Fengið um 400 nýja viðskiptavini síðan á föstudaginn Máni Snær Þorláksson skrifar 26. júní 2023 21:28 Tryggvi Björn Davíðsson og Haukur Skúlason, stofnendur Indó. Vísir/Vilhelm Indó hefur fengið inn til sín hátt í fjögur hundruð nýja viðskiptavini síðan á föstudaginn. Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og annar af stofnendum Indó, segist ekki geta fullyrt hvort það tengist sáttinni sem Íslandsbanki gerði við fjármálaeftirlitið. Aðspurður um það hvort fjölgun viðskiptavina hafi verið hraðari síðan fréttirnar um sátt Íslandsbanka og fjármálaeftirlitsins bárust segir Haukur: „Það er erfitt að segja, þetta hafa verið fimmtíu, sextíu á dag og svo koma kippir inn á milli þegar við erum áberandi, eins og þegar við kynntum sparireikningana okkar um síðustu mánaðarmót. Það fer alveg upp í svona tvö, þrjú hundruð manns,“ segir Haukur. Slíkur kippur hafi byrjað á föstudaginn, staðið yfir um helgina og haldið áfram í dag. Greint var frá sáttinni um fimmtudagskvöldið í síðustu viku. „Maður fullyrðir ekki að þetta sé endilega tengt þessu, kannski beint eða óbeint. Það getur líka verið að það sé verið að líða að mánaðarmótum.“ Alls eru viðskiptavinir Indó í dag orðnir þrjátíu þúsund talsins. Haukur segir það vera mjög mikið, sér í lagi í ljósi þess að bankinn hóf starfsemi sína í janúar á þessu ári. „Það eru betri viðtökur en nokkur nýr banki í Evrópu hefur fengið, svo sannarlega sem hlutfall af markaðshlutdeild. Við erum komin með fimm til sex prósent af allri debetkortaveltu. Meira að segja bara í rauntölum, þrjátíu þúsund viðskiptavinir á sex mánuðum, það er eitthvað sem hefur ekki sést í löndum eins og Danmörku og Bretlandi. Þannig við erum bara gríðarlega ánægð með þetta.“ Eitt að fá viðskiptavini en annað að halda þeim Haukur segir að fleira fólk sé byrjað að horfa á Indó sem raunverulegan valkost. Hann rekur það til þess sem Indó stendur fyrir. „Sem er bara að vera einföld og gagnsæ, gera þetta pínu skemmtilegt og vera ekki með þetta kjaftæði. Það virðast bara fleiri og fleiri vera að kveikja á perunni að það eru ekki bara þessir stórir þrír bankar, það eru aðrir valmöguleikar komnir fram.“ Þá eru viðskiptavinir Indó gríðarlega ánægðir samkvæmt Hauki. Hann segir að það sé líka fljótt að kvisast út. „Maður vonar að þetta sé kannski ekki bara tilkomið vegna óánægju með aðra heldur líka ánægju með það sem við erum að gera.“ Á döfinni sé svo að Indó bjóði upp á lán með haustinu. „Þá verðum við komin í svona þetta heildstæða vöruframboð og höldum svo áfram að bæta við það,“ segir Haukur. „Það er eitt að fá viðskiptavini til okkar, það getur verið út af alls konar hlutum en það er alltaf undir okkur komið að gera viðskiptavini sem eru komnir ánægða. Þannig við fókusum alltaf á það, við erum minna að velta því fyrir okkur að fá viðskiptavini inn heldur að þegar þeir koma að þeir séu þá ánægðir. Þá svona leysist hitt málið að þeir komi.“ Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Aðspurður um það hvort fjölgun viðskiptavina hafi verið hraðari síðan fréttirnar um sátt Íslandsbanka og fjármálaeftirlitsins bárust segir Haukur: „Það er erfitt að segja, þetta hafa verið fimmtíu, sextíu á dag og svo koma kippir inn á milli þegar við erum áberandi, eins og þegar við kynntum sparireikningana okkar um síðustu mánaðarmót. Það fer alveg upp í svona tvö, þrjú hundruð manns,“ segir Haukur. Slíkur kippur hafi byrjað á föstudaginn, staðið yfir um helgina og haldið áfram í dag. Greint var frá sáttinni um fimmtudagskvöldið í síðustu viku. „Maður fullyrðir ekki að þetta sé endilega tengt þessu, kannski beint eða óbeint. Það getur líka verið að það sé verið að líða að mánaðarmótum.“ Alls eru viðskiptavinir Indó í dag orðnir þrjátíu þúsund talsins. Haukur segir það vera mjög mikið, sér í lagi í ljósi þess að bankinn hóf starfsemi sína í janúar á þessu ári. „Það eru betri viðtökur en nokkur nýr banki í Evrópu hefur fengið, svo sannarlega sem hlutfall af markaðshlutdeild. Við erum komin með fimm til sex prósent af allri debetkortaveltu. Meira að segja bara í rauntölum, þrjátíu þúsund viðskiptavinir á sex mánuðum, það er eitthvað sem hefur ekki sést í löndum eins og Danmörku og Bretlandi. Þannig við erum bara gríðarlega ánægð með þetta.“ Eitt að fá viðskiptavini en annað að halda þeim Haukur segir að fleira fólk sé byrjað að horfa á Indó sem raunverulegan valkost. Hann rekur það til þess sem Indó stendur fyrir. „Sem er bara að vera einföld og gagnsæ, gera þetta pínu skemmtilegt og vera ekki með þetta kjaftæði. Það virðast bara fleiri og fleiri vera að kveikja á perunni að það eru ekki bara þessir stórir þrír bankar, það eru aðrir valmöguleikar komnir fram.“ Þá eru viðskiptavinir Indó gríðarlega ánægðir samkvæmt Hauki. Hann segir að það sé líka fljótt að kvisast út. „Maður vonar að þetta sé kannski ekki bara tilkomið vegna óánægju með aðra heldur líka ánægju með það sem við erum að gera.“ Á döfinni sé svo að Indó bjóði upp á lán með haustinu. „Þá verðum við komin í svona þetta heildstæða vöruframboð og höldum svo áfram að bæta við það,“ segir Haukur. „Það er eitt að fá viðskiptavini til okkar, það getur verið út af alls konar hlutum en það er alltaf undir okkur komið að gera viðskiptavini sem eru komnir ánægða. Þannig við fókusum alltaf á það, við erum minna að velta því fyrir okkur að fá viðskiptavini inn heldur að þegar þeir koma að þeir séu þá ánægðir. Þá svona leysist hitt málið að þeir komi.“
Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira