Framtíð stjórnarsamstarfsins gæti ráðist af hvalveiðimálum Heimir Már Pétursson skrifar 27. júní 2023 12:20 Allt lék í lyndi á Kjarvalsstöðum í nóvember 2021 þegar formennirnir kynntu uppfærðan stjórnarsáttmála. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Vísir/Vilhelm Framtíð stjórnarsamstarfsins gæti ráðist af því hvernig hvalveiðimálum framvindur innan ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra bakkar upp ákvörðun matvælaráðherra um tímabundið veiðibann. Fjármálaráðherra og innviðaráðherra segja að málið hins vegar snúast um framtíð hvalveiða almennt og það hefði því átt að koma fyrir Alþingi. Það kom fram í beinni útsendingu í Pallborðinu í morgun, þar sem formenn stjórnarflokkanna sátu fyrir svörum, að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um tímabundið bann við hvalveiðum er mikið hitamál innan ríkisstjórnarinnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist styðja flokkssystur sína Svandísi í ákvörðun hennar þótt ljóst væri að innan stjórnarflokkanna væri ólík sýn á hvalveiðum almennt. Matvælaráðherra hefði fengið til sín mjög skýrt álit frá fagráði um velferð villtra dýra um að veiðarnar væru ekki í anda laga um velferð villtra dýra. Forsætisráðherra sagði matvælaráðherra ekki hafa getað brugðist öðruvísi við en hún gerði eftir að hafa fengið mjög skýrt álit fagráðs um velferð viltra dýra.Vísir/Vilhelm „Ég hefði talið það nánast ómögulegt fyrir ráðherrann að aðhafast ekki með þetta álit. Þótt þarna vegist á annars vegar sjónarmið atvinnurekenda og þetta mjög svo skýra álit sem byggir á lögum um velferð viltra dýra. Þannig að já, ég tel að ráðherrann hafi gert rétt,” sagði Katrín. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði ákvörðun matvælaráðherra hafa komið honum á óvart og hann hefði ekki átt samtal við Svandísi um málið. Það væri margt til umhugsunar varðandi þessa ákvörðun. Bjarni Bendiktsson segir það skýran vilja þingflokks Sjálfstæðisflokksins að ákvörðun matvælaráðherra verði tekin til endurskoðunar.Vísir/Vilhelm Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefði rætt málið oft og síðast í gær. Skilaboðin þaðan væru skýr um að það ætti að endurskoða þessa ákvörðun. „Hér eru ekki bara að vegast á í mínum huga atriði sem snúa að velferð dýra heldur kemur hér margt fleira til. Í fyrsta lagi erum við og höfum verið hvalveiðiþjóð í gegnum tíðina. Það að hætta þeim veiðum eða stöðva þær á grundvelli dýravelferðar er bara risastór ákvörðun sem ég hefði talið að þyrfti að fara fyrir þingið,“ sagði Bjarni. Hvalveiðivertíðun átti að hefjast daginn eftir að matvælaráðherra setti á tímabundið bann við veiðunum.Stöð 2/Egill Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tók undir það með Bjarna að málið snérist um hvalveiðar almennt og hefði þess vegna átt að koma fyrir Alþingi. Það gæti ekki talist meðalhóf í stjórnsýslu að setja bannið á deginum áður en veiðar áttu að hefjast. Sigurður Ingi Jóhannsson telur að ræða hefði þurft bann við hvalveiðum á Alþingi.Vísir/Vilhelm Hvernig hefðir þú viljað að ráðherra brigðist við þegar hún fær þessi gögn upp í hendurnar? „Ég hefði viljað setja saman einhvern hóp af sérfræðingum til að leggjast yfir þetta ráðgefandi álit fagráðsins. Það er síðan alveg sérstök umræða hvort við ætlum að hætta hvalveiðum,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Framvinda þessa máls, Bjarni, skiptir hún máli varðandi framtíð stjórnarsamstarfsins? „Ég skal bara ekkert segja til um það á þessum tímapunkti. Mér finnst þetta ekki vera gott innlegg inn í stjórnarsamstarfið á þessum tímapunkti. Mér finnst aðdragandinn ekki vera ásættanlegur,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins. Pallborð á Vísi um Íslandsbanka söluna, Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Heimir Már Pétursso, Fréttastofa Stöðvar 2 Vísis og Bylgjunnar „Það skiptir auðvitað máli hvernig við nálgumst annars vegar einstaka ákvarðanir sem fyrirfram er vitað að séu umdeildar og síðan hvernig við auðvitað vinum úr þeim í framhaldinu. Þetta mál er eitt þeirra,“ sagði Sigurður Ingi. Katrín sagði ágreiningsmálin mörg á milli ólíkra flokka. Mestu skipti nú að takast á við stöðu efnahagsmála eins og ríkisstjórnin hefði verið að gera. Sagan segir að lítil steinvala getur oft velt þungu hlassi? „Já, já það er líka ákvörðun þeirra sem fara með stjórnartaumana hverju sinni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Það kom fram í beinni útsendingu í Pallborðinu í morgun, þar sem formenn stjórnarflokkanna sátu fyrir svörum, að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um tímabundið bann við hvalveiðum er mikið hitamál innan ríkisstjórnarinnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist styðja flokkssystur sína Svandísi í ákvörðun hennar þótt ljóst væri að innan stjórnarflokkanna væri ólík sýn á hvalveiðum almennt. Matvælaráðherra hefði fengið til sín mjög skýrt álit frá fagráði um velferð villtra dýra um að veiðarnar væru ekki í anda laga um velferð villtra dýra. Forsætisráðherra sagði matvælaráðherra ekki hafa getað brugðist öðruvísi við en hún gerði eftir að hafa fengið mjög skýrt álit fagráðs um velferð viltra dýra.Vísir/Vilhelm „Ég hefði talið það nánast ómögulegt fyrir ráðherrann að aðhafast ekki með þetta álit. Þótt þarna vegist á annars vegar sjónarmið atvinnurekenda og þetta mjög svo skýra álit sem byggir á lögum um velferð viltra dýra. Þannig að já, ég tel að ráðherrann hafi gert rétt,” sagði Katrín. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði ákvörðun matvælaráðherra hafa komið honum á óvart og hann hefði ekki átt samtal við Svandísi um málið. Það væri margt til umhugsunar varðandi þessa ákvörðun. Bjarni Bendiktsson segir það skýran vilja þingflokks Sjálfstæðisflokksins að ákvörðun matvælaráðherra verði tekin til endurskoðunar.Vísir/Vilhelm Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefði rætt málið oft og síðast í gær. Skilaboðin þaðan væru skýr um að það ætti að endurskoða þessa ákvörðun. „Hér eru ekki bara að vegast á í mínum huga atriði sem snúa að velferð dýra heldur kemur hér margt fleira til. Í fyrsta lagi erum við og höfum verið hvalveiðiþjóð í gegnum tíðina. Það að hætta þeim veiðum eða stöðva þær á grundvelli dýravelferðar er bara risastór ákvörðun sem ég hefði talið að þyrfti að fara fyrir þingið,“ sagði Bjarni. Hvalveiðivertíðun átti að hefjast daginn eftir að matvælaráðherra setti á tímabundið bann við veiðunum.Stöð 2/Egill Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tók undir það með Bjarna að málið snérist um hvalveiðar almennt og hefði þess vegna átt að koma fyrir Alþingi. Það gæti ekki talist meðalhóf í stjórnsýslu að setja bannið á deginum áður en veiðar áttu að hefjast. Sigurður Ingi Jóhannsson telur að ræða hefði þurft bann við hvalveiðum á Alþingi.Vísir/Vilhelm Hvernig hefðir þú viljað að ráðherra brigðist við þegar hún fær þessi gögn upp í hendurnar? „Ég hefði viljað setja saman einhvern hóp af sérfræðingum til að leggjast yfir þetta ráðgefandi álit fagráðsins. Það er síðan alveg sérstök umræða hvort við ætlum að hætta hvalveiðum,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Framvinda þessa máls, Bjarni, skiptir hún máli varðandi framtíð stjórnarsamstarfsins? „Ég skal bara ekkert segja til um það á þessum tímapunkti. Mér finnst þetta ekki vera gott innlegg inn í stjórnarsamstarfið á þessum tímapunkti. Mér finnst aðdragandinn ekki vera ásættanlegur,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins. Pallborð á Vísi um Íslandsbanka söluna, Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Heimir Már Pétursso, Fréttastofa Stöðvar 2 Vísis og Bylgjunnar „Það skiptir auðvitað máli hvernig við nálgumst annars vegar einstaka ákvarðanir sem fyrirfram er vitað að séu umdeildar og síðan hvernig við auðvitað vinum úr þeim í framhaldinu. Þetta mál er eitt þeirra,“ sagði Sigurður Ingi. Katrín sagði ágreiningsmálin mörg á milli ólíkra flokka. Mestu skipti nú að takast á við stöðu efnahagsmála eins og ríkisstjórnin hefði verið að gera. Sagan segir að lítil steinvala getur oft velt þungu hlassi? „Já, já það er líka ákvörðun þeirra sem fara með stjórnartaumana hverju sinni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira