Smyglaði amfetamíni í vínflöskum og hlaut þungan dóm Árni Sæberg skrifar 23. júní 2023 16:34 Landsréttur mildaði dóm konunnar. Vísir/Vilhelm Pólsk kona var í dag sakfelld í Landsrétti fyrir að hafa staðið að innflutningi á tæpum fjórum lítrum af amfetamínbasa frá heimalandinu. Landsréttur mildaði dóm hennar verulega, úr fimm og hálfu ári í fjögur ár. Fram kemur í dómnum að þann 14.ágúst 2022 hafi konan, Anna Lefik Gawryszczak, verið stöðvuð af tollvörðum í flugstöð Leifs Eiríkssonar ásamt samferðakonu sinni. Báðar eru þær pólskir ríkisborgarar. Við skoðun á farangri þeirra beggja fundust fjórar vínflöskur, tvær í farangurstösku hvorrar um sig, og vaknaði grunur um að í flöskunum væri amfetamín. Í dómi Landsréttar var til þess vísað að frásögn Önnu um það hvernig það hefði komið til að hún tók að sér að flytja umræddar flöskur til landsins væri um margt óskýr og á henni talsverður ólíkindablær. Þá hafi hann ekki samræmst framburði samferðakonunnar og fengi ekki heldur stoð í rannsóknargögnum. Framburður Önnu í heild sinni hafi verið metinn ótrúverðugur. Fyrir lægi að hún hefði tekið við flöskunum án þess að ganga úr skugga um innihald þeirra og því látið sér í léttu rúmi liggja um hvaða efni væri að ræða. Þótti ljóst að ásetningur hennar stóð til þess að flytja fíkniefnin til landsins. Með hliðsjón af magni og styrkleika efnanna þótti jafnframt ljóst að þau hefðu verið ætluð til sölu og dreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Ekki var fallist á með Önnu að meðferð málsins fyrir héraðsdómi hefði dregist. Með hliðsjón af dómaframkvæmd og magni og styrkleika efnanna var refsing hennar ákveðin fangelsi í fjögur ár. Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Fram kemur í dómnum að þann 14.ágúst 2022 hafi konan, Anna Lefik Gawryszczak, verið stöðvuð af tollvörðum í flugstöð Leifs Eiríkssonar ásamt samferðakonu sinni. Báðar eru þær pólskir ríkisborgarar. Við skoðun á farangri þeirra beggja fundust fjórar vínflöskur, tvær í farangurstösku hvorrar um sig, og vaknaði grunur um að í flöskunum væri amfetamín. Í dómi Landsréttar var til þess vísað að frásögn Önnu um það hvernig það hefði komið til að hún tók að sér að flytja umræddar flöskur til landsins væri um margt óskýr og á henni talsverður ólíkindablær. Þá hafi hann ekki samræmst framburði samferðakonunnar og fengi ekki heldur stoð í rannsóknargögnum. Framburður Önnu í heild sinni hafi verið metinn ótrúverðugur. Fyrir lægi að hún hefði tekið við flöskunum án þess að ganga úr skugga um innihald þeirra og því látið sér í léttu rúmi liggja um hvaða efni væri að ræða. Þótti ljóst að ásetningur hennar stóð til þess að flytja fíkniefnin til landsins. Með hliðsjón af magni og styrkleika efnanna þótti jafnframt ljóst að þau hefðu verið ætluð til sölu og dreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Ekki var fallist á með Önnu að meðferð málsins fyrir héraðsdómi hefði dregist. Með hliðsjón af dómaframkvæmd og magni og styrkleika efnanna var refsing hennar ákveðin fangelsi í fjögur ár.
Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira