Þar segir að karlmaðurinn sem var handtekinn í tengslum við málið í nótt var síðdegis í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 29. júní á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Fram kom fyrr í dag að karlmaðurinn sem nú er látinn hefði erið meðvitundarlaus þegar að var komið í nótt. Sá grunaði var farinn af vettvangi þegar lögregla mætti á svæðið en var handtekinn í nágrenninu. Yfirheyrslum var frestað til dagsins í dag vegna ástands mannsins þegar hann var handtekinn.
Lögregla segir ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.
Um er að ræða fimmta manndrápsmálið sem lögregluembætti landsins hafa til rannsóknar um þessar mundir.