Fjarlægði hraðatakmarkara fyrir banaslys Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. júní 2023 12:51 Slysið átti sér stað um morguninn 10. nóvember 2021, á hjólastíg sem liggur meðfram Sæbraut. vísir/vilhelm Hraðatakmarkari rafhlaupahjóls, sem ekið var á rafknúið bifhjól í banaslysi við Sæbraut fyrir tæpum tveimur árum, hafði verið aftengdur fyrir slysið. Bifhjólinu var ólöglega ekið á hjólastígnum. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslys sem varð á hjólastíg meðfram Sæbraut 10. nóvember 2021. 56 ára karlmaður, ökumaður rafhlaupahjóls, lést í slysinu eftir að hafa hlotið háorkuáverka, líkt og í alvarlegu bílslysi. Ökumaður létta bifhjólsins slasaðist alvarlega og kvaðst ekki muna eftir slysinu. Slysið átti sér stað að morgni þegar ökumaður rafhlaupahjólsins var á leið austur en ökumaður létta bifhjólsins var á leið vestur sama hjólastíg. Myrkur var þennan morguninn og yfirborð stígsins blautt en hálkulaust. „Áreksturinn var harður og bæði hjólin skemmdust mikið. Brak úr þeim dreifðist um svæðið. Engin vitni voru að slysinu,“ segir í skýrslunni. Sennilegt er talið að rafhlaupahjólið hafi stöðvast alveg og jafnvel kastast til baka við áreksturinn, í ljósi þess að bifhjólið var 45 kg þyngra en hlaupahjólið. Hraði upp á 51 km/klst Rafhlaupahjólið var af gerðinni Kaabu Electric Scooter Mantis og gaf söluaðili upp 25 km/klst hámarkshraða en samkvæmt upplýsingum framleiðanda er mögulegur hámarkshraði 60 km/klst. Samkvæmt umferðarlögum fellur hjólið undir flokk hjóla hverra hámarkshraði er 25 km/klst. Rafhlaupagjólið var af gerðinni Kaabu Electric Scooter Mantis 10. Í skýrslunni segir að tengi á rafmagnsvír, sem stjórnar takmörkun á hraða hjólsins, hafi ekki verið tengt og ósennilegt er talið að það hafi aftengst í slysinu. Við hraðaprófun á rafhlaupahjólinu mældist mesti hraði 51,2 km/klst. Smellitengi sem stjórnar takmörkun á hraða rafhlaupahjólsins var ekki tengt.rannsóknarnefnd samgönguslysa Leggja til að aftenging hraðatakmarkara verði bönnuð Leyfilegur hámarskhraði létta bifhjólsins er 45 km/klst og er óheimilt að aka þeim á gangstéttum, gangstígum og hjólreiðastígum. Ekki var unnt að meta að fullu hraða ökutækjanna við áreksturinn. Skemmdir á hjólunum, mat á áverkum ökumanna, sérstaklega á hinum látna, sem og niðurstöður rannsókna á mögulegum hámarkshraða bentu þó til þess að um talsverðan samanlagðan hraða hjólanna hafi verið að ræða. Í skýrslunni eru gerðar tillögur um endurskoðun umferðarlaga. „Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir þeirri tillögu til Innviðaráðuneytis að stuðla að skjótri meðferð lagabreytinga á umferðarlögum sem snúa að bættu öryggi smáfarartækja í umferðinni,“ segir í skýrslunni og vísað til löggjafar Norðmanna sem sé framsækin á þessu sviði. Skýra þurfi kröfur til smáfarartækja og kveða sérstaklega á um þau í umferðarlögum. Þá verði að banna að aftengja hraðatakmarkara þannig að mögulegur hámarskhraði verði meiri en 25 km/klst. Samgönguslys Rafhlaupahjól Samgöngur Hjólreiðar Reykjavík Tengdar fréttir Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37 Djammheimferðin sérlega hættuleg á rafhlaupahjóli Herferð Samgöngustofu gegn alvarlegum slysum á rafhlaupahjólum, „Ekki skúta upp á bak”, var hrundið af stað í vikunni með ávarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. 29. apríl 2023 13:35 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslys sem varð á hjólastíg meðfram Sæbraut 10. nóvember 2021. 56 ára karlmaður, ökumaður rafhlaupahjóls, lést í slysinu eftir að hafa hlotið háorkuáverka, líkt og í alvarlegu bílslysi. Ökumaður létta bifhjólsins slasaðist alvarlega og kvaðst ekki muna eftir slysinu. Slysið átti sér stað að morgni þegar ökumaður rafhlaupahjólsins var á leið austur en ökumaður létta bifhjólsins var á leið vestur sama hjólastíg. Myrkur var þennan morguninn og yfirborð stígsins blautt en hálkulaust. „Áreksturinn var harður og bæði hjólin skemmdust mikið. Brak úr þeim dreifðist um svæðið. Engin vitni voru að slysinu,“ segir í skýrslunni. Sennilegt er talið að rafhlaupahjólið hafi stöðvast alveg og jafnvel kastast til baka við áreksturinn, í ljósi þess að bifhjólið var 45 kg þyngra en hlaupahjólið. Hraði upp á 51 km/klst Rafhlaupahjólið var af gerðinni Kaabu Electric Scooter Mantis og gaf söluaðili upp 25 km/klst hámarkshraða en samkvæmt upplýsingum framleiðanda er mögulegur hámarkshraði 60 km/klst. Samkvæmt umferðarlögum fellur hjólið undir flokk hjóla hverra hámarkshraði er 25 km/klst. Rafhlaupagjólið var af gerðinni Kaabu Electric Scooter Mantis 10. Í skýrslunni segir að tengi á rafmagnsvír, sem stjórnar takmörkun á hraða hjólsins, hafi ekki verið tengt og ósennilegt er talið að það hafi aftengst í slysinu. Við hraðaprófun á rafhlaupahjólinu mældist mesti hraði 51,2 km/klst. Smellitengi sem stjórnar takmörkun á hraða rafhlaupahjólsins var ekki tengt.rannsóknarnefnd samgönguslysa Leggja til að aftenging hraðatakmarkara verði bönnuð Leyfilegur hámarskhraði létta bifhjólsins er 45 km/klst og er óheimilt að aka þeim á gangstéttum, gangstígum og hjólreiðastígum. Ekki var unnt að meta að fullu hraða ökutækjanna við áreksturinn. Skemmdir á hjólunum, mat á áverkum ökumanna, sérstaklega á hinum látna, sem og niðurstöður rannsókna á mögulegum hámarkshraða bentu þó til þess að um talsverðan samanlagðan hraða hjólanna hafi verið að ræða. Í skýrslunni eru gerðar tillögur um endurskoðun umferðarlaga. „Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir þeirri tillögu til Innviðaráðuneytis að stuðla að skjótri meðferð lagabreytinga á umferðarlögum sem snúa að bættu öryggi smáfarartækja í umferðinni,“ segir í skýrslunni og vísað til löggjafar Norðmanna sem sé framsækin á þessu sviði. Skýra þurfi kröfur til smáfarartækja og kveða sérstaklega á um þau í umferðarlögum. Þá verði að banna að aftengja hraðatakmarkara þannig að mögulegur hámarskhraði verði meiri en 25 km/klst.
Samgönguslys Rafhlaupahjól Samgöngur Hjólreiðar Reykjavík Tengdar fréttir Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37 Djammheimferðin sérlega hættuleg á rafhlaupahjóli Herferð Samgöngustofu gegn alvarlegum slysum á rafhlaupahjólum, „Ekki skúta upp á bak”, var hrundið af stað í vikunni með ávarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. 29. apríl 2023 13:35 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira
Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37
Djammheimferðin sérlega hættuleg á rafhlaupahjóli Herferð Samgöngustofu gegn alvarlegum slysum á rafhlaupahjólum, „Ekki skúta upp á bak”, var hrundið af stað í vikunni með ávarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. 29. apríl 2023 13:35