Íslenska liðinu tókst ekki að bjarga sér frá falli Smári Jökull Jónsson skrifar 22. júní 2023 18:06 Irma Gunnarsdóttir keppti í langstökki. Facebooksíða Frjálsíþróttasambands Íslands Íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum féll í dag úr 2. deild Evrópubikarsins, en þriðji og síðasti keppnisdagur fór fram í Póllandi í dag. Ísland var í fallsæti eftir tvo keppnisdaga en aðeins rétt á eftir Serbíu og Eistlandi, svo að spennan var mikil fyrir síðasta keppnisdaginn. Í Evrópubikarnum fær hvert land að tefla fram einum keppanda í hverri grein, og safna þeir fleiri stigum eftir því hve ofarlega þeir enda. Fyrir lokadaginn var Ísland í 14. sæti af 16 þjóðum, með 173 stig, en þrjár neðstu þjóðirnar féllu. Ísland hafnaði einmitt í 14.sætinu með 246,5 stig og var 37 stigum frá því að bjarga sæti sínu. Fyrir lokagreinina var íslenska liðið 32 stigum á eftir Lettlandi en tókst ekki að brúa þann mun í lokagreininni, Ísland fellur því niður í þriðju deild ásamt Lúxemborg og Moldóvu en Ungverjaland, Úkraína og Litháen, sem lauk keppni hálfu stigi á undan Slóveníu, fara upp í 1. deild. Andrea stórbætti Íslandsmet Hlaupadrottningin Andrea Kolbeinsdóttir stórbætti Íslandsmetið í 3000 metra hindrunarhlaupi. Hún kom í mark á tímanum 10:08,85 mínútur og varð í 7. sæti. Gamla metið, 10:21,26, átti hún sjálf en það setti hún árið 2018. Kolbeinn Höður Gunnarsson, sem jafnaði Íslandsmetið í 100 metra hlaupi á þriðjudag, varð fimmti í 200 metra hlaupi. Hann kom í mark á tímanum 20,98 og var rúmum fjórum tíundu úr sekúndu á eftir sigurvegaranum Jan Volko frá Slóvakíu. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir lenti í 14. sæti í 200 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 24,13 sekúndur. Þá varð Guðni Valur Guðnason í 8. sæti í kúluvarpi en hann kastaði lengst 18,21 metra. Andrea Kolbeinsdóttir setti nýtt Íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi.Vísir/Hulda Margrét Irma Gunnarsdóttir keppti í langstökki og hafnaði í 9. sæti. Hún stökk lengst 6,03 metra en á best 6,40 síðan á Selfossvelli fyrr í sumar. Eva María Baldursdóttir varð í 4.-5. sæti í hástökki en hún stökk hæst 1,73 metra. Hún hefur hæst stokkið 1,81 metra en það gerði hún árið 2020. Hlynur Andrésson varð ellefti í 5000 metra hlaupi og náði besta tíma sínum á árinu. Hann kom í mark á tímanum 14:27,80. Persónulegt met í spjótkasti Arndís Diljá Óskarsdóttir setti persónulegt met í spjótkasti þegar hún kastaði 48,57 metra. Hún hafnaði í 9. sæti en Lina Muze frá Lettlandi kastaði lengst eða 62,38 metra. Elías Óli Hilmarsson lenti í 12. sæti í hástökki en hann stökk hæst 2,02 metra. Hann á best 2,06 en því stökki náði hann á móti í Malmö í júlí í fyrra. Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir varð í 15. sæti í 1500 metra hlaupi. Hún setti persónulegt met og kom í mark á tímanum 4:38,43 mínútur. Dagbjartur Daði Jónsson varð í 10. sæti í spjótkasti og komst ekki í úrslit. Hann kastaði lengst 72 metra slétta en á best tæpa 80 metra. Boðhlaupssveit Íslands varð í þriðja sæti í 4x100 metra boðhlaupi. Liðið, sem samanstendur af þeim Birnu Kristínu Kristjánsdóttur, Júlíu Kristínu Jóhannesdóttur, Eir Hlésdóttur og Guðbjörgu Jónu Bjarnadótur, kom í mark á tímanum 46,69 mínútur. Þá kepptu þeir Kolbeinn Höður, Eir, Sæmundur Ólafsson og Ingibjörg Sigurðardóttir í blönduðu boðhlaupi í vegalengdinni 4x400. Sveitin varð í síðasta sæti í sínum riðli og kom í mark á tímanum 3:29,99 mínútur. Frjálsar íþróttir Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
Ísland var í fallsæti eftir tvo keppnisdaga en aðeins rétt á eftir Serbíu og Eistlandi, svo að spennan var mikil fyrir síðasta keppnisdaginn. Í Evrópubikarnum fær hvert land að tefla fram einum keppanda í hverri grein, og safna þeir fleiri stigum eftir því hve ofarlega þeir enda. Fyrir lokadaginn var Ísland í 14. sæti af 16 þjóðum, með 173 stig, en þrjár neðstu þjóðirnar féllu. Ísland hafnaði einmitt í 14.sætinu með 246,5 stig og var 37 stigum frá því að bjarga sæti sínu. Fyrir lokagreinina var íslenska liðið 32 stigum á eftir Lettlandi en tókst ekki að brúa þann mun í lokagreininni, Ísland fellur því niður í þriðju deild ásamt Lúxemborg og Moldóvu en Ungverjaland, Úkraína og Litháen, sem lauk keppni hálfu stigi á undan Slóveníu, fara upp í 1. deild. Andrea stórbætti Íslandsmet Hlaupadrottningin Andrea Kolbeinsdóttir stórbætti Íslandsmetið í 3000 metra hindrunarhlaupi. Hún kom í mark á tímanum 10:08,85 mínútur og varð í 7. sæti. Gamla metið, 10:21,26, átti hún sjálf en það setti hún árið 2018. Kolbeinn Höður Gunnarsson, sem jafnaði Íslandsmetið í 100 metra hlaupi á þriðjudag, varð fimmti í 200 metra hlaupi. Hann kom í mark á tímanum 20,98 og var rúmum fjórum tíundu úr sekúndu á eftir sigurvegaranum Jan Volko frá Slóvakíu. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir lenti í 14. sæti í 200 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 24,13 sekúndur. Þá varð Guðni Valur Guðnason í 8. sæti í kúluvarpi en hann kastaði lengst 18,21 metra. Andrea Kolbeinsdóttir setti nýtt Íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi.Vísir/Hulda Margrét Irma Gunnarsdóttir keppti í langstökki og hafnaði í 9. sæti. Hún stökk lengst 6,03 metra en á best 6,40 síðan á Selfossvelli fyrr í sumar. Eva María Baldursdóttir varð í 4.-5. sæti í hástökki en hún stökk hæst 1,73 metra. Hún hefur hæst stokkið 1,81 metra en það gerði hún árið 2020. Hlynur Andrésson varð ellefti í 5000 metra hlaupi og náði besta tíma sínum á árinu. Hann kom í mark á tímanum 14:27,80. Persónulegt met í spjótkasti Arndís Diljá Óskarsdóttir setti persónulegt met í spjótkasti þegar hún kastaði 48,57 metra. Hún hafnaði í 9. sæti en Lina Muze frá Lettlandi kastaði lengst eða 62,38 metra. Elías Óli Hilmarsson lenti í 12. sæti í hástökki en hann stökk hæst 2,02 metra. Hann á best 2,06 en því stökki náði hann á móti í Malmö í júlí í fyrra. Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir varð í 15. sæti í 1500 metra hlaupi. Hún setti persónulegt met og kom í mark á tímanum 4:38,43 mínútur. Dagbjartur Daði Jónsson varð í 10. sæti í spjótkasti og komst ekki í úrslit. Hann kastaði lengst 72 metra slétta en á best tæpa 80 metra. Boðhlaupssveit Íslands varð í þriðja sæti í 4x100 metra boðhlaupi. Liðið, sem samanstendur af þeim Birnu Kristínu Kristjánsdóttur, Júlíu Kristínu Jóhannesdóttur, Eir Hlésdóttur og Guðbjörgu Jónu Bjarnadótur, kom í mark á tímanum 46,69 mínútur. Þá kepptu þeir Kolbeinn Höður, Eir, Sæmundur Ólafsson og Ingibjörg Sigurðardóttir í blönduðu boðhlaupi í vegalengdinni 4x400. Sveitin varð í síðasta sæti í sínum riðli og kom í mark á tímanum 3:29,99 mínútur.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira