Óttast að síðasti hvalurinn hafi verið veiddur Lovísa Arnardóttir skrifar 23. júní 2023 19:28 Teitur Björn segir svör ráðherra ófullnægjandi Vísir/Vilhelm Nefndarmenn atvinnuveganefndar eru ekki allir sáttir við ákvörðun ráðherra að fresta hvalveiðum. Nefndin fundaði í dag með ráðherra. Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar, segir ákvörðun ráðherra að fresta hvalveiðum skýrari eftir fund nefndarinnar í dag. „Ég held að menn séu komnir á svipaðar slóðir með hvert við erum að stefna í þessu máli,“ sagði hann í kvöldfréttum í kvöld. Hann sagði að næst verði stjórnvöld að vinna með leyfishafa að útfæra veiðarnar þannig að þær uppfylli skilyrðin sem lög um velferð dýra tilgreini svo hægt verði að hefja veiðarnar sem fyrst. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem kallaði til fundarins sagði svör ráðherra á fundinum ófullnægjandi og telur hana eiga að draga ákvörðun sína til baka. Hann óttast að ef ekki fáist skýr svör fyrir 31. ágúst, þegar frestur reglugerðar ráðherra rennur út, verði veiðum frestað á ný. „Þá er hún í raun og veru að segja að hún hafi ótakmarkað vald til að fresta veiðunum, ótímabundið þess vegna, og í því felst algert bann og það stenst ekki stjórnarskrá,“ segir Teitur Björn. Matvælaráðherra stendur áfram föst á sinni ákvörðun um að fresta veiðunum á meðan farið er yfir aðferðir veiðanna. „Grundvallaratriðið er það að ég ber ábyrgð á framkvæmd laga um velferð dýra og dýrin hafa ekki annan málsvara en þessi lög og ríkið. Og eins og ég sagði á fundinum þá halda langreyðar ekki baráttufundi. Það er enginn í þeirra hópi sem púar eða klappar þannig að það er í raun og veru okkar skylda að taka þeirra rétt og framkvæma í samræmi við það. Hún segir mikilvægt að nýta tímann vel til 31. ágúst. „Við þurfum að hafa hraðar hendur en númer eitt, tvö og þrjú er að við þurfum að stunda vandaða stjórnsýslu og byggja á faglegum rökum,“ segir Svandís og að hún standi enn föst á sinni ákvörðun. Hvalveiðar Hvalir Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir „Hvalir fylla enga sali“ „Hvalir fylla enga sali og það er enginn sem púar eða klappar í hópi langreyða en þingið hefur falið mér að lögum, að gæta að þessum hagsmunum, og það er það sem ég er að gera.“ 23. júní 2023 14:30 Táraðist og gekk út þegar Svandís sýndi myndband af hvalveiðum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, táraðist og gekk út af fundi atvinnuveganefndar þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sýndi eftirlitsmyndband MAST við upphaf hans. 23. júní 2023 13:26 Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Sjá meira
Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar, segir ákvörðun ráðherra að fresta hvalveiðum skýrari eftir fund nefndarinnar í dag. „Ég held að menn séu komnir á svipaðar slóðir með hvert við erum að stefna í þessu máli,“ sagði hann í kvöldfréttum í kvöld. Hann sagði að næst verði stjórnvöld að vinna með leyfishafa að útfæra veiðarnar þannig að þær uppfylli skilyrðin sem lög um velferð dýra tilgreini svo hægt verði að hefja veiðarnar sem fyrst. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem kallaði til fundarins sagði svör ráðherra á fundinum ófullnægjandi og telur hana eiga að draga ákvörðun sína til baka. Hann óttast að ef ekki fáist skýr svör fyrir 31. ágúst, þegar frestur reglugerðar ráðherra rennur út, verði veiðum frestað á ný. „Þá er hún í raun og veru að segja að hún hafi ótakmarkað vald til að fresta veiðunum, ótímabundið þess vegna, og í því felst algert bann og það stenst ekki stjórnarskrá,“ segir Teitur Björn. Matvælaráðherra stendur áfram föst á sinni ákvörðun um að fresta veiðunum á meðan farið er yfir aðferðir veiðanna. „Grundvallaratriðið er það að ég ber ábyrgð á framkvæmd laga um velferð dýra og dýrin hafa ekki annan málsvara en þessi lög og ríkið. Og eins og ég sagði á fundinum þá halda langreyðar ekki baráttufundi. Það er enginn í þeirra hópi sem púar eða klappar þannig að það er í raun og veru okkar skylda að taka þeirra rétt og framkvæma í samræmi við það. Hún segir mikilvægt að nýta tímann vel til 31. ágúst. „Við þurfum að hafa hraðar hendur en númer eitt, tvö og þrjú er að við þurfum að stunda vandaða stjórnsýslu og byggja á faglegum rökum,“ segir Svandís og að hún standi enn föst á sinni ákvörðun.
Hvalveiðar Hvalir Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir „Hvalir fylla enga sali“ „Hvalir fylla enga sali og það er enginn sem púar eða klappar í hópi langreyða en þingið hefur falið mér að lögum, að gæta að þessum hagsmunum, og það er það sem ég er að gera.“ 23. júní 2023 14:30 Táraðist og gekk út þegar Svandís sýndi myndband af hvalveiðum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, táraðist og gekk út af fundi atvinnuveganefndar þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sýndi eftirlitsmyndband MAST við upphaf hans. 23. júní 2023 13:26 Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Sjá meira
„Hvalir fylla enga sali“ „Hvalir fylla enga sali og það er enginn sem púar eða klappar í hópi langreyða en þingið hefur falið mér að lögum, að gæta að þessum hagsmunum, og það er það sem ég er að gera.“ 23. júní 2023 14:30
Táraðist og gekk út þegar Svandís sýndi myndband af hvalveiðum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, táraðist og gekk út af fundi atvinnuveganefndar þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sýndi eftirlitsmyndband MAST við upphaf hans. 23. júní 2023 13:26
Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41