Navalní meinað um skriffæri í fangelsinu Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2023 09:14 Skjáskot af Alexei Navalní úr streymi frá réttarhöldum sem hófust yfir honum vegna ásakana um öfgastarfsemi á mánudag. Bandamenn hans segja hann sæta illri meðferð í fangelsi. Vísir/EPA Hæstiréttur Rússlands vísaði frá kröfu Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, um að hann fengi aðgang að skriffærum til jafns við aðra fanga í dag. Navalní afplánar ellefu og hálfs árs fangelsisdóm en áratugir gætur bæst við refsingu hans á næstunni. Í kæru sem Navalní lagði fram færði hann rök fyrir því að fangelsisyfirvöld hefðu ekki rétt á að banna honum að fá blað og penna sem fangar fá almennt í Melekhovo-fangelsinu þar sem honum er haldið eingöngu vegna þess að honum er haldið í einangrunarklefa með engu borði eða vegna þess að hann eigi ekki að hafa tíma fyrir skriftir, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Ég bið ekki um meiri mat, ég bið ekki um jólatré í klefann minn. Við erum að tala um grundvallarmannréttindi að hafa penna og blað í klefanum til þess að skrifa bréf eða kvörtun til dómstólsins,“ sagði Navalní við meðferð málsins. Fangelsisdómurinn sem Navalní afplánar er vegna fjársvika og fleiri brota sem hann segir rússnesk stjórnvöld hafi soðið saman til þess að þagga niður í honum. Réttarhöld í nýju máli stjórnvalda gegn honum hófust á mánudag. Það varðar starfsemi andspillingasamtaka Navalní sem stjórnvöld skilgreindu sem ólögleg öfgasamtök nýlega. Navalní gæti átt yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsisvist til viðbótar þegar hann verður fundinn sekur. Navalní hefur verið öflugasti leiðtogi vanmáttugrar stjórnarandstöðu í Rússlandi á undanförnum árum. Samtök hans hafa afhjúpað spillingu æðstu ráðamanna ríkisins og hjálpað kjósendum að nýta atkvæði sín sem best til þess að koma flokki Vladímírs Pútín frá völdum. Þá hefur Navalní skipulagt fjöldamótmæli sem stjórnvöld hafa iðulega bannað. Rússland Mál Alexei Navalní Mannréttindi Tengdar fréttir Rétta yfir Navalní á bak við luktar dyr í fangelsi Lokuð réttarhöld yfir Alexei Navalní, einum helsta leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hófust í hámarksöryggisfangelsinu þar sem hann er fangi á mánudag. Navalní á áratugalanga fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. 21. júní 2023 09:06 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Sjá meira
Í kæru sem Navalní lagði fram færði hann rök fyrir því að fangelsisyfirvöld hefðu ekki rétt á að banna honum að fá blað og penna sem fangar fá almennt í Melekhovo-fangelsinu þar sem honum er haldið eingöngu vegna þess að honum er haldið í einangrunarklefa með engu borði eða vegna þess að hann eigi ekki að hafa tíma fyrir skriftir, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Ég bið ekki um meiri mat, ég bið ekki um jólatré í klefann minn. Við erum að tala um grundvallarmannréttindi að hafa penna og blað í klefanum til þess að skrifa bréf eða kvörtun til dómstólsins,“ sagði Navalní við meðferð málsins. Fangelsisdómurinn sem Navalní afplánar er vegna fjársvika og fleiri brota sem hann segir rússnesk stjórnvöld hafi soðið saman til þess að þagga niður í honum. Réttarhöld í nýju máli stjórnvalda gegn honum hófust á mánudag. Það varðar starfsemi andspillingasamtaka Navalní sem stjórnvöld skilgreindu sem ólögleg öfgasamtök nýlega. Navalní gæti átt yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsisvist til viðbótar þegar hann verður fundinn sekur. Navalní hefur verið öflugasti leiðtogi vanmáttugrar stjórnarandstöðu í Rússlandi á undanförnum árum. Samtök hans hafa afhjúpað spillingu æðstu ráðamanna ríkisins og hjálpað kjósendum að nýta atkvæði sín sem best til þess að koma flokki Vladímírs Pútín frá völdum. Þá hefur Navalní skipulagt fjöldamótmæli sem stjórnvöld hafa iðulega bannað.
Rússland Mál Alexei Navalní Mannréttindi Tengdar fréttir Rétta yfir Navalní á bak við luktar dyr í fangelsi Lokuð réttarhöld yfir Alexei Navalní, einum helsta leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hófust í hámarksöryggisfangelsinu þar sem hann er fangi á mánudag. Navalní á áratugalanga fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. 21. júní 2023 09:06 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Sjá meira
Rétta yfir Navalní á bak við luktar dyr í fangelsi Lokuð réttarhöld yfir Alexei Navalní, einum helsta leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hófust í hámarksöryggisfangelsinu þar sem hann er fangi á mánudag. Navalní á áratugalanga fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. 21. júní 2023 09:06