Þurfi að sýna grimmd gegn lítt þekktum andstæðingi: „Á svo margt eftir að gerast“ Aron Guðmundsson skrifar 27. júní 2023 12:30 Óskar Hrafn stýrir sínum mönnum í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld Vísir/Hulda Margrét Stemningin er góð í herbúðum karlaliðs Breiðabliks í fótbolta sem hefur vegferð sína í Evrópu í dag á heimavelli gegn Tre Penne frá San Marínó. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, hefur þurft að nýta sér krókaleiðir til þess að afla sér upplýsingar um andstæðinginn en segist hafa góða mynd af því sem er í vændum. Forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta hefst í dag á Kópavogsvelli og í kvöld hefja Íslandsmeistarar Breiðabliks vegferð sína í Evrópukeppni í undanúrslitaleik gegn Tre Penne frá San Marínó. „Þetta leggst mjög vel í mig, það ríkir mikil tilhlökkun í leikmannahópnum og er um að ræða skemmtilegt krydd fyrir okkur í sumarið,“ segir Óskar Hrafn, þjálfari Blika, í samtali við Vísi. Andstæðingur kvöldsins er Tre Penne frá San Marínó, landsmeistari þar í landi og lið sem hefur gengið erfiðlega fyrir Óskar og hans starfslið að afla sér upplýsinga um. „Það hefur ekki verið einfalt. Upptökur af leikjum þeirra í deildinni heima fyrir liggja ekki á þeim greiningarforritum sem við höfum aðgang að. Við höfum því þurft að fara krókaleiðir til þess að fá upptökur af leikjum þeirra og teljum okkur hafa þokkalega skýra mynd af þeim. Vissulega hafa átt sér stað töluverðar mannabreytingar hjá liðinu með fimm til sex nýjum leikmönnum og því um töluvert breytt lið hjá þeim frá liðinu sem tryggði þeim meistaratitilinn heima fyrir fyrir um mánuði síðan.“ Þurfa að einblína á hraða og grimmd Óskar Hrafn býst við leik þar sem Breiðablik muni hafa boltann meira. „Tre Penne mun bíða og reyna að sækja hratt á okkur, reyna að notfæra sér hver þau mistök sem við gætum gert í okkar uppspili. Við þurfum því að gera hlutina hratt, þar liggur grunnurinn að góðri frammistöðu og góðum úrslitum fyrir okkur. Við þurfum að spila boltanum hratt, þurfum að sækja hratt, pressa þá af grimmd og verjast af grimmd ofarlega á vellinum. Það er lykillinn.“ Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks í Evrópuleik liðsins gegn Istanbul Basaksehir í fyrraVísir/Getty Erfitt að meta styrkleika liðanna Fjögur lið taka þátt í forkeppninni sem samanstendur af undanúrslitum og úrslitaleik sem fer fram á föstudaginn kemur en sigurlið keppninnar tryggir sér einvígi við írska liðið Shamrock Rovers í undankeppni Meistaradeildarinnar. Auk Breiðabliks og Tre Penne eru Inter Club d´Escaldes frá Andorra og Buducnost frá Svartfjallalandi einnig í umræddri forkeppni og mætast þau akkúrat í fyrri undanúrslitaleiknum á Kópavogsvelli sem hefst klukkan eitt. Myndirðu segja að Breiðablik sé líklegast til afreka í þessari forkeppni af þessum liðum? „Það er voðalega erfitt fyrir mig að segja til um það. Við spiluðum við Buducnost í fyrra og það er öflugt og líkamlega sterkt lið. Mér finnst því voðalega erfitt að segja að við séum eitthvað sigurstranglegri heldur en aðrir. Maður mun hafa skýrari mynd af styrkleikum allra liðanna eftir leiki dagsins en staðan er náttúrulega þannig að við ætlum okkur að vinna þennan leik í kvöld og tryggja okkur í úrslitaleikinn. Svo er sá leikur bara með sitt eigið líf. Það má ekki gera mikið af mistökum í Evrópuleikjunum, þér er refsað fyrir þau. Við þurfum bara að eiga virkilega sterka viku til þess að gera eitthvað og fara áfram í undankeppnina.“ Skemmtilegt ævintýri Gengi Breiðabliks heima fyrir í Bestu deildinni undanfarið hefur verið dálítið stöngin út og í síðustu umferð lá liðið 5-2 gegn grönnum sínum í HK. Er kærkomið á þessum tímapunkti að skipta aðeins um fókus og einblína á þessa Evrópuleiki? „Aðallega erum við bara að horfa á þetta þannig að Evrópuleikirnir eru skemmtileg tilbreyting fyrir okkur. Frá þessum leikjum eigum við góðar minningar undanfarin tvö ár og oft á tíðum hefur þátttaka okkar í Evrópuleikjum orðið að góðum takti fyrir okkur inn í seinni hluta mótsins. Fyrst og síðast er þetta auðvitað bara skemmtilegt ævintýri fyrir okkur að taka þátt í. Það eru forréttindi að spila í Evrópukeppni, forréttindi að fá að máta sig við erlend lið og vera fulltrúi Íslands í þessum keppnum. Það er aðallega það sem við tökum frá þessu. Deildin bíður bara eftir okkur og við tökum á henni þegar að þar að kemur.“ Breiðablik hefur háð eftirminnileg einvígi við þekkt félög í Evrópukeppni undanfarin ár. Til að mynda mætti liðið Aberdeen frá Skotlandi á Laugardalsvelli árið 2021.Vísir/Getty „Auðvitað er það þannig að maður reynir að fara eins langt og maður kemst í þessu. Þegar að Evrópukeppnin setur maður ekki einhvern ákveðinn punkt á kortið og segist ætla að stoppa þar. Maður reynir að komast eins langt og kostur er. Við þurfum hins vegar að vera raunsæir og átta okkur á því að það að fara langt í Evrópukeppninni, jafnvel lengra en við höfum farið síðustu tvö ár, sem er í þriðju umferð í Sambandsdeildinni, þá þarf mjög margt að ganga upp. Þú þarft að eiga framúrskarandi leiki, þarft að vera heppinn með andstæðinga og allir þínir bestu leikmenn þurfa að vera heilir og í sínu besta standi.“ Á margt eftir að gerast Það sé því auðveldara að setja sér frammistöðu markmið þegar kemur að þátttöku í Evrópukeppni heldur en úrslitamarkmið. „Frammistöðu markmiðið verður að vera það að vera betri í teigunum á móti liðinu sem eru fyrir fram kannski talin jafn sterk og eða betri en við á pappírnum. Það held ég að sé markmiðið okkar og við verðum svo bara að sjá til hvert það leiðir okkur. Þetta er svo löng leið núna og erfitt að hugsa eitthvað lengra heldur en bara á þessa einstöku forkeppni því það á svo margt eftir að gerast á þessari viku. Við höfum fundið það, að þegar að við spilum á móti góðum liðum, þá megum við ekki slökkva á okkur þegar að við erum að verjast því þá verður okkur refsað. Við þurfum að vera betri í að nýta þau færi sem við fáum, sýna meiri einbeitingu í teigunum báðum.“ Leikur Breiðabliks og Tre Penne í forkeppni Meistaradeildar Evrópu hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin þar hefst klukkan 18:50. Þá er fyrri leikur forkeppninnar, milli Inter Club d´Escaldes og FK Buducnost, einnig sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en flautað verður til leiks á Kópavogsvelli í þeim leik klukkan 13:00. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Sjá meira
Forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta hefst í dag á Kópavogsvelli og í kvöld hefja Íslandsmeistarar Breiðabliks vegferð sína í Evrópukeppni í undanúrslitaleik gegn Tre Penne frá San Marínó. „Þetta leggst mjög vel í mig, það ríkir mikil tilhlökkun í leikmannahópnum og er um að ræða skemmtilegt krydd fyrir okkur í sumarið,“ segir Óskar Hrafn, þjálfari Blika, í samtali við Vísi. Andstæðingur kvöldsins er Tre Penne frá San Marínó, landsmeistari þar í landi og lið sem hefur gengið erfiðlega fyrir Óskar og hans starfslið að afla sér upplýsinga um. „Það hefur ekki verið einfalt. Upptökur af leikjum þeirra í deildinni heima fyrir liggja ekki á þeim greiningarforritum sem við höfum aðgang að. Við höfum því þurft að fara krókaleiðir til þess að fá upptökur af leikjum þeirra og teljum okkur hafa þokkalega skýra mynd af þeim. Vissulega hafa átt sér stað töluverðar mannabreytingar hjá liðinu með fimm til sex nýjum leikmönnum og því um töluvert breytt lið hjá þeim frá liðinu sem tryggði þeim meistaratitilinn heima fyrir fyrir um mánuði síðan.“ Þurfa að einblína á hraða og grimmd Óskar Hrafn býst við leik þar sem Breiðablik muni hafa boltann meira. „Tre Penne mun bíða og reyna að sækja hratt á okkur, reyna að notfæra sér hver þau mistök sem við gætum gert í okkar uppspili. Við þurfum því að gera hlutina hratt, þar liggur grunnurinn að góðri frammistöðu og góðum úrslitum fyrir okkur. Við þurfum að spila boltanum hratt, þurfum að sækja hratt, pressa þá af grimmd og verjast af grimmd ofarlega á vellinum. Það er lykillinn.“ Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks í Evrópuleik liðsins gegn Istanbul Basaksehir í fyrraVísir/Getty Erfitt að meta styrkleika liðanna Fjögur lið taka þátt í forkeppninni sem samanstendur af undanúrslitum og úrslitaleik sem fer fram á föstudaginn kemur en sigurlið keppninnar tryggir sér einvígi við írska liðið Shamrock Rovers í undankeppni Meistaradeildarinnar. Auk Breiðabliks og Tre Penne eru Inter Club d´Escaldes frá Andorra og Buducnost frá Svartfjallalandi einnig í umræddri forkeppni og mætast þau akkúrat í fyrri undanúrslitaleiknum á Kópavogsvelli sem hefst klukkan eitt. Myndirðu segja að Breiðablik sé líklegast til afreka í þessari forkeppni af þessum liðum? „Það er voðalega erfitt fyrir mig að segja til um það. Við spiluðum við Buducnost í fyrra og það er öflugt og líkamlega sterkt lið. Mér finnst því voðalega erfitt að segja að við séum eitthvað sigurstranglegri heldur en aðrir. Maður mun hafa skýrari mynd af styrkleikum allra liðanna eftir leiki dagsins en staðan er náttúrulega þannig að við ætlum okkur að vinna þennan leik í kvöld og tryggja okkur í úrslitaleikinn. Svo er sá leikur bara með sitt eigið líf. Það má ekki gera mikið af mistökum í Evrópuleikjunum, þér er refsað fyrir þau. Við þurfum bara að eiga virkilega sterka viku til þess að gera eitthvað og fara áfram í undankeppnina.“ Skemmtilegt ævintýri Gengi Breiðabliks heima fyrir í Bestu deildinni undanfarið hefur verið dálítið stöngin út og í síðustu umferð lá liðið 5-2 gegn grönnum sínum í HK. Er kærkomið á þessum tímapunkti að skipta aðeins um fókus og einblína á þessa Evrópuleiki? „Aðallega erum við bara að horfa á þetta þannig að Evrópuleikirnir eru skemmtileg tilbreyting fyrir okkur. Frá þessum leikjum eigum við góðar minningar undanfarin tvö ár og oft á tíðum hefur þátttaka okkar í Evrópuleikjum orðið að góðum takti fyrir okkur inn í seinni hluta mótsins. Fyrst og síðast er þetta auðvitað bara skemmtilegt ævintýri fyrir okkur að taka þátt í. Það eru forréttindi að spila í Evrópukeppni, forréttindi að fá að máta sig við erlend lið og vera fulltrúi Íslands í þessum keppnum. Það er aðallega það sem við tökum frá þessu. Deildin bíður bara eftir okkur og við tökum á henni þegar að þar að kemur.“ Breiðablik hefur háð eftirminnileg einvígi við þekkt félög í Evrópukeppni undanfarin ár. Til að mynda mætti liðið Aberdeen frá Skotlandi á Laugardalsvelli árið 2021.Vísir/Getty „Auðvitað er það þannig að maður reynir að fara eins langt og maður kemst í þessu. Þegar að Evrópukeppnin setur maður ekki einhvern ákveðinn punkt á kortið og segist ætla að stoppa þar. Maður reynir að komast eins langt og kostur er. Við þurfum hins vegar að vera raunsæir og átta okkur á því að það að fara langt í Evrópukeppninni, jafnvel lengra en við höfum farið síðustu tvö ár, sem er í þriðju umferð í Sambandsdeildinni, þá þarf mjög margt að ganga upp. Þú þarft að eiga framúrskarandi leiki, þarft að vera heppinn með andstæðinga og allir þínir bestu leikmenn þurfa að vera heilir og í sínu besta standi.“ Á margt eftir að gerast Það sé því auðveldara að setja sér frammistöðu markmið þegar kemur að þátttöku í Evrópukeppni heldur en úrslitamarkmið. „Frammistöðu markmiðið verður að vera það að vera betri í teigunum á móti liðinu sem eru fyrir fram kannski talin jafn sterk og eða betri en við á pappírnum. Það held ég að sé markmiðið okkar og við verðum svo bara að sjá til hvert það leiðir okkur. Þetta er svo löng leið núna og erfitt að hugsa eitthvað lengra heldur en bara á þessa einstöku forkeppni því það á svo margt eftir að gerast á þessari viku. Við höfum fundið það, að þegar að við spilum á móti góðum liðum, þá megum við ekki slökkva á okkur þegar að við erum að verjast því þá verður okkur refsað. Við þurfum að vera betri í að nýta þau færi sem við fáum, sýna meiri einbeitingu í teigunum báðum.“ Leikur Breiðabliks og Tre Penne í forkeppni Meistaradeildar Evrópu hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin þar hefst klukkan 18:50. Þá er fyrri leikur forkeppninnar, milli Inter Club d´Escaldes og FK Buducnost, einnig sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en flautað verður til leiks á Kópavogsvelli í þeim leik klukkan 13:00.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Sjá meira