Ofsótti lesbískt par í marga mánuði og hótaði þeim lífláti Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. júní 2023 20:01 Kona var í dag dæmd í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi vegna umsáturseineltis sem beindist að lesbísku pari. Vísir/Vilhelm Kona var í dag dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir umsáturseinelti sem beindist að lesbísku pari. Konan sat um, hrellti og niðurlægði konurnar ítrekað í rúmlega fjóra mánuði vegna kynhneiðgar þeirra. Áreiti konunnar í garð parsins, sem voru nágrannar hennar, hófst þann 14. apríl 2022 þegar þær báðu hana um að þrífa upp hundaskít eftir hund sinn. Í kjölfarið versnaði konan í samskiptum og hóf að áreita þær næstu rúmlega fjóra mánuði með hótunum, niðurlægjandi svívirðingum, umsátri um heimili þeirra og skemmdum á bifreið þeirra. Þá setti hún ítrekað poka með hundaskít á bifreið þeirra og ofan á ruslatunnur þeirra. Konan hótaði ítrekað að drepa parið bæði með orðum og með látbragði þar sem hún dró vísifingur yfir háls sinn. Einnig hótaði hún að drepa hund parsins og sagði þeim ítrekað að drepa sig. Þá svívirti hún parið með því að kalla þær „tussur“, „lessur“ og „ógeðslegar lesbíur“. Einnig málaði hún með hvítri málningu á götuna fyrir framan bifreið þeirra að nóttu til orðin „SNÍPUR“ með hástöfum og orðin „ATH DÆS“, sem sé niðrandi orð yfir samkynhneigða. Þá kom miði sem stóð á „Ég mun aldrei vilja ríða þér“ inn um lúguna hjá þeim, sem konurnar töldu hana hafa skrifað. Hótaði lögreglu með stórum hníf Parið leitaði til lögreglu sem gaf konunni ítrekað tiltal en hún brást alltaf illa við því. Málið náði hámarki þann 2. júní 2022 þegar lögregla tjáði konunni, sem var þá í annarlegu ástandi, að ef hún hætti ekki áreitinu yrði hún handtekin. Hún sagði lögreglu að „fokka sér“ og skellti hurðinni. Við hafi tekið samræður milli konunnar og lögreglu gegnum hurð en hún sagði þeim að ef hurðin yrði opnuð myndi hún koma á móti þeim með stóran hníf. Stuttu síðar sást hún ganga inn í eldhús og heyrðist hljóð í hnífapörum. Lögreglan óskaði þá eftir aðstoð sérsveitar sem kom á vettvang og eftir að konan sleit samskiptum við lögregluna var tekin ákvörðun um handtaka hana, hurðin brotin upp og hún handtekin. Myndbandsupptökur staðfestu háttsemi konunnar Þann 8. ágúst 2022 lögðu konurnar fram kæru á hendur konunni og afhentu lögreglu þá USB-kubb með myndbandsupptökum af háttsemi konunnar fyrir utan hús þeirra. Hlutaðeigandi aðilar og vitni voru þá kölluð til skýrslutöku. Konan lýsti sig saklausa en vildi ekki bera vitni fyrir dómi. Fyrir dómi sögðust brotaþolar hafa upplifað mikla hræðslu og óöryggi vegna áreitis ákærðu, sem einnig hafi valdið þeim svefnleysi og kvíða. Var það mat dómsins að framburðir þeirra væru trúverðugir og í fullu samræmi við allar tilkynningar um meint áreiti ákærðu til lögreglu. Dómurinn mat það svo að háttsemi ákærðu hefur verið staðfest með myndbandsupptökum, vitnisburði brotaþola, annarra vitna og lögreglu á vettvangi auk þess sem ákærða viðurkenndi hluta ákæruatriða í skýrslum hjá lögreglu. Konan var dæmd til þriggja mánaða fangelsisvistar en haldi hún skilorði næstu tvö árin fellur refsing hennar niður. Konunni var gert að greiða þolendum 500 þúsund krónur annars vegar og 770 þúsund krónur hins vegar. Einnig var henni gert að greiða málsvarnarlaun lögmanns síns, um 814 þúsund, þóknun lögmanns brotaþola, um 572 þúsund og aksturskostnað beggja lögmanna, samanlagt um 47 þúsund krónur. Dómsmál Nágrannadeilur Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira
Áreiti konunnar í garð parsins, sem voru nágrannar hennar, hófst þann 14. apríl 2022 þegar þær báðu hana um að þrífa upp hundaskít eftir hund sinn. Í kjölfarið versnaði konan í samskiptum og hóf að áreita þær næstu rúmlega fjóra mánuði með hótunum, niðurlægjandi svívirðingum, umsátri um heimili þeirra og skemmdum á bifreið þeirra. Þá setti hún ítrekað poka með hundaskít á bifreið þeirra og ofan á ruslatunnur þeirra. Konan hótaði ítrekað að drepa parið bæði með orðum og með látbragði þar sem hún dró vísifingur yfir háls sinn. Einnig hótaði hún að drepa hund parsins og sagði þeim ítrekað að drepa sig. Þá svívirti hún parið með því að kalla þær „tussur“, „lessur“ og „ógeðslegar lesbíur“. Einnig málaði hún með hvítri málningu á götuna fyrir framan bifreið þeirra að nóttu til orðin „SNÍPUR“ með hástöfum og orðin „ATH DÆS“, sem sé niðrandi orð yfir samkynhneigða. Þá kom miði sem stóð á „Ég mun aldrei vilja ríða þér“ inn um lúguna hjá þeim, sem konurnar töldu hana hafa skrifað. Hótaði lögreglu með stórum hníf Parið leitaði til lögreglu sem gaf konunni ítrekað tiltal en hún brást alltaf illa við því. Málið náði hámarki þann 2. júní 2022 þegar lögregla tjáði konunni, sem var þá í annarlegu ástandi, að ef hún hætti ekki áreitinu yrði hún handtekin. Hún sagði lögreglu að „fokka sér“ og skellti hurðinni. Við hafi tekið samræður milli konunnar og lögreglu gegnum hurð en hún sagði þeim að ef hurðin yrði opnuð myndi hún koma á móti þeim með stóran hníf. Stuttu síðar sást hún ganga inn í eldhús og heyrðist hljóð í hnífapörum. Lögreglan óskaði þá eftir aðstoð sérsveitar sem kom á vettvang og eftir að konan sleit samskiptum við lögregluna var tekin ákvörðun um handtaka hana, hurðin brotin upp og hún handtekin. Myndbandsupptökur staðfestu háttsemi konunnar Þann 8. ágúst 2022 lögðu konurnar fram kæru á hendur konunni og afhentu lögreglu þá USB-kubb með myndbandsupptökum af háttsemi konunnar fyrir utan hús þeirra. Hlutaðeigandi aðilar og vitni voru þá kölluð til skýrslutöku. Konan lýsti sig saklausa en vildi ekki bera vitni fyrir dómi. Fyrir dómi sögðust brotaþolar hafa upplifað mikla hræðslu og óöryggi vegna áreitis ákærðu, sem einnig hafi valdið þeim svefnleysi og kvíða. Var það mat dómsins að framburðir þeirra væru trúverðugir og í fullu samræmi við allar tilkynningar um meint áreiti ákærðu til lögreglu. Dómurinn mat það svo að háttsemi ákærðu hefur verið staðfest með myndbandsupptökum, vitnisburði brotaþola, annarra vitna og lögreglu á vettvangi auk þess sem ákærða viðurkenndi hluta ákæruatriða í skýrslum hjá lögreglu. Konan var dæmd til þriggja mánaða fangelsisvistar en haldi hún skilorði næstu tvö árin fellur refsing hennar niður. Konunni var gert að greiða þolendum 500 þúsund krónur annars vegar og 770 þúsund krónur hins vegar. Einnig var henni gert að greiða málsvarnarlaun lögmanns síns, um 814 þúsund, þóknun lögmanns brotaþola, um 572 þúsund og aksturskostnað beggja lögmanna, samanlagt um 47 þúsund krónur.
Dómsmál Nágrannadeilur Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira