Lokatölur í leiknum urðu 64-58 fyrir Belga en Spánverjar voru með foyrstuna fram að lokakafla leiksins þar sem belgíska liðið var sterkar.
Emma Meesseman var stigahæst hjá belgíska liðinu með 24 stig en hún tók þar að auki átta fráköst og gaf eina stoðsendingu.
Kyara Linskens kom næst hjá Belgum með 18 stig en hún gerði sér lítið fyrir og hirti 15 fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Queralt Casas var hins vegar stigahæst hjá Spáni með 14 stig.
Frakkar nældu svo í bronsið eftir öruggan sigur gegn Ungverjalandi fyrr í kvöld. Þetta er í áttunda sinn í röð sem Frakkar fara á verðlaunapall.