Jóhann: Getum spilað mjög vel þegar við náum okkar takti Árni Gísli Magnússon skrifar 21. júní 2023 23:00 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA. Vísir/Vilhelm Þór/KA vann 5-0 heimasigur á Tindastóli í 9. umferð Bestu deildar kvenna fyrr í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik settu heimakonur í fimmta gír í þeim seinni og skoruðu þrjú mörk á 7 mínútna kafla og gengu að lokum frá leiknum með fimm mörkum. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var eðlilega ánægður með sigurinn. „Þetta var erfiður leikur gegn góðu liði en við klárum leikinn í síðari hálfleik með fimm mörkum og ég er gríðarlega ánægður með okkar lið í dag.” Sandra María Jessen, fyrirliði Þór/KA, fór af velli undir lok fyrri hálfleiks þegar hún varð fyrir meiðslum á hendi. „Hún meiðist illa og þurfti að fara í sjúkrabíl og þetta lítur ekki vel út. Hún brotnaði sýnist okkur frekar illa á úlnlið eða handlegg og þetta lítur bara ekkert spes út.” Þór/KA var með undirtökin í fyrri hálfleik en tókst ekki að skora. Stólastúlkur komu betur út í seinni hálfleikinn en virðast brotna eftir að Þór/KA setur fyrsta markið. „Fyrri hálfleikurinn, við vorum eiginlega pínu búin að spá þessu, að búast við að þær myndu reyna að hanga á þessu en það má ekkert gleyma sér eins og sást í þessum leik þá eru þær hættulegar líka. Það er ekkert að ástæðulausu að þær eru að vinna ÍBV úti og Stjörnuna heima og þetta er bara hörkulið með hörkuleikmenn og vel skipulagðar með góðan þjálfara þannig full virðing fyrir því.” „Mér fannst ég sjá á okkar liði, þó við höfum reynt, að við vorum svolítið slegnar eftir þessi meiðsli í lok fyrri hálfleiks og það fékk á mína leikmenn og okkur og mér fannst það bera þess merki hvernig við byrjuðum seinni hálfleikinn en þvílík virðing á leikmenn að ná að jafna sig og koma til baka. Það verður að minnast á það líka að þær sem komu inn af bekknum eiga rosalega mikið hrós skilið fyrir sitt framlag og þess vegna er ég mjög ánægður með hópinn”, bætti Jóhann við. Þór/KA hefur nú unnið tvo leiki í röð, báða á heimavelli, og aftur er heimaleikur á sunnudaginn þegar Stjarnan kemur í heimsókn. „Við erum að mæta dálítið særðu liði á sunnudaginn sem er öflugt lið líka, mjög öflugt, og það verður alvöru verkefni og dálítið stutt á milli. Þetta er alveg áskorun en við höfum alveg fulla trú á að við getum unnið hérna heima. Við getum spilað vel, það er alveg rétt, eins og sést hérna í dag að völlurinn er ekki rennisléttur og þetta litar svolítið fótboltann hvernig þetta er.“ „Þær eru ekkert vanar að tapa boltanum svona oft, Tindastóll, þegar þær spila og mér finnst þetta virðingarvert hvernig þær spila hérna frá markinu sínu og voru svolítið að erfiða og þar spila vallaraðstæður inn í, það er ekkert hægt að líta fram hjá því. Við getum spilað mjög vel þegar við náum okkar takti og svo er þetta bara vinnsla inn á milli og sætta sig við að stundum er þetta bara mikil vinnsla.” Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Tindastóll Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Sjá meira
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var eðlilega ánægður með sigurinn. „Þetta var erfiður leikur gegn góðu liði en við klárum leikinn í síðari hálfleik með fimm mörkum og ég er gríðarlega ánægður með okkar lið í dag.” Sandra María Jessen, fyrirliði Þór/KA, fór af velli undir lok fyrri hálfleiks þegar hún varð fyrir meiðslum á hendi. „Hún meiðist illa og þurfti að fara í sjúkrabíl og þetta lítur ekki vel út. Hún brotnaði sýnist okkur frekar illa á úlnlið eða handlegg og þetta lítur bara ekkert spes út.” Þór/KA var með undirtökin í fyrri hálfleik en tókst ekki að skora. Stólastúlkur komu betur út í seinni hálfleikinn en virðast brotna eftir að Þór/KA setur fyrsta markið. „Fyrri hálfleikurinn, við vorum eiginlega pínu búin að spá þessu, að búast við að þær myndu reyna að hanga á þessu en það má ekkert gleyma sér eins og sást í þessum leik þá eru þær hættulegar líka. Það er ekkert að ástæðulausu að þær eru að vinna ÍBV úti og Stjörnuna heima og þetta er bara hörkulið með hörkuleikmenn og vel skipulagðar með góðan þjálfara þannig full virðing fyrir því.” „Mér fannst ég sjá á okkar liði, þó við höfum reynt, að við vorum svolítið slegnar eftir þessi meiðsli í lok fyrri hálfleiks og það fékk á mína leikmenn og okkur og mér fannst það bera þess merki hvernig við byrjuðum seinni hálfleikinn en þvílík virðing á leikmenn að ná að jafna sig og koma til baka. Það verður að minnast á það líka að þær sem komu inn af bekknum eiga rosalega mikið hrós skilið fyrir sitt framlag og þess vegna er ég mjög ánægður með hópinn”, bætti Jóhann við. Þór/KA hefur nú unnið tvo leiki í röð, báða á heimavelli, og aftur er heimaleikur á sunnudaginn þegar Stjarnan kemur í heimsókn. „Við erum að mæta dálítið særðu liði á sunnudaginn sem er öflugt lið líka, mjög öflugt, og það verður alvöru verkefni og dálítið stutt á milli. Þetta er alveg áskorun en við höfum alveg fulla trú á að við getum unnið hérna heima. Við getum spilað vel, það er alveg rétt, eins og sést hérna í dag að völlurinn er ekki rennisléttur og þetta litar svolítið fótboltann hvernig þetta er.“ „Þær eru ekkert vanar að tapa boltanum svona oft, Tindastóll, þegar þær spila og mér finnst þetta virðingarvert hvernig þær spila hérna frá markinu sínu og voru svolítið að erfiða og þar spila vallaraðstæður inn í, það er ekkert hægt að líta fram hjá því. Við getum spilað mjög vel þegar við náum okkar takti og svo er þetta bara vinnsla inn á milli og sætta sig við að stundum er þetta bara mikil vinnsla.”
Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Tindastóll Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Sjá meira