„Prímadonnur frá Hlíðarenda“ Jón Már Ferro skrifar 24. júní 2023 17:21 Adam Pálsson, leikmaður Vals. vísir/Pawel Cieslikiewicz Adam Pálsson, leikmaður Vals, var léttur að vanda eftir öruggan sigur gegn ÍBV í rokinu í Vestmannaeyjum. Liðin léku í Bestu deild karla og eru á sitthvorum enda töflunnar eftir þrettán umferðir. Valur er í öðru sæti með 29 stig en ÍBV í næst neðsta með tíu stig. „Það var langt síðan við spiluðum og maður var orðinn spenntur að spila fótbolta aftur. Sérstaklega vegna þess að þetta var fyrsti grasleikurinn. Þótt það hafi verið mikill vindur í fyrri hálfleik þá var maður mjög spenntur fyrir þessu. Það var geggjað að ná sigri,“ segir Adam. Hann kunni að meta hrósið sem hann fékk fyrir spilamennsku síns liðs. „Takk fyrir það. Kann að meta það. Prímadonnur frá Hlíðarenda. Það er oft sagt um okkur. Við vorum með einhverja þrjátíu metra á sekúndu að harka fyrri hálfleikinn. Oft þarf að gera það til að verða meistarar. Það er gott að geta gert það líka og spilað vel líka,“ segir Adam. Aron Jóhannsson og Kristinn Sigurðsson skoruðu báðir glæsileg mörk. Segja má að vindurinn hafi hjálpað til. „Þetta voru geggjuð skot hjá Aroni og Kidda. Við vissum svosem líka að við yrðum aðeins með vindi í seinni hálfleik svo það var tækifæri til að skjóta. Við nýttum okkur það og svo róaðist leikurinn. Þetta var geggjað að ná að klára leikinn snemma og vera komnir í þægilega stöðu á 70. mínútu. Þetta er einn af erfiðustu útivöllum á Íslandi.“ Breiðablik spilaði í gær við HK inni í Kór. Adam nýtti tækifærið og skaut á Blika í léttu gríni. „Gat nú verið að Blikar hafi fengið Kórinn þegar veðrið er svona. Þetta var gjörólíkt. Það voru átján gráður og svo var þetta þvílíkur vindur hérna. Þetta er bara Ísland. Ef þú hefðir spurt mig í janúar hvernig leikurinn við ÍBV yrði. Þá hefði ég sagt að hann væri nákvæmlega svona. Við bjuggumst alveg við þessu og vorum búnir að segja fyrir leik að þetta myndi ekki skipta neinu máli,“ segir Adam að lokum. Besta deild karla Valur ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 0-3 | Gestirnir anda ofan í hálsmálið á toppliðinu Valur vann öruggan 3-0 sigur á ÍBV í 12. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Leikið var í rigningu og roki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gestirnir virtust vanari veðrinu ef eitthvað er og unnu einkar öruggan sigur. 24. júní 2023 17:00 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Sjá meira
„Það var langt síðan við spiluðum og maður var orðinn spenntur að spila fótbolta aftur. Sérstaklega vegna þess að þetta var fyrsti grasleikurinn. Þótt það hafi verið mikill vindur í fyrri hálfleik þá var maður mjög spenntur fyrir þessu. Það var geggjað að ná sigri,“ segir Adam. Hann kunni að meta hrósið sem hann fékk fyrir spilamennsku síns liðs. „Takk fyrir það. Kann að meta það. Prímadonnur frá Hlíðarenda. Það er oft sagt um okkur. Við vorum með einhverja þrjátíu metra á sekúndu að harka fyrri hálfleikinn. Oft þarf að gera það til að verða meistarar. Það er gott að geta gert það líka og spilað vel líka,“ segir Adam. Aron Jóhannsson og Kristinn Sigurðsson skoruðu báðir glæsileg mörk. Segja má að vindurinn hafi hjálpað til. „Þetta voru geggjuð skot hjá Aroni og Kidda. Við vissum svosem líka að við yrðum aðeins með vindi í seinni hálfleik svo það var tækifæri til að skjóta. Við nýttum okkur það og svo róaðist leikurinn. Þetta var geggjað að ná að klára leikinn snemma og vera komnir í þægilega stöðu á 70. mínútu. Þetta er einn af erfiðustu útivöllum á Íslandi.“ Breiðablik spilaði í gær við HK inni í Kór. Adam nýtti tækifærið og skaut á Blika í léttu gríni. „Gat nú verið að Blikar hafi fengið Kórinn þegar veðrið er svona. Þetta var gjörólíkt. Það voru átján gráður og svo var þetta þvílíkur vindur hérna. Þetta er bara Ísland. Ef þú hefðir spurt mig í janúar hvernig leikurinn við ÍBV yrði. Þá hefði ég sagt að hann væri nákvæmlega svona. Við bjuggumst alveg við þessu og vorum búnir að segja fyrir leik að þetta myndi ekki skipta neinu máli,“ segir Adam að lokum.
Besta deild karla Valur ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 0-3 | Gestirnir anda ofan í hálsmálið á toppliðinu Valur vann öruggan 3-0 sigur á ÍBV í 12. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Leikið var í rigningu og roki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gestirnir virtust vanari veðrinu ef eitthvað er og unnu einkar öruggan sigur. 24. júní 2023 17:00 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 0-3 | Gestirnir anda ofan í hálsmálið á toppliðinu Valur vann öruggan 3-0 sigur á ÍBV í 12. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Leikið var í rigningu og roki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gestirnir virtust vanari veðrinu ef eitthvað er og unnu einkar öruggan sigur. 24. júní 2023 17:00