Lærlingurinn í Íslandsbanka Ingólfur Sverrisson skrifar 24. júní 2023 19:01 Fátt er göfugra en þegar fólk viðurkennir mistök sín og iðrast af hjartans einlægni. Nú hefur bankastjóri Íslandsbanka gengið þessa píslargöngu síðustu daga og viðurkennt að hafa gert mistök við sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum og jafnvel brotið lög í því ferli. Að vísu lá þessi viðurkenning ekki fyrir fyrr en búið var að rannsaka söluna af óvilhöllum aðila og sýna fram á spillta stjórnsýslu á hæsta stigi. Þá fyrst voru mistök viðurkennd og lögð þung áhersla á að úr þessu mætti bæta og jafnvel læra einhver ósköp. En til þess að koma sjálfri sér á þurrt land aftur varð bankastjórinn að greiða á annan milljarð króna úr bankanum „sínum” til Fjármálaeftirlits Seðlabankans. Við viðskiptavinir bankans erum hins vegar vanir því að greiða sjálfir til sama banka ef okkur verður á að fara yfir á reikningi, gleymum að greiða á réttum tíma eða eitthvað enn alvarlegra. Það stafar eflaust af því að viðskiptavinir bankans eru ekki skilgreindir nemendur hans eins og raunin er með bankastjórann. Hann þarf aðeins að sína iðrun, borga fúlgur fjár úr sjóðum bankans og segjast hafa lært einhver lifandis ósköp í viðskiptafræðum og jafnvel siðfræði. Slík játning og yfirbót er greinilega talin jafngilda syndaaflausn og því engin ástæða til afsagnar enda þótt það þyki sjálfsagt í öllum löndum sem við miðum okkur við. Engu að síður eru einhverjir sem telja eðlilegt að sá eða sú sem gegnir bankastjórastöðu kunni skil á helstu leikreglum á því sviði og fari jafnvel eftir þeim. Að gera afdrifarík mistök í svo hárri stöðu ætti að hafa afleiðingar enda oft vitnað til þess að greiða þurfi slíkum stjórnendum mjög góð laun vegna mikilla krafna sem til þeirra eru gerðar. Í þessu tilviki er greinilega nægjanlegt að viðkomandi sýni iðrun og vilja til að læra einhverja lexíu af mistökunum. Sé sem sagt góður nemandi á bankastjóralaunum. Margir hafa spurt um hver beri þá ábyrgð í máli eins og því sem hér er gert að umræðuefni. Eftir því sem best verður séð er það enn einu sinni hr. Enginn. Þrátt fyrir að hann sé vel þekktur hér á landi og komið víða við sögu hefur hann ekki enn fengið kennitölu. Hver veit nema hr. Enginn verði kominn með hana innan tíðar. Annað eins hefur nú gerst í hinu marglofaða landi tækifæranna þar sem ævintýrin gerast. Höfundur er eftirlaunaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Fátt er göfugra en þegar fólk viðurkennir mistök sín og iðrast af hjartans einlægni. Nú hefur bankastjóri Íslandsbanka gengið þessa píslargöngu síðustu daga og viðurkennt að hafa gert mistök við sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum og jafnvel brotið lög í því ferli. Að vísu lá þessi viðurkenning ekki fyrir fyrr en búið var að rannsaka söluna af óvilhöllum aðila og sýna fram á spillta stjórnsýslu á hæsta stigi. Þá fyrst voru mistök viðurkennd og lögð þung áhersla á að úr þessu mætti bæta og jafnvel læra einhver ósköp. En til þess að koma sjálfri sér á þurrt land aftur varð bankastjórinn að greiða á annan milljarð króna úr bankanum „sínum” til Fjármálaeftirlits Seðlabankans. Við viðskiptavinir bankans erum hins vegar vanir því að greiða sjálfir til sama banka ef okkur verður á að fara yfir á reikningi, gleymum að greiða á réttum tíma eða eitthvað enn alvarlegra. Það stafar eflaust af því að viðskiptavinir bankans eru ekki skilgreindir nemendur hans eins og raunin er með bankastjórann. Hann þarf aðeins að sína iðrun, borga fúlgur fjár úr sjóðum bankans og segjast hafa lært einhver lifandis ósköp í viðskiptafræðum og jafnvel siðfræði. Slík játning og yfirbót er greinilega talin jafngilda syndaaflausn og því engin ástæða til afsagnar enda þótt það þyki sjálfsagt í öllum löndum sem við miðum okkur við. Engu að síður eru einhverjir sem telja eðlilegt að sá eða sú sem gegnir bankastjórastöðu kunni skil á helstu leikreglum á því sviði og fari jafnvel eftir þeim. Að gera afdrifarík mistök í svo hárri stöðu ætti að hafa afleiðingar enda oft vitnað til þess að greiða þurfi slíkum stjórnendum mjög góð laun vegna mikilla krafna sem til þeirra eru gerðar. Í þessu tilviki er greinilega nægjanlegt að viðkomandi sýni iðrun og vilja til að læra einhverja lexíu af mistökunum. Sé sem sagt góður nemandi á bankastjóralaunum. Margir hafa spurt um hver beri þá ábyrgð í máli eins og því sem hér er gert að umræðuefni. Eftir því sem best verður séð er það enn einu sinni hr. Enginn. Þrátt fyrir að hann sé vel þekktur hér á landi og komið víða við sögu hefur hann ekki enn fengið kennitölu. Hver veit nema hr. Enginn verði kominn með hana innan tíðar. Annað eins hefur nú gerst í hinu marglofaða landi tækifæranna þar sem ævintýrin gerast. Höfundur er eftirlaunaþegi.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun