelez greiddi 61 milljónir dollara, eða rúma 8 milljarða króna, í skatt til Rússlands árið 2022 vegna starfsemi þriggja verksmiðja. „Allir skattar sem dótturfyrirtækið Mondelez í Rússlandi greiðir fara beint í stríðsrekstur Pútíns. Þetta fjármagnar sprengjuherferðir gagnvart okkur,“ sagði Agía Sagrebelska, yfirmaður hjá NACP við sænska dagblaðið Aftonbladet. IKEA súkkulaði í staðinn Í yfirlýsingu IKEA segir að fyrirtækið hyggist „fasa út“ vörur frá Mondelez. Í staðinn verður súkkulaði sem IKEA framleiðir sjálft sett í hillurnar. IKEA hefur ekki sagt beinum orðum að Mondelez vörur verði teknar úr sölu vegna starfseminnar í Rússlandi. Margir fara í IKEA gagngert til þess að borða eða kaupa súkkulaði. Vísir/Vilhelm Fleiri fyrirtæki hafa tekið Mondelez vörur úr sölu, þar á meðal flugfélagið SAS og SJ, stærsta járnbrautarfyrirtæki Svíþjóðar. ATH UPPFÆRT Í upphaflegri frétt stóð að IKEA á Íslandi hefði ekki fengið tilmæli frá Svíþjóð um að taka Mondelez vörur úr hillum. Hið rétta er að það sama gildir hér á landi og annars staðar. Samkvæmt Stefáni Dagssyni framkvæmdastjóra verða Mondelez vörur smám saman fasaðar út en IKEA sælgæti kemur í staðinn.
Matur Innrás Rússa í Úkraínu IKEA Sælgæti Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira