Segir Ísak ekki hafa bankað en eiga að vera pirraðan Sindri Sverrisson skrifar 27. júní 2023 17:01 Ísak Bergmann Jóhannesson svekktur eftir tap Íslands gegn Portúgal á dögunum. Hann er einnig óánægður með hlutskipti sitt hjá FCK. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Peter Christiansen, íþróttastjóri danska knattspyrnuveldisins FC Kaupmannahafnar, lét megna óánægju Ísaks Bergmanns Jóhannessonar ekki koma sér á óvart, og segir leikmenn eiga að vera óhressa ef þeir spili ekki alla leiki. Ísak var opinskár í viðtölum við íslenska miðla á Laugardalsvelli á dögunum, fyrir leikina við Slóvakíu og Portúgal, þegar hann var spurður út í hlutskipti sitt hjá dönsku meisturunum. Þessi tvítugi miðjumaður var aðeins átta sinnum í byrjunarliði FCK í dönsku úrvalsdeildinni í vetur en var 22 sinnum á bekknum og þar af kom hann 14 sinnum inn á. „Ég er náttúrulega bara ósáttur með það hvernig er komið fram við mig eftir góða frammistöðu, til dæmis á móti AGF þar sem ég er góður á miðjunni og legg upp sigurmarkið. Eftir þann leik er mér bara fleygt aftur á bekkinn. Það hefur svolítið verið staðan hjá mér. Ég fæ aldrei nokkra leiki í röð í liðinu þó svo að ég standi mig mjög vel inn á vellinum,“ sagði Ísak í viðtali við Vísi fyrr í þessum mánuði og kvaðst vera að íhuga sína stöðu. „Ég þarf að spila, þetta sýnir mér bara það að sama hvað ég geri þá er mér alltaf fleygt aftur á bekkinn. Þetta er bara eitthvað sem ég þarf að skoða með umboðsmanni mínum,“ sagði Ísak. Ef Ísak væri ekki óánægður ætti hann að vera annars staðar Þetta var önnur leiktíð Ísaks hjá FCK, eftir komuna frá Norrköping í Svíþjóð þar sem hann átti fast sæti í byrjunarliði, og bæði árin hefur hann orðið danskur meistari með liðinu, og auk þess bikarmeistari í ár, en viljað spila mun meira. Það kemur Christiansen ekki á óvart: „Við erum félag sem þarf að vera með marga óánægða leikmenn. Það er bara daglegt brauð hjá félagi eins og FCK. Ef að þeir sem sitja utan liðs eru ekki óánægðir þá eru þeir ekki á réttum stað,“ segir Christiansen á vef Ekstra Bladet. „Ísak er þó aðeins 20 ára en hefur spilað 65 leiki fyrir FCK. Það finnst mér reyndar flott. Að því sögðu þá hefur Ísak ekki enn bankað á dyrnar hjá mér,“ sagði Christiansen sem segir FCK sýna því fullan skilning að leikmenn geti verið óánægðir með sitt hlutskipti. „Ég skil það alveg ef hann vill fara en hann getur líka bara unnið sér sæti í hópnum. Hann hefur alltaf vitað að FCK er sterkur stökkpallur þar sem samkeppnin er mjög hörð,“ saðgi Christiansen. Samningur Ísaks við FCK gildir til sumarsins 2026. Danski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Sjá meira
Ísak var opinskár í viðtölum við íslenska miðla á Laugardalsvelli á dögunum, fyrir leikina við Slóvakíu og Portúgal, þegar hann var spurður út í hlutskipti sitt hjá dönsku meisturunum. Þessi tvítugi miðjumaður var aðeins átta sinnum í byrjunarliði FCK í dönsku úrvalsdeildinni í vetur en var 22 sinnum á bekknum og þar af kom hann 14 sinnum inn á. „Ég er náttúrulega bara ósáttur með það hvernig er komið fram við mig eftir góða frammistöðu, til dæmis á móti AGF þar sem ég er góður á miðjunni og legg upp sigurmarkið. Eftir þann leik er mér bara fleygt aftur á bekkinn. Það hefur svolítið verið staðan hjá mér. Ég fæ aldrei nokkra leiki í röð í liðinu þó svo að ég standi mig mjög vel inn á vellinum,“ sagði Ísak í viðtali við Vísi fyrr í þessum mánuði og kvaðst vera að íhuga sína stöðu. „Ég þarf að spila, þetta sýnir mér bara það að sama hvað ég geri þá er mér alltaf fleygt aftur á bekkinn. Þetta er bara eitthvað sem ég þarf að skoða með umboðsmanni mínum,“ sagði Ísak. Ef Ísak væri ekki óánægður ætti hann að vera annars staðar Þetta var önnur leiktíð Ísaks hjá FCK, eftir komuna frá Norrköping í Svíþjóð þar sem hann átti fast sæti í byrjunarliði, og bæði árin hefur hann orðið danskur meistari með liðinu, og auk þess bikarmeistari í ár, en viljað spila mun meira. Það kemur Christiansen ekki á óvart: „Við erum félag sem þarf að vera með marga óánægða leikmenn. Það er bara daglegt brauð hjá félagi eins og FCK. Ef að þeir sem sitja utan liðs eru ekki óánægðir þá eru þeir ekki á réttum stað,“ segir Christiansen á vef Ekstra Bladet. „Ísak er þó aðeins 20 ára en hefur spilað 65 leiki fyrir FCK. Það finnst mér reyndar flott. Að því sögðu þá hefur Ísak ekki enn bankað á dyrnar hjá mér,“ sagði Christiansen sem segir FCK sýna því fullan skilning að leikmenn geti verið óánægðir með sitt hlutskipti. „Ég skil það alveg ef hann vill fara en hann getur líka bara unnið sér sæti í hópnum. Hann hefur alltaf vitað að FCK er sterkur stökkpallur þar sem samkeppnin er mjög hörð,“ saðgi Christiansen. Samningur Ísaks við FCK gildir til sumarsins 2026.
Danski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Sjá meira