Nota fjarstýrðan kafbát en súrefnið á þrotum Samúel Karl Ólason skrifar 22. júní 2023 11:46 Þessi mynd var tekin á sunnudaginn, skömmu áður en Títan hvarf. Þarna var verið að undirbúa kafbátinn fyrir fyrstu ferðina að flaki Titanic þetta árið. AP/Action Aviation Leitarmenn á Atlantshafi eru byrjaðir að nota franskan fjarstýrðan kafbát sem hægt er að nota til að senda myndir frá botni hafsins til yfirborðsins í rauntíma. Með honum geta leitarmenn séð botninn og leitað kafbátsins Títan, sem týndist á sunnudaginn er verið var að kafa honum að flaki skipsins Titanic. Áætlaðar súrefnisbirgðir Títan eru þó við það að klárast, miðað við útreikninga sérfræðinga. Franski kafbáturinn kallast Victor 6000 er hann búinn öflugum ljósum sem gerir þeim sem stýra honum kleift að sjá tiltölulega stórt svæði í kringum kafbátinn. Hann er einnig búinn stjórnanlegum örmum sem hægt er að nota til að skera eða fjarlægja brak. Samkvæmt BBC er kafbáturinn í eigu frönsku rannsóknastofnunarinnar Ifremer. Einnig er verið að fljúga öðrum fjarstýrðum kafbáti út á haf frá Bandaríkjunum. Hann á líka að nota við leitina en verður ekki tekinn í notkun fyrr en seinni partinn. Hingað til hefur leitin að Titan verið gerð um borð í skipum og flugvélum með baujum sem notaðar eru til að leita að kafbátum. Sjá einnig: Vonir um að bjarga fólkinu um borð í Titan dvína Kafbátnum var siglt af stað á sunnudagsmorgun og er áætlað að um borð séu súrefnisbirgðir til fjögurra daga. Birgðirnar ættu því að vera að klárast í kringum hádegið að íslenskum tíma, ef kafbáturinn er enn í heilu lagi. Sérfræðingar segja þó að áhöfnin gæti hafa reynt að draga úr súrefnisnotkun með því að reyna að hægja á líkamsstarfsemi þeirra. Um borð í Títan eru þeir Stockton Rush, eigandi OceanGate Expeditions og kafbátsins, Haimsh Harding, breskur auðjöfur, Shahzada Dawood og sonur hans Suleman (19), sem eru úr einni auðugustu fjölskyldu Pakistan, og hinn 73 ára gamli Paul-Henry Nargeolet, sem er franskur landkönnuður. Þeir voru á leið að flaki Titanic á sunnudaginn og slitnaði sambandið við kafbátinn þegar um klukkustund og 45 mínútur voru liðnar af ferðinni að flakinu, sem á að taka um tvo og hálfan tíma. Það var þó ekki fyrr en átta klukkustundum eftir að sambandið slitnaði sem samband var haft við Strandgæslu Bandaríkjanna. Kanada Bandaríkin Titanic Tengdar fréttir Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. 21. júní 2023 13:00 Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Kanadísk flugvél við leit að kafbátnum Titan hefur numið hljóð neðansjávar og uppruna þeirra er nú leitað. Þá vinna sérfræðingar í Bandaríkjunum að því að greina hljóðin. 21. júní 2023 06:45 Minna en fjörutíu tíma birgðir af súrefni eftir Kafbáturinn sem hvarf nálægt flaki Titanic síðastliðinn sunnudagsmorgun hefur ennþá ekki fundist en leitað er að bátnum í kapphlaupi við tímann. Eftir minna en fjörutíu klukkutíma verður súrefnið í kafbátnum á þrotum. 20. júní 2023 23:48 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Áætlaðar súrefnisbirgðir Títan eru þó við það að klárast, miðað við útreikninga sérfræðinga. Franski kafbáturinn kallast Victor 6000 er hann búinn öflugum ljósum sem gerir þeim sem stýra honum kleift að sjá tiltölulega stórt svæði í kringum kafbátinn. Hann er einnig búinn stjórnanlegum örmum sem hægt er að nota til að skera eða fjarlægja brak. Samkvæmt BBC er kafbáturinn í eigu frönsku rannsóknastofnunarinnar Ifremer. Einnig er verið að fljúga öðrum fjarstýrðum kafbáti út á haf frá Bandaríkjunum. Hann á líka að nota við leitina en verður ekki tekinn í notkun fyrr en seinni partinn. Hingað til hefur leitin að Titan verið gerð um borð í skipum og flugvélum með baujum sem notaðar eru til að leita að kafbátum. Sjá einnig: Vonir um að bjarga fólkinu um borð í Titan dvína Kafbátnum var siglt af stað á sunnudagsmorgun og er áætlað að um borð séu súrefnisbirgðir til fjögurra daga. Birgðirnar ættu því að vera að klárast í kringum hádegið að íslenskum tíma, ef kafbáturinn er enn í heilu lagi. Sérfræðingar segja þó að áhöfnin gæti hafa reynt að draga úr súrefnisnotkun með því að reyna að hægja á líkamsstarfsemi þeirra. Um borð í Títan eru þeir Stockton Rush, eigandi OceanGate Expeditions og kafbátsins, Haimsh Harding, breskur auðjöfur, Shahzada Dawood og sonur hans Suleman (19), sem eru úr einni auðugustu fjölskyldu Pakistan, og hinn 73 ára gamli Paul-Henry Nargeolet, sem er franskur landkönnuður. Þeir voru á leið að flaki Titanic á sunnudaginn og slitnaði sambandið við kafbátinn þegar um klukkustund og 45 mínútur voru liðnar af ferðinni að flakinu, sem á að taka um tvo og hálfan tíma. Það var þó ekki fyrr en átta klukkustundum eftir að sambandið slitnaði sem samband var haft við Strandgæslu Bandaríkjanna.
Kanada Bandaríkin Titanic Tengdar fréttir Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. 21. júní 2023 13:00 Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Kanadísk flugvél við leit að kafbátnum Titan hefur numið hljóð neðansjávar og uppruna þeirra er nú leitað. Þá vinna sérfræðingar í Bandaríkjunum að því að greina hljóðin. 21. júní 2023 06:45 Minna en fjörutíu tíma birgðir af súrefni eftir Kafbáturinn sem hvarf nálægt flaki Titanic síðastliðinn sunnudagsmorgun hefur ennþá ekki fundist en leitað er að bátnum í kapphlaupi við tímann. Eftir minna en fjörutíu klukkutíma verður súrefnið í kafbátnum á þrotum. 20. júní 2023 23:48 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. 21. júní 2023 13:00
Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Kanadísk flugvél við leit að kafbátnum Titan hefur numið hljóð neðansjávar og uppruna þeirra er nú leitað. Þá vinna sérfræðingar í Bandaríkjunum að því að greina hljóðin. 21. júní 2023 06:45
Minna en fjörutíu tíma birgðir af súrefni eftir Kafbáturinn sem hvarf nálægt flaki Titanic síðastliðinn sunnudagsmorgun hefur ennþá ekki fundist en leitað er að bátnum í kapphlaupi við tímann. Eftir minna en fjörutíu klukkutíma verður súrefnið í kafbátnum á þrotum. 20. júní 2023 23:48